Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Snorri Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. febrúar 2022 09:26 Í myndbandinu má sjá sérsveitarmenn í bílastæðahúsi ofan við Ingólfsstræti, þar sem árásin varð. Twitter Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Á myndböndum af netinu má sjá þungvopnaða sérsveitarmenn við aðgerðir í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti og Ingólfsstræti. Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tilkynnti hana sjálfur til lögreglu og var hann fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Mikill viðbúnaður var vegna málsins en mennirnir þrír voru handteknir fljótlega eftir að rannsóknin hófst. Lagt hefur verið hald á skotvopn og bifreið í þágu rannsóknarinnar. Við aðgerðirnar í nótt naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar. Við athugun fréttastofu í Ingólfsstræti í morgun var engin ummerki árásinnar að sjá. Karlmaður var skotinn í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þar var ekkert að sjá þegar fréttastofa fór á svæðið í morgun.Vísir/Vésteinn Aðeins tveir dagar liðu á milli þessarar árásar og skotárásar sem varð í Grafarholti á fimmtudag, þar sem skotið var á karl og konu. Þar slasaðist konan alvarlega en þau eru ekki talin í lífshættu. Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt, þá sérstaklega í miðborginni. Sjö gistu fangageymslur í nótt. „Mjög skrítið að vera spila cod, heyra síðan í flugeldum?/byssuskotum? úti, kíkja útum gluggan og sjá mann með vélbyssu í bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti. Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður csi þáttur í smá stund. Sérsveitin og allskonar skemmtilegt,“ skrifar íbúi í götunni á Twitter um klukkan 1.40 í nótt. Lögreglan hyggst ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en búast má við annarri fréttatilkynningu frá lögreglu eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Fréttin var uppfærð klukkan 9:50 eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Á myndböndum af netinu má sjá þungvopnaða sérsveitarmenn við aðgerðir í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti og Ingólfsstræti. Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tilkynnti hana sjálfur til lögreglu og var hann fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Mikill viðbúnaður var vegna málsins en mennirnir þrír voru handteknir fljótlega eftir að rannsóknin hófst. Lagt hefur verið hald á skotvopn og bifreið í þágu rannsóknarinnar. Við aðgerðirnar í nótt naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar. Við athugun fréttastofu í Ingólfsstræti í morgun var engin ummerki árásinnar að sjá. Karlmaður var skotinn í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þar var ekkert að sjá þegar fréttastofa fór á svæðið í morgun.Vísir/Vésteinn Aðeins tveir dagar liðu á milli þessarar árásar og skotárásar sem varð í Grafarholti á fimmtudag, þar sem skotið var á karl og konu. Þar slasaðist konan alvarlega en þau eru ekki talin í lífshættu. Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt, þá sérstaklega í miðborginni. Sjö gistu fangageymslur í nótt. „Mjög skrítið að vera spila cod, heyra síðan í flugeldum?/byssuskotum? úti, kíkja útum gluggan og sjá mann með vélbyssu í bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti. Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður csi þáttur í smá stund. Sérsveitin og allskonar skemmtilegt,“ skrifar íbúi í götunni á Twitter um klukkan 1.40 í nótt. Lögreglan hyggst ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en búast má við annarri fréttatilkynningu frá lögreglu eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Fréttin var uppfærð klukkan 9:50 eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira