Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 19:01 Mjög vel hefur gengið að bólusetja bæði börn og fullorðna á Íslandi. Þá hafa tugir þúsunda smitast af covid veirunni þannig að þjóðin ætti að minnsta kosti að vera við það að hafa öðlast hjarðónæmi. Vísir/Vilhelm Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar. Breytingarnar sem kynntar voru í dag eru tólf dögum fyrr á ferðinni en áætlað var. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tvö hundruð manns. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist frá klukkan ellefu til miðnættis en gestir mega sitja inni til klukkan eitt. Grímuskylda verður áfram þar sem ekki er hægt að viðhalda nándarreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að hægt verði að afnema allar sóttvarnaaðgerðir fyrir mánaðamót.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um fjöldatakmarkanir í skólum verði afnumin. „Þannig að grunn- og framhaldsskólanemar fá félagslífið sitt allt til baka. En við höldum okkur við einangrunina,“ segir Willum Þór. Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Selja má veitingar í hléi án takmarkana. Þá er fallið frá kröfu um sóttkví þannig að 9.800 manns losnuðu úr sóttkví strax í dag. Þannig að fólk þarf alls ekki að fara í sóttkví þótt það sé nálægt smituðum einstaklingum? Nei bara hafa gát. Fara varlega og ef fólk upplifir eða fær einkenni fara þá í próf. Annars ekki, bara fara varlega,” segir heilbrigðisráðherra. Ragnar Visage Farið sé að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um afnám aðgerða í skrefum. Staðan væri enn viðkvæm á Landspítalanum, öðrum heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum þar sem starfsfólk, sjúklingar og heimilisfólk væri enn að smitast. Þess vegna væri skerfið til afnáms allra samkomutakmarkana ekki tekið að fullu strax. “Ef ekkert óvænt gerist getum við aflétt öllu í lok mánaðar,” segir Willum Þór. Þessar tilslakanir eru að sjálfsögðu mikið gleðiefni fyrir alla landsmenn svo lengi sem faraldurinn sækir ekki aftur í sig veðrið. Ferðaþjónustan þrýstir aftur á móti líka á tilslakanir á landamærunum eins og kröfunni um framvísun PCR vottorðs. Heilbrigðisráðherra segir að von sé á tillögum í þeim efnum frá landamærahópnum von bráðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25 Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. 17. janúar 2022 10:43 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Breytingarnar sem kynntar voru í dag eru tólf dögum fyrr á ferðinni en áætlað var. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tvö hundruð manns. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist frá klukkan ellefu til miðnættis en gestir mega sitja inni til klukkan eitt. Grímuskylda verður áfram þar sem ekki er hægt að viðhalda nándarreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að hægt verði að afnema allar sóttvarnaaðgerðir fyrir mánaðamót.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um fjöldatakmarkanir í skólum verði afnumin. „Þannig að grunn- og framhaldsskólanemar fá félagslífið sitt allt til baka. En við höldum okkur við einangrunina,“ segir Willum Þór. Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Selja má veitingar í hléi án takmarkana. Þá er fallið frá kröfu um sóttkví þannig að 9.800 manns losnuðu úr sóttkví strax í dag. Þannig að fólk þarf alls ekki að fara í sóttkví þótt það sé nálægt smituðum einstaklingum? Nei bara hafa gát. Fara varlega og ef fólk upplifir eða fær einkenni fara þá í próf. Annars ekki, bara fara varlega,” segir heilbrigðisráðherra. Ragnar Visage Farið sé að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um afnám aðgerða í skrefum. Staðan væri enn viðkvæm á Landspítalanum, öðrum heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum þar sem starfsfólk, sjúklingar og heimilisfólk væri enn að smitast. Þess vegna væri skerfið til afnáms allra samkomutakmarkana ekki tekið að fullu strax. “Ef ekkert óvænt gerist getum við aflétt öllu í lok mánaðar,” segir Willum Þór. Þessar tilslakanir eru að sjálfsögðu mikið gleðiefni fyrir alla landsmenn svo lengi sem faraldurinn sækir ekki aftur í sig veðrið. Ferðaþjónustan þrýstir aftur á móti líka á tilslakanir á landamærunum eins og kröfunni um framvísun PCR vottorðs. Heilbrigðisráðherra segir að von sé á tillögum í þeim efnum frá landamærahópnum von bráðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25 Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. 17. janúar 2022 10:43 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48
Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25
Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. 17. janúar 2022 10:43