Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans, en þar segir að 32 liggi nú á spítalanum með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og eru báðir í öndunarvél.
Þá eru 8.188 sjúklingar í eftirliti Covid-göngudeildar, þar af 2.579 börn. Covid-sýktir starfsmenn Landspítala eru 248.
Alls hafa 54 látist með Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.