Óvenjulega gæfur hrafn gefur frá sér einkennileg ástarhljóð Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. febrúar 2022 21:00 Hrafninn var á vappi í Lágmúlanum í dag þegar við rákumst á hann. vísir/sigurjón Varpstofn hrafna í Reykjavík hefur stækkað töluvert á síðustu árum. Fuglarnir para sig á þessum árstíma og eru því mjög áberandi í borginni. Við hittum ungan hrafn í leit að ást en hann fann í staðinn góðan vin í fréttamanni okkar. Hrafninn hittum við óvænt í Lágmúlanum í dag þar sem fréttastofa var stödd í öðrum erindagjörðum. Hann var með eindæmum gæfur eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Hann vakti mikla lukku meðal vegfarenda á svæðinu. Ungir hrafnar eru óttalegir kjánar Við leituðum til sérfræðings til að ræða hrafnalífið í borginni eftir kynni okkar af hrafninum í Lágmúla. En eru hrafnar orðnir gæfari í dag en áður? „Fyrst og fremst meta þeir svona bara hvar er hætta á ferð. Hérna innan borgarinnar eru þeir nú varla ofsóttir og þeir geta verið mjög spakir og sérstaklega ef einhvers ætis er von. En svo geta sumir hrafnar verið miklu styggari,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Kristinn segir hrafnana einhverja gáfuðustu fugla sem fyrirfinnast.vísir/sindri Og þarna getur aldur fuglanna spilað inn í. „Ungir hrafnar eru til dæmis eru fyrstu mánuðina bara asnar og miklir kjánar en þeir læra nú fljótt á lífið,“ segir Kristinn Haukur. Þannig ég hef líklega hitt einn svona kjána eða hvað? „Já, væntanlega,“ segir Kristinn Haukur og hlær við. Hrafninn vakti mikla lukku vegfarenda. Á tímabili var nokkur hópur búinn að safnast að honum en hér sést ferðamaður mynda hann.vísir/sigurjón Koma í bæinn á veturna Hann segir hrafnana einstaklega skemmtileg dýr og taldir meðal þeirra gáfuðustu ásamt páfagaukum og krákum. Varpstofn hrafna í borginni hefur stækkað samhliða fjölgun trjáa og núverpa hér tugir para. Á veturna sækja hrafnar úr nágrannasveitarfélögum hins vegar í borgina í leit að æti og til að para sig. Þeir geta verið í hundraðatali í Reykjavík á veturna. Hrafninn ungi. Sá gaf frá sér einkennileg hljóð eða að minnsta kosti ekki það hefðbundna krunk sem flestir tengja við hrafna.vísir/sigurjón Ekkert venjulegt krunk En hljóðin í hrafninum sem við hittum í dag vöktu mikla athygli okkar og vegfarenda. Það var ekki það venjulega krunk sem flestir tengja við hrafninn. Við spurðum Kristinn út í það: „Hrafnarnir gefa frá sér mjög merkileg og margvísleg hljóð. Þeir eru að parast á veturna. Þeir parast í þessum geldhrafnaflokkum þannig sumt af þessum hljóðum eru kannski ástarkvak,“ segir hann og líkir eftir einu af hljóðum hrafnsins, líklega því sem við heyrðum í dag. Við bendum lesendum enn og aftur á myndbandið sem hér fylgir fréttinni, sem sýnt var í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Hvort ástarkvak hrafnsins hafi beinst að frétta- og tökumanni verður ekki fullyrt um hér en eitt er víst að hann vitrist að minnsta kosti ansi hrifinn af okkur. Dýr Fuglar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Hrafninn hittum við óvænt í Lágmúlanum í dag þar sem fréttastofa var stödd í öðrum erindagjörðum. Hann var með eindæmum gæfur eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Hann vakti mikla lukku meðal vegfarenda á svæðinu. Ungir hrafnar eru óttalegir kjánar Við leituðum til sérfræðings til að ræða hrafnalífið í borginni eftir kynni okkar af hrafninum í Lágmúla. En eru hrafnar orðnir gæfari í dag en áður? „Fyrst og fremst meta þeir svona bara hvar er hætta á ferð. Hérna innan borgarinnar eru þeir nú varla ofsóttir og þeir geta verið mjög spakir og sérstaklega ef einhvers ætis er von. En svo geta sumir hrafnar verið miklu styggari,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Kristinn segir hrafnana einhverja gáfuðustu fugla sem fyrirfinnast.vísir/sindri Og þarna getur aldur fuglanna spilað inn í. „Ungir hrafnar eru til dæmis eru fyrstu mánuðina bara asnar og miklir kjánar en þeir læra nú fljótt á lífið,“ segir Kristinn Haukur. Þannig ég hef líklega hitt einn svona kjána eða hvað? „Já, væntanlega,“ segir Kristinn Haukur og hlær við. Hrafninn vakti mikla lukku vegfarenda. Á tímabili var nokkur hópur búinn að safnast að honum en hér sést ferðamaður mynda hann.vísir/sigurjón Koma í bæinn á veturna Hann segir hrafnana einstaklega skemmtileg dýr og taldir meðal þeirra gáfuðustu ásamt páfagaukum og krákum. Varpstofn hrafna í borginni hefur stækkað samhliða fjölgun trjáa og núverpa hér tugir para. Á veturna sækja hrafnar úr nágrannasveitarfélögum hins vegar í borgina í leit að æti og til að para sig. Þeir geta verið í hundraðatali í Reykjavík á veturna. Hrafninn ungi. Sá gaf frá sér einkennileg hljóð eða að minnsta kosti ekki það hefðbundna krunk sem flestir tengja við hrafna.vísir/sigurjón Ekkert venjulegt krunk En hljóðin í hrafninum sem við hittum í dag vöktu mikla athygli okkar og vegfarenda. Það var ekki það venjulega krunk sem flestir tengja við hrafninn. Við spurðum Kristinn út í það: „Hrafnarnir gefa frá sér mjög merkileg og margvísleg hljóð. Þeir eru að parast á veturna. Þeir parast í þessum geldhrafnaflokkum þannig sumt af þessum hljóðum eru kannski ástarkvak,“ segir hann og líkir eftir einu af hljóðum hrafnsins, líklega því sem við heyrðum í dag. Við bendum lesendum enn og aftur á myndbandið sem hér fylgir fréttinni, sem sýnt var í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Hvort ástarkvak hrafnsins hafi beinst að frétta- og tökumanni verður ekki fullyrt um hér en eitt er víst að hann vitrist að minnsta kosti ansi hrifinn af okkur.
Dýr Fuglar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði