„Held að mörg lið öfundi KR af þessum strákum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2022 12:31 Þorvaldur Orri var frábær gegn Vestra. Vísir/Elín Björg KR vann góðan sigur á Vestra í Subway-deild karla á dögunum. Ungir leikmenn liðsins stálu senunni og voru til tals í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. „Það er asnalegt að segja það með KR-ingana í 9. eða 10. sæti en þeir jákvæðu hlutir sem eru að gerast eru að uppaldir strákar eru að fá helling af mínútum. Það mun skila sér innan örfárra ára,“ sagði Sævar Sævarsson um ungu og efnilegu leikmenn KR-liðsins. Í kjölfarið var farið yfir frammistöðu Þorvaldar Orra Árnasonar í sigri KR á Vestra. „Hann er með langar hendur, skemmtilegar hreyfingar. Laumar sér þarna án bolta og margt til í þessum strák,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um frammistöðu Þorvaldar Orra gegn Vestra. „Ég er sammála Sævari, ég held að mörg lið öfundi KR af þessum strákum. Þetta er rosalega dýrmætt ár fyrir þessa stráka að fá þessa spilamennsku. Sumir hafi verið að gagnrýna að KR-ingar hafi sótt útlendinga og ætli að reyna við titilinn, eins og margir aðrir. Þá eru þessir strákar að fara spila eitthvað minna, KR þekkir ekkert annað en að reyna við titilinn,“ bætti Teitur Örlygsson við. Klippa: KBK: Ungir leikmenn KR „Þeir eru að fá hellings mínútur núna sem verða dýrmætar ef þeir koma liðinu í úrslitakeppnina. Þeir eru eins og staðan er í dag þremur sigurleikjum frá Keflavík sem er í 3. sæti þrátt fyrir að vera í 10. sæti, þetta er rosalega stutt,“ bætti Sævar við. Þorvaldur Orri var ekki eini ungi KR-ingurinn sem fékk athygli í þættinum en hálfnafni hans, Almar Orri Atlason, „Þegar hann setur þriggja stiga skotin sín þá er ýmislegt spunnið í þennan strák.“ Hér að ofan má sjá umræðuna um þá Þorvald og Almar Orra sem og nokkrar af körfum þeirra gegn Vestra en samtals skoruðu þeir 34 stig í leiknum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Sjá meira
„Það er asnalegt að segja það með KR-ingana í 9. eða 10. sæti en þeir jákvæðu hlutir sem eru að gerast eru að uppaldir strákar eru að fá helling af mínútum. Það mun skila sér innan örfárra ára,“ sagði Sævar Sævarsson um ungu og efnilegu leikmenn KR-liðsins. Í kjölfarið var farið yfir frammistöðu Þorvaldar Orra Árnasonar í sigri KR á Vestra. „Hann er með langar hendur, skemmtilegar hreyfingar. Laumar sér þarna án bolta og margt til í þessum strák,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um frammistöðu Þorvaldar Orra gegn Vestra. „Ég er sammála Sævari, ég held að mörg lið öfundi KR af þessum strákum. Þetta er rosalega dýrmætt ár fyrir þessa stráka að fá þessa spilamennsku. Sumir hafi verið að gagnrýna að KR-ingar hafi sótt útlendinga og ætli að reyna við titilinn, eins og margir aðrir. Þá eru þessir strákar að fara spila eitthvað minna, KR þekkir ekkert annað en að reyna við titilinn,“ bætti Teitur Örlygsson við. Klippa: KBK: Ungir leikmenn KR „Þeir eru að fá hellings mínútur núna sem verða dýrmætar ef þeir koma liðinu í úrslitakeppnina. Þeir eru eins og staðan er í dag þremur sigurleikjum frá Keflavík sem er í 3. sæti þrátt fyrir að vera í 10. sæti, þetta er rosalega stutt,“ bætti Sævar við. Þorvaldur Orri var ekki eini ungi KR-ingurinn sem fékk athygli í þættinum en hálfnafni hans, Almar Orri Atlason, „Þegar hann setur þriggja stiga skotin sín þá er ýmislegt spunnið í þennan strák.“ Hér að ofan má sjá umræðuna um þá Þorvald og Almar Orra sem og nokkrar af körfum þeirra gegn Vestra en samtals skoruðu þeir 34 stig í leiknum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Sjá meira