Innlent

Leiklist nýtt til efla börnin

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Börnin á leikskólanum Laufskálum í Grafarvogi hafa notið þess að taka þátt í verkefninu.
Börnin á leikskólanum Laufskálum í Grafarvogi hafa notið þess að taka þátt í verkefninu. Vísir/Sigurjón

Leiklist leikur stórt hlutverk í leikskólanum Laufskála þar sem börnin stíga reglulega á svið. Um sérstakt verkefni er að ræða sem vakið hefur athygli.

Verkefnið hefur verið í þróun um nokkurra ára skeið en í raun er um sérstakan leiklistarskóla að ræða innan leikskólans.

„Þau koma upp á svið og kynna sig og eru að svona æfa sig í að koma fram fyrir hóp eða einstaklinga með sig og sín málefni. Sjálfsmatið ætti að verða dálítið gott eftir þetta,“ segir Hildur Jónsdóttir leikskólastjóri í Laufskálum.

Hildur Jónsdóttir leikskólastjóri í Laufskálum segir mikla ánægju með verkefnið.Vísir/Sigurjón

Leiklistarverkefnið var eitt þeirra sem veitt var hvatningarverðlaun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í vikunni fyrir framúrskarandi fagstarf með börnum. Hildur segir árangurinn af verkefninu hafa verið góðan.

„Við viljum náttúrulega að þau hafi rödd og það er það sem er aðalmarkmiðið okkar að þau geti komið fram með sig og sín málefni og við gerum það bara í gegnum leiklistina og það er frábær leið og við sjáum alveg mun á krökkum sem að koma til okkar að þau eru að eflast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×