Þremur náð á land og leit stendur yfir að þeim fjórða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2022 14:37 Frá aðgerðum í Þingvallavatni þar sem unnið er að því að ná þeim látnu upp úr vatninu. Vísir/Vilhelm Smákafbátur hefur verið notaður við Þingvallavatn í dag til að sækja hina látna á botn vatnsins. Smákafbáturinn var notaður vegna þess að aðstæður voru metnar verulega hættulegar fyrir kafara. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sagði í viðtali við fréttastofu á fimmta tímnum að verkefnið gengi vel og vonir stæðu til að búið væri að ná öllum fjórum úr vatninu um kvöldmatarleytið. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Odd á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náðu kafarar upp þriðja líkinu um fimmleytið. Tafir urðu á aðgerðum í morgun þar sem Þingvallavatn var ísilagt. Um tíma þótti ólíklegt að kafað yrði eftir fjórmenningunum sem voru í flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni fimmtudaginn 5. febrúar. Nítján stiga frost var á svæðinu snemma í morgun, hreyfði varla vind og eins sentímetra lag af ís yfir þeim hluta vatnsins þar sem kafa á. Til stóð að kafarar frá Landhelgisgæslunni, slökkviliðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra myndu kafa eftir líkunum sem voru á um 35 metra dýpi. Eftir samráðsfund björgunaraðila þar sem farið var yfir aðstæður kom í ljós að aðstæður til köfunar voru verulega hættulegar vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi var kannað hvort hægt væri að beita öðrum aðferðum en áður höfðu verið planaðar. Fenginn var smákafbátur með myndvélabúnaði og griparm sem stýrt er frá pramma á yfirborði vatnsins. Smákafbáturinn sótti hina látnu niður á botn og færði upp undur yfirborð. Þar sem kafarar tóku við og komu um borð í báta sem fluttu þá í land. Á þessari stundu hefur þremur verið bjargað á land og stendur yfir leit af þeim fjórða. Að neðan má sjá myndir frá svæðinu í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 17.44 með tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Eins og sjá má er Þingvallavatn ísilagt.vísir/Vilhelm Björgunaraðilar á bát á vatninu um fjögurleytið í dag.vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi á fjórða tímanum í dag.vísir/Vilhelm Frá aðgerðarsvæðinu í morgun.Vísir/Egill Gulu tjöldin sem komið hefur verið upp þar sem kafararnir geta haldið á sér hita.Vísir/Egill Bílum lagt á svæðinu við Þingvallavatn í morgun.Vísir/Egill Fjölmiðlar mega ekki koma nær svæðinu en þar sem þessi fréttamaður stendur.vísir/Egill Notkun dróna á svæðinu er með öllu óheimil.Vísir/Egill Bátur farin út á vatnið.Vísir/egill Það snjóaði á svæðinu um hádegisbil.Vísir/egill Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50 Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. 10. febrúar 2022 10:48 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sagði í viðtali við fréttastofu á fimmta tímnum að verkefnið gengi vel og vonir stæðu til að búið væri að ná öllum fjórum úr vatninu um kvöldmatarleytið. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Odd á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náðu kafarar upp þriðja líkinu um fimmleytið. Tafir urðu á aðgerðum í morgun þar sem Þingvallavatn var ísilagt. Um tíma þótti ólíklegt að kafað yrði eftir fjórmenningunum sem voru í flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni fimmtudaginn 5. febrúar. Nítján stiga frost var á svæðinu snemma í morgun, hreyfði varla vind og eins sentímetra lag af ís yfir þeim hluta vatnsins þar sem kafa á. Til stóð að kafarar frá Landhelgisgæslunni, slökkviliðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra myndu kafa eftir líkunum sem voru á um 35 metra dýpi. Eftir samráðsfund björgunaraðila þar sem farið var yfir aðstæður kom í ljós að aðstæður til köfunar voru verulega hættulegar vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi var kannað hvort hægt væri að beita öðrum aðferðum en áður höfðu verið planaðar. Fenginn var smákafbátur með myndvélabúnaði og griparm sem stýrt er frá pramma á yfirborði vatnsins. Smákafbáturinn sótti hina látnu niður á botn og færði upp undur yfirborð. Þar sem kafarar tóku við og komu um borð í báta sem fluttu þá í land. Á þessari stundu hefur þremur verið bjargað á land og stendur yfir leit af þeim fjórða. Að neðan má sjá myndir frá svæðinu í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 17.44 með tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Eins og sjá má er Þingvallavatn ísilagt.vísir/Vilhelm Björgunaraðilar á bát á vatninu um fjögurleytið í dag.vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi á fjórða tímanum í dag.vísir/Vilhelm Frá aðgerðarsvæðinu í morgun.Vísir/Egill Gulu tjöldin sem komið hefur verið upp þar sem kafararnir geta haldið á sér hita.Vísir/Egill Bílum lagt á svæðinu við Þingvallavatn í morgun.Vísir/Egill Fjölmiðlar mega ekki koma nær svæðinu en þar sem þessi fréttamaður stendur.vísir/Egill Notkun dróna á svæðinu er með öllu óheimil.Vísir/Egill Bátur farin út á vatnið.Vísir/egill Það snjóaði á svæðinu um hádegisbil.Vísir/egill
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50 Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. 10. febrúar 2022 10:48 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50
Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. 10. febrúar 2022 10:48