Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Snorri Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. febrúar 2022 09:26 Í myndbandinu má sjá sérsveitarmenn í bílastæðahúsi ofan við Ingólfsstræti, þar sem árásin varð. Twitter Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Á myndböndum af netinu má sjá þungvopnaða sérsveitarmenn við aðgerðir í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti og Ingólfsstræti. Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tilkynnti hana sjálfur til lögreglu og var hann fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Mikill viðbúnaður var vegna málsins en mennirnir þrír voru handteknir fljótlega eftir að rannsóknin hófst. Lagt hefur verið hald á skotvopn og bifreið í þágu rannsóknarinnar. Við aðgerðirnar í nótt naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar. Við athugun fréttastofu í Ingólfsstræti í morgun var engin ummerki árásinnar að sjá. Karlmaður var skotinn í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þar var ekkert að sjá þegar fréttastofa fór á svæðið í morgun.Vísir/Vésteinn Aðeins tveir dagar liðu á milli þessarar árásar og skotárásar sem varð í Grafarholti á fimmtudag, þar sem skotið var á karl og konu. Þar slasaðist konan alvarlega en þau eru ekki talin í lífshættu. Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt, þá sérstaklega í miðborginni. Sjö gistu fangageymslur í nótt. „Mjög skrítið að vera spila cod, heyra síðan í flugeldum?/byssuskotum? úti, kíkja útum gluggan og sjá mann með vélbyssu í bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti. Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður csi þáttur í smá stund. Sérsveitin og allskonar skemmtilegt,“ skrifar íbúi í götunni á Twitter um klukkan 1.40 í nótt. Lögreglan hyggst ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en búast má við annarri fréttatilkynningu frá lögreglu eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Fréttin var uppfærð klukkan 9:50 eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Á myndböndum af netinu má sjá þungvopnaða sérsveitarmenn við aðgerðir í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti og Ingólfsstræti. Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tilkynnti hana sjálfur til lögreglu og var hann fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Mikill viðbúnaður var vegna málsins en mennirnir þrír voru handteknir fljótlega eftir að rannsóknin hófst. Lagt hefur verið hald á skotvopn og bifreið í þágu rannsóknarinnar. Við aðgerðirnar í nótt naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar. Við athugun fréttastofu í Ingólfsstræti í morgun var engin ummerki árásinnar að sjá. Karlmaður var skotinn í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þar var ekkert að sjá þegar fréttastofa fór á svæðið í morgun.Vísir/Vésteinn Aðeins tveir dagar liðu á milli þessarar árásar og skotárásar sem varð í Grafarholti á fimmtudag, þar sem skotið var á karl og konu. Þar slasaðist konan alvarlega en þau eru ekki talin í lífshættu. Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt, þá sérstaklega í miðborginni. Sjö gistu fangageymslur í nótt. „Mjög skrítið að vera spila cod, heyra síðan í flugeldum?/byssuskotum? úti, kíkja útum gluggan og sjá mann með vélbyssu í bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti. Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður csi þáttur í smá stund. Sérsveitin og allskonar skemmtilegt,“ skrifar íbúi í götunni á Twitter um klukkan 1.40 í nótt. Lögreglan hyggst ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en búast má við annarri fréttatilkynningu frá lögreglu eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Fréttin var uppfærð klukkan 9:50 eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira