„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 13:37 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. Vísir/Vilhelm Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. „Það lítur út fyrir að aðferðirnar hjá þeim sem stunda afbrot eða eru í þessum svokölluðu undirheimum séu að breytast. Ég held að þetta sé ekki endilega spurning um fleiri skotvopn, vegna þess að byssueign á Íslandi hefur almennt verið mjög mikil og ekkert minni en í öðrum löndum. En ætli þetta sýni okkur ekki það að það er meiri harka í þessum glæpaheimi,” segir Margrét. Líkt og greint var frá í morgun eru þrír í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa skotið úr vélbyssu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn varð fyrir skoti en hann er ekki í bráðri lífshættu, að sögn lögreglu. Þá var önnur skotárás í Grafarholti á fimmtudag. Kona og karl særðust í árásinni og tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Slétt ár er í dag síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði og í ágúst í fyrra var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum. Enn fremur hefur ítrekað verið skotið á hús í Kópavogi í ár og á síðasta ári var meðal annars skotið á bíl borgarstjóra, á skrifstofur stjórnmálaflokka og á mann við kaffistofu Samhjálpar, svo dæmi séu tekin. „Ég fer alltaf mjög varlega í að draga ályktanir þegar það koma upp einstök dæmi sem vekja mikla athygli – en nú eru þessi einstöku dæmi orðin ansi mörg,” segir Margrét. „Við þurfum að fara að skoða þetta mjög alvarlega held ég. Af því að hér er um einhverja breytingu að ræða sem gæti mögulega verið hættuleg breyting. Lögregla, í samstarfi við aðra, þarf að leggjast yfir þetta og sjá hvað er í gangi. Hvernig hægt erað draga úr þessari þróun – ef um einhverja raunverulega þróun er að ræða – og hvað við getum gert.” Skotárásir hafa verið mjög tíðar víða um heim, til dæmis í Svíþjóð síðustu ár. Margrét segir að staðan hér sé langt frá því að vera jafn slæm og þar en engu að síður þurfi að vera vakandi fyrir þessum málum. Þá sé staðan ekki orðin þannig að almennir borgarar þurfi að óttast um öryggi sitt. „Þessar skotárásir sem hafa verið að koma upp beinast gegn öðru fólki sem er líka í þessum glæpaheimi. Auðvitað er þetta samt óhugnanlegt, eins og það sem gerðist í nótt, og það er skiljanlegt að fólk óttist.” Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Það lítur út fyrir að aðferðirnar hjá þeim sem stunda afbrot eða eru í þessum svokölluðu undirheimum séu að breytast. Ég held að þetta sé ekki endilega spurning um fleiri skotvopn, vegna þess að byssueign á Íslandi hefur almennt verið mjög mikil og ekkert minni en í öðrum löndum. En ætli þetta sýni okkur ekki það að það er meiri harka í þessum glæpaheimi,” segir Margrét. Líkt og greint var frá í morgun eru þrír í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa skotið úr vélbyssu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn varð fyrir skoti en hann er ekki í bráðri lífshættu, að sögn lögreglu. Þá var önnur skotárás í Grafarholti á fimmtudag. Kona og karl særðust í árásinni og tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Slétt ár er í dag síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði og í ágúst í fyrra var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum. Enn fremur hefur ítrekað verið skotið á hús í Kópavogi í ár og á síðasta ári var meðal annars skotið á bíl borgarstjóra, á skrifstofur stjórnmálaflokka og á mann við kaffistofu Samhjálpar, svo dæmi séu tekin. „Ég fer alltaf mjög varlega í að draga ályktanir þegar það koma upp einstök dæmi sem vekja mikla athygli – en nú eru þessi einstöku dæmi orðin ansi mörg,” segir Margrét. „Við þurfum að fara að skoða þetta mjög alvarlega held ég. Af því að hér er um einhverja breytingu að ræða sem gæti mögulega verið hættuleg breyting. Lögregla, í samstarfi við aðra, þarf að leggjast yfir þetta og sjá hvað er í gangi. Hvernig hægt erað draga úr þessari þróun – ef um einhverja raunverulega þróun er að ræða – og hvað við getum gert.” Skotárásir hafa verið mjög tíðar víða um heim, til dæmis í Svíþjóð síðustu ár. Margrét segir að staðan hér sé langt frá því að vera jafn slæm og þar en engu að síður þurfi að vera vakandi fyrir þessum málum. Þá sé staðan ekki orðin þannig að almennir borgarar þurfi að óttast um öryggi sitt. „Þessar skotárásir sem hafa verið að koma upp beinast gegn öðru fólki sem er líka í þessum glæpaheimi. Auðvitað er þetta samt óhugnanlegt, eins og það sem gerðist í nótt, og það er skiljanlegt að fólk óttist.”
Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira