KR og Stjarnan með stórsigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 22:35 Pálmi Rafn skoraði eitt fimm marka KR í kvöld. Vísir/Hulda Margrét KR og Stjarnan unnu stórsigra í Lengjubikar karla og kvenna í fótbolta í kvöld. KR heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla. Heimamenn leika í Lengjudeildinni í sumar á meðan KR-ingar stefna á að vera í baráttunn um Íslandsmeistaratitilinn og það mátti sjá á leik liðanna í kvöld. KR skoraði þrjú mörk á tæpum tíu mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og var því 3-0 yfir er flautað var til hálfleiks. Stefán Árni Geirsson kom Vesturbæingum yfir, Stefan Alexander Ljubicic tvöfaldaði forystuna og Pálmi Rafn Pálmason bætti þriðja markinu við. Sigurður Bjartur Hallsson kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði tvívegis í síðari hálfleik, lokatölur 5-0 KR í vil. KR var án margra sterkra leikmanna í kvöld en Finnur Tómas Pálmason og Hallur Hansson eru ekki komnir með leikheimild. Þá voru Kristinn Jónsson og Kjartan Henry Finnbogason einnig fjarri góðu gamni. Í riðli 1 í A-deild Lengjudeildar kvenna mættust Stjarnan og Selfoss. Gestirnir voru án sterkra leikmanna á borð við Sif Atladóttur og Barbáru Sól Gísladóttur þar sem þær eru ekki komnar með leikheimild. Líkt og í Mosfellsbæ voru fimm mörk skoruð en í Garðabænum var það heimaliðið sem skoraði öll mörkin. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í kvöld.vísir/bára Jasmín Erla Ingadóttir kom Stjörnunni yfir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir tvöfaldaði forystuna fyrir hálfleik. Arna Dís Arnþórsdóttir bætti þriðja markinu við á 56. mínútu og fjórum mínútum síðar hafði Katrín Ásbjörnsdóttir skorað fjórða mark Stjörnunnar. Alma Mathiesen bætti svo fimmta markinu við áður en leiknum lauk. Öruggur 5-0 sigur Stjörnunnar staðreynd. Selfoss var án bæði Sif Atladóttur og Barbáru Sól Gísladóttur í kvöld. Fótbolti Íslenski boltinn KR Stjarnan Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
KR heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla. Heimamenn leika í Lengjudeildinni í sumar á meðan KR-ingar stefna á að vera í baráttunn um Íslandsmeistaratitilinn og það mátti sjá á leik liðanna í kvöld. KR skoraði þrjú mörk á tæpum tíu mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og var því 3-0 yfir er flautað var til hálfleiks. Stefán Árni Geirsson kom Vesturbæingum yfir, Stefan Alexander Ljubicic tvöfaldaði forystuna og Pálmi Rafn Pálmason bætti þriðja markinu við. Sigurður Bjartur Hallsson kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði tvívegis í síðari hálfleik, lokatölur 5-0 KR í vil. KR var án margra sterkra leikmanna í kvöld en Finnur Tómas Pálmason og Hallur Hansson eru ekki komnir með leikheimild. Þá voru Kristinn Jónsson og Kjartan Henry Finnbogason einnig fjarri góðu gamni. Í riðli 1 í A-deild Lengjudeildar kvenna mættust Stjarnan og Selfoss. Gestirnir voru án sterkra leikmanna á borð við Sif Atladóttur og Barbáru Sól Gísladóttur þar sem þær eru ekki komnar með leikheimild. Líkt og í Mosfellsbæ voru fimm mörk skoruð en í Garðabænum var það heimaliðið sem skoraði öll mörkin. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í kvöld.vísir/bára Jasmín Erla Ingadóttir kom Stjörnunni yfir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir tvöfaldaði forystuna fyrir hálfleik. Arna Dís Arnþórsdóttir bætti þriðja markinu við á 56. mínútu og fjórum mínútum síðar hafði Katrín Ásbjörnsdóttir skorað fjórða mark Stjörnunnar. Alma Mathiesen bætti svo fimmta markinu við áður en leiknum lauk. Öruggur 5-0 sigur Stjörnunnar staðreynd. Selfoss var án bæði Sif Atladóttur og Barbáru Sól Gísladóttur í kvöld.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Stjarnan Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira