Fjarvistir vegna COVID-19 valda áhyggjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 14:26 Landspítali Háskólasjúkrahús Fossvogi Vísir/Vilhelm Allverulega hefur bæst í hóp þeirra sem eru frá vinnu á Landspítalanum vegna kórónuveirusýkingar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir þungar vikur fram undan. Möguleg allsherjar aflétting á sóttvarnatakmörkunum í samfélaginu fyrir mánaðamót veldur viðbragðsstjórn áhyggjum. Um helgina var stórt skref stigið í afléttingum á sóttvarnatakmörkunum. Skemmtanalífið var í hæstu hæðum liðna helgi á sama tíma og verulega fjölgaði í hópi smitaðs starfsfólks á Landspítalanum. Nú eru 302 starfsmenn Landspítalans frá vinnu vegna sýkingar en fyrir helgi voru þeir rúmlega 250. Á spítalanum liggur nú 41 með COVID-19 og eru tveir á gjörgæslu. Annar þeirra er í öndunarvél. Sigríður segir að róðurinn sé þungur vegna fjarvista. „Þetta hefur verið okkar helsta áhyggjuefni undanfarið; hversu mikil áhrif nákvæmlega þessar útbreiddu sýkingar munu hafa á starfsemina. Þarna hefur aukist allverulega í hópi smitaðra starfsmanna sem eru núna frá vinnu. Það er mjög flókin staða að leysa úr og verkefni sem við liggjum yfir á hverjum einasta degi.“ Bæði heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir hafa sagt að ef ekkert óvænt komi upp á sé hægt að ráðast í allsherjar afléttingu á takmörkunum fyrir mánaðamót. Sigríður var spurð hvernig henni litist á blikuna. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Landspítalann.Vísir/Egill „Þetta er mikil jafnvægislist að hitta á rétta tóninn í þessu. Þetta veldur okkur, sem stýrum viðbragði á spítalanum, náttúrulega talsverðum áhyggjum þegar afléttingar eru þetta miklar einfaldlega vegna þess að eftir því sem fjölgar í hópi smitaðra þá er alltaf ákveðið hlutfall sem leggst inn á sjúkrahús. Þetta getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar í okkar starfsmannahópi. Þannig að þetta verða þungar vikur fram undan, það er alveg á hreinu og ef afléttingar verða ennþá meiri þá má búast við því að þetta verði krefjandi verkefni hérna hjá okkur á Landspítalanum.“ Sigríður segir að verulega hafi reynt á starfsmannahópinn í kórónuveirufaraldrinum. Það sé eitt að bregðast við nokkurra vikna krísuástandi en allt annað vinna undir viðvarandi álagi nú í rúmlega tvö ár. „Við höfum áhyggjur af því að það verði aukið brottfall úr okkar starfsmannahópi en á hverjum einasta degi reynum við að leita lausna og að styðja við fólk en raunverulega lausnin felst í því að þessu álagi sloti“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32 Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. 11. febrúar 2022 22:45 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Um helgina var stórt skref stigið í afléttingum á sóttvarnatakmörkunum. Skemmtanalífið var í hæstu hæðum liðna helgi á sama tíma og verulega fjölgaði í hópi smitaðs starfsfólks á Landspítalanum. Nú eru 302 starfsmenn Landspítalans frá vinnu vegna sýkingar en fyrir helgi voru þeir rúmlega 250. Á spítalanum liggur nú 41 með COVID-19 og eru tveir á gjörgæslu. Annar þeirra er í öndunarvél. Sigríður segir að róðurinn sé þungur vegna fjarvista. „Þetta hefur verið okkar helsta áhyggjuefni undanfarið; hversu mikil áhrif nákvæmlega þessar útbreiddu sýkingar munu hafa á starfsemina. Þarna hefur aukist allverulega í hópi smitaðra starfsmanna sem eru núna frá vinnu. Það er mjög flókin staða að leysa úr og verkefni sem við liggjum yfir á hverjum einasta degi.“ Bæði heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir hafa sagt að ef ekkert óvænt komi upp á sé hægt að ráðast í allsherjar afléttingu á takmörkunum fyrir mánaðamót. Sigríður var spurð hvernig henni litist á blikuna. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Landspítalann.Vísir/Egill „Þetta er mikil jafnvægislist að hitta á rétta tóninn í þessu. Þetta veldur okkur, sem stýrum viðbragði á spítalanum, náttúrulega talsverðum áhyggjum þegar afléttingar eru þetta miklar einfaldlega vegna þess að eftir því sem fjölgar í hópi smitaðra þá er alltaf ákveðið hlutfall sem leggst inn á sjúkrahús. Þetta getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar í okkar starfsmannahópi. Þannig að þetta verða þungar vikur fram undan, það er alveg á hreinu og ef afléttingar verða ennþá meiri þá má búast við því að þetta verði krefjandi verkefni hérna hjá okkur á Landspítalanum.“ Sigríður segir að verulega hafi reynt á starfsmannahópinn í kórónuveirufaraldrinum. Það sé eitt að bregðast við nokkurra vikna krísuástandi en allt annað vinna undir viðvarandi álagi nú í rúmlega tvö ár. „Við höfum áhyggjur af því að það verði aukið brottfall úr okkar starfsmannahópi en á hverjum einasta degi reynum við að leita lausna og að styðja við fólk en raunverulega lausnin felst í því að þessu álagi sloti“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32 Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. 11. febrúar 2022 22:45 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
41 sjúklingur nú á Landspítala með Covid-19 41 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19, sami fjöldi og í gær. Tveir eru á gjörgæslu, og þar af annar í öndunarvél. 14. febrúar 2022 10:32
Býst áfram við þungum róðri á Landspítalanum Starfandi forstjóri Landspítalans segir helsta vandann sem spítalinn stendur nú frammi fyrir vera einangrun starfsfólks. Smit á spítalanum séu nokkuð dreifð og því sé áskorun að einangra sjúklinga og verja þá fyrir smiti. 11. febrúar 2022 22:45