Reykjavíkurborg styrkir Hringiðu um rúmar tíu milljónir Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2022 15:47 Gömlu samherjarnir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Soffía undirrita samning borgarinnar og Icelandic Startups þar sem Kristín Soffía er nú framkvæmdastjóri. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups undirrituðu í morgun samstarfssamning sem miðar að því að efla frumkvöðlastarfsemi sem byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Þetta segir í sérstakri í tilkynningu frá Bjarna Brynjólfssyni upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar en hæg eru heimatökin því Kristín Soffía er fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar en hætti í fyrra til að hefja störf hjá Icelandic Startups. Í tilkynningunni kemur fram að borgin skuldbindi sig til að greiða 10 milljónir vegna framkvæmdar á hinum svokallaða viðskiptahraðli eða Hringiðu og svo 2.5 milljónir króna vegna Gulleggsins sem er elsta og stærsta frumkvöðlakeppni landsins. „Markmið samningsins er að efla frumkvöðlastarfsemi og veita Reykjavíkurborg tækifæri til að hafa áhrif á stefnu stuðningsverkefna við nýsköpun m.a. með það fyrir augum að hvetja til nýrra lausna á áskorunum sem borgin stendur frammi fyrir.“ Í tilkynningunni er vitnað í Kristín Soffía sem segir mikla grósku í nýsköpun á Íslandi: ,,Heildarfjármögnun Icelandic Startups nam í fyrra um 140 milljónum króna en á sama tíma hafa þau fyrirtæki sem tóku þátt í okkar verkefnum safnað yfir 600 milljónum í fjármögnun. Það þýðir að hver króna skilar sér fjórfalt til baka. Auk þess vinna fjölmörg þessara fyrirtækja að lausnum á aðsteðjandi loftlagsvanda og má þar nefna IceWind, Hemp Pack og SoGreen sem dæmi svo ávinningur er mikill.“ Samningurinn mun vera til tveggja ára og var undirritaður í kaffihléi á fundi Reykjavíkurborgar um Græna planið og grænar fjárfestingar sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Reykjavík Borgarstjórn Nýsköpun Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Þetta segir í sérstakri í tilkynningu frá Bjarna Brynjólfssyni upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar en hæg eru heimatökin því Kristín Soffía er fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar en hætti í fyrra til að hefja störf hjá Icelandic Startups. Í tilkynningunni kemur fram að borgin skuldbindi sig til að greiða 10 milljónir vegna framkvæmdar á hinum svokallaða viðskiptahraðli eða Hringiðu og svo 2.5 milljónir króna vegna Gulleggsins sem er elsta og stærsta frumkvöðlakeppni landsins. „Markmið samningsins er að efla frumkvöðlastarfsemi og veita Reykjavíkurborg tækifæri til að hafa áhrif á stefnu stuðningsverkefna við nýsköpun m.a. með það fyrir augum að hvetja til nýrra lausna á áskorunum sem borgin stendur frammi fyrir.“ Í tilkynningunni er vitnað í Kristín Soffía sem segir mikla grósku í nýsköpun á Íslandi: ,,Heildarfjármögnun Icelandic Startups nam í fyrra um 140 milljónum króna en á sama tíma hafa þau fyrirtæki sem tóku þátt í okkar verkefnum safnað yfir 600 milljónum í fjármögnun. Það þýðir að hver króna skilar sér fjórfalt til baka. Auk þess vinna fjölmörg þessara fyrirtækja að lausnum á aðsteðjandi loftlagsvanda og má þar nefna IceWind, Hemp Pack og SoGreen sem dæmi svo ávinningur er mikill.“ Samningurinn mun vera til tveggja ára og var undirritaður í kaffihléi á fundi Reykjavíkurborgar um Græna planið og grænar fjárfestingar sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun.
Reykjavík Borgarstjórn Nýsköpun Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira