Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 19:01 Mjög vel hefur gengið að bólusetja bæði börn og fullorðna á Íslandi. Þá hafa tugir þúsunda smitast af covid veirunni þannig að þjóðin ætti að minnsta kosti að vera við það að hafa öðlast hjarðónæmi. Vísir/Vilhelm Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar. Breytingarnar sem kynntar voru í dag eru tólf dögum fyrr á ferðinni en áætlað var. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tvö hundruð manns. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist frá klukkan ellefu til miðnættis en gestir mega sitja inni til klukkan eitt. Grímuskylda verður áfram þar sem ekki er hægt að viðhalda nándarreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að hægt verði að afnema allar sóttvarnaaðgerðir fyrir mánaðamót.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um fjöldatakmarkanir í skólum verði afnumin. „Þannig að grunn- og framhaldsskólanemar fá félagslífið sitt allt til baka. En við höldum okkur við einangrunina,“ segir Willum Þór. Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Selja má veitingar í hléi án takmarkana. Þá er fallið frá kröfu um sóttkví þannig að 9.800 manns losnuðu úr sóttkví strax í dag. Þannig að fólk þarf alls ekki að fara í sóttkví þótt það sé nálægt smituðum einstaklingum? Nei bara hafa gát. Fara varlega og ef fólk upplifir eða fær einkenni fara þá í próf. Annars ekki, bara fara varlega,” segir heilbrigðisráðherra. Ragnar Visage Farið sé að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um afnám aðgerða í skrefum. Staðan væri enn viðkvæm á Landspítalanum, öðrum heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum þar sem starfsfólk, sjúklingar og heimilisfólk væri enn að smitast. Þess vegna væri skerfið til afnáms allra samkomutakmarkana ekki tekið að fullu strax. “Ef ekkert óvænt gerist getum við aflétt öllu í lok mánaðar,” segir Willum Þór. Þessar tilslakanir eru að sjálfsögðu mikið gleðiefni fyrir alla landsmenn svo lengi sem faraldurinn sækir ekki aftur í sig veðrið. Ferðaþjónustan þrýstir aftur á móti líka á tilslakanir á landamærunum eins og kröfunni um framvísun PCR vottorðs. Heilbrigðisráðherra segir að von sé á tillögum í þeim efnum frá landamærahópnum von bráðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25 Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. 17. janúar 2022 10:43 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Breytingarnar sem kynntar voru í dag eru tólf dögum fyrr á ferðinni en áætlað var. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tvö hundruð manns. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist frá klukkan ellefu til miðnættis en gestir mega sitja inni til klukkan eitt. Grímuskylda verður áfram þar sem ekki er hægt að viðhalda nándarreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að hægt verði að afnema allar sóttvarnaaðgerðir fyrir mánaðamót.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um fjöldatakmarkanir í skólum verði afnumin. „Þannig að grunn- og framhaldsskólanemar fá félagslífið sitt allt til baka. En við höldum okkur við einangrunina,“ segir Willum Þór. Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Selja má veitingar í hléi án takmarkana. Þá er fallið frá kröfu um sóttkví þannig að 9.800 manns losnuðu úr sóttkví strax í dag. Þannig að fólk þarf alls ekki að fara í sóttkví þótt það sé nálægt smituðum einstaklingum? Nei bara hafa gát. Fara varlega og ef fólk upplifir eða fær einkenni fara þá í próf. Annars ekki, bara fara varlega,” segir heilbrigðisráðherra. Ragnar Visage Farið sé að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um afnám aðgerða í skrefum. Staðan væri enn viðkvæm á Landspítalanum, öðrum heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum þar sem starfsfólk, sjúklingar og heimilisfólk væri enn að smitast. Þess vegna væri skerfið til afnáms allra samkomutakmarkana ekki tekið að fullu strax. “Ef ekkert óvænt gerist getum við aflétt öllu í lok mánaðar,” segir Willum Þór. Þessar tilslakanir eru að sjálfsögðu mikið gleðiefni fyrir alla landsmenn svo lengi sem faraldurinn sækir ekki aftur í sig veðrið. Ferðaþjónustan þrýstir aftur á móti líka á tilslakanir á landamærunum eins og kröfunni um framvísun PCR vottorðs. Heilbrigðisráðherra segir að von sé á tillögum í þeim efnum frá landamærahópnum von bráðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25 Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. 17. janúar 2022 10:43 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48
Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25
Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. 17. janúar 2022 10:43