„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 13:37 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. Vísir/Vilhelm Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. „Það lítur út fyrir að aðferðirnar hjá þeim sem stunda afbrot eða eru í þessum svokölluðu undirheimum séu að breytast. Ég held að þetta sé ekki endilega spurning um fleiri skotvopn, vegna þess að byssueign á Íslandi hefur almennt verið mjög mikil og ekkert minni en í öðrum löndum. En ætli þetta sýni okkur ekki það að það er meiri harka í þessum glæpaheimi,” segir Margrét. Líkt og greint var frá í morgun eru þrír í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa skotið úr vélbyssu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn varð fyrir skoti en hann er ekki í bráðri lífshættu, að sögn lögreglu. Þá var önnur skotárás í Grafarholti á fimmtudag. Kona og karl særðust í árásinni og tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Slétt ár er í dag síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði og í ágúst í fyrra var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum. Enn fremur hefur ítrekað verið skotið á hús í Kópavogi í ár og á síðasta ári var meðal annars skotið á bíl borgarstjóra, á skrifstofur stjórnmálaflokka og á mann við kaffistofu Samhjálpar, svo dæmi séu tekin. „Ég fer alltaf mjög varlega í að draga ályktanir þegar það koma upp einstök dæmi sem vekja mikla athygli – en nú eru þessi einstöku dæmi orðin ansi mörg,” segir Margrét. „Við þurfum að fara að skoða þetta mjög alvarlega held ég. Af því að hér er um einhverja breytingu að ræða sem gæti mögulega verið hættuleg breyting. Lögregla, í samstarfi við aðra, þarf að leggjast yfir þetta og sjá hvað er í gangi. Hvernig hægt erað draga úr þessari þróun – ef um einhverja raunverulega þróun er að ræða – og hvað við getum gert.” Skotárásir hafa verið mjög tíðar víða um heim, til dæmis í Svíþjóð síðustu ár. Margrét segir að staðan hér sé langt frá því að vera jafn slæm og þar en engu að síður þurfi að vera vakandi fyrir þessum málum. Þá sé staðan ekki orðin þannig að almennir borgarar þurfi að óttast um öryggi sitt. „Þessar skotárásir sem hafa verið að koma upp beinast gegn öðru fólki sem er líka í þessum glæpaheimi. Auðvitað er þetta samt óhugnanlegt, eins og það sem gerðist í nótt, og það er skiljanlegt að fólk óttist.” Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Það lítur út fyrir að aðferðirnar hjá þeim sem stunda afbrot eða eru í þessum svokölluðu undirheimum séu að breytast. Ég held að þetta sé ekki endilega spurning um fleiri skotvopn, vegna þess að byssueign á Íslandi hefur almennt verið mjög mikil og ekkert minni en í öðrum löndum. En ætli þetta sýni okkur ekki það að það er meiri harka í þessum glæpaheimi,” segir Margrét. Líkt og greint var frá í morgun eru þrír í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa skotið úr vélbyssu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn varð fyrir skoti en hann er ekki í bráðri lífshættu, að sögn lögreglu. Þá var önnur skotárás í Grafarholti á fimmtudag. Kona og karl særðust í árásinni og tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Slétt ár er í dag síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði og í ágúst í fyrra var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum. Enn fremur hefur ítrekað verið skotið á hús í Kópavogi í ár og á síðasta ári var meðal annars skotið á bíl borgarstjóra, á skrifstofur stjórnmálaflokka og á mann við kaffistofu Samhjálpar, svo dæmi séu tekin. „Ég fer alltaf mjög varlega í að draga ályktanir þegar það koma upp einstök dæmi sem vekja mikla athygli – en nú eru þessi einstöku dæmi orðin ansi mörg,” segir Margrét. „Við þurfum að fara að skoða þetta mjög alvarlega held ég. Af því að hér er um einhverja breytingu að ræða sem gæti mögulega verið hættuleg breyting. Lögregla, í samstarfi við aðra, þarf að leggjast yfir þetta og sjá hvað er í gangi. Hvernig hægt erað draga úr þessari þróun – ef um einhverja raunverulega þróun er að ræða – og hvað við getum gert.” Skotárásir hafa verið mjög tíðar víða um heim, til dæmis í Svíþjóð síðustu ár. Margrét segir að staðan hér sé langt frá því að vera jafn slæm og þar en engu að síður þurfi að vera vakandi fyrir þessum málum. Þá sé staðan ekki orðin þannig að almennir borgarar þurfi að óttast um öryggi sitt. „Þessar skotárásir sem hafa verið að koma upp beinast gegn öðru fólki sem er líka í þessum glæpaheimi. Auðvitað er þetta samt óhugnanlegt, eins og það sem gerðist í nótt, og það er skiljanlegt að fólk óttist.”
Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira