Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2022 19:21 Seðlabankastjóri segir aðgerðir Seðlabankans hafa varið aukin kaupmátt heimilanna í covid faraldrinum. Nú þegar faraldrinum sé að ljúka, störfum fjölgi og verðbólga fari vaxandi þurfi heimilin að draga úr neyslu sinni. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína í 2,75 prósent í morgun. Þeir eru þá komnir á sama stað og þeir voru rétt áður en kórónuveirufaraldurinn skall á og verða enn að teljast lágir í sögulegu samhengi. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun árs 2020 greip Seðlabankinn til vaxtalækkana og héldust vextir í sögulegu lágmarki langt fram á síðasta ár. Verðbólga hefur síðan aukist og Seðlabankinn brugðist við með vaxtahækkunum sem ekki sér fyrir endann á. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Vextir lækkuðu hratt frá febrúar 2020 fram í maí 2021 þegar Seðlabankinn hóf aftur að hækka meginvexti sína vegna aukinnar verðbólgu. Verðbólga mældist 5,7 prósent í síðasta mánuði og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vextir kunni að hækka enn frekar gefi verðbólgan ekki eftir. Ásgeir Jónsson segir ríkisfjármálin og kjarasamninga í haust ráða mestu um þróun verðbólgu innanlands næstu misserin. Gera ætti kjarasamninga sem stuðluðu að verðstöðugleika.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt.“ Verðbólgan sé aðallega drifin áfram af hækkun húsnæðisverðs og hækkun olíu- og hrávöruverðs í útlöndum. Vonir standi til að þessar hækkanir fari að ná hámarki sínu og ganga hægt til baka. Seðlabankinn gerir þó ekki ráð fyrir að verðbólgan verði komin nálægt 2,5 prósenta markmiði bankans fyrr en í ársbyrjun 2025. „Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Með aðgerðum Seðlabankans hafi tekist að verja gengi krónunnar og aukinn kaupmátt heimilanna í faraldrinum. Nú þurfi heimilin hins vegar að draga úr neyslu sinni. „Það var markmið okkar að hvetja áfram einkaneyslu á þeim tíma þegar hagkerfið lá niðri. Núna þurfum við að fara að takmarka einkaneyslu og hægja á heimilunum,“ segir seðlabankastjóri. Laun hafi hækkað meira en verðbólga undanfarið ár. Hugmyndir um að bæta heimilunum hækkun vaxta með framlögum úr ríkissjóði dragi ekki úr verðbólgu. „Það vinnur gegn okkur og vinnur gegn því sem við erum að gera. Sérstaklega í ljósi þess sem ég sagði áðan. Heimilin hafa aldrei staðið sterkara en einmitt núna. Hvað varðar laun og kaupmátt, hvað varðar eigiðfé. Við erum líka í uppsveiflu núna þar sem störfum er að fjölga. Þannig að það er ansi mikið að vinna með heimilunum þótt verðbólga sé aðeins að hækka,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05 Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína í 2,75 prósent í morgun. Þeir eru þá komnir á sama stað og þeir voru rétt áður en kórónuveirufaraldurinn skall á og verða enn að teljast lágir í sögulegu samhengi. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun árs 2020 greip Seðlabankinn til vaxtalækkana og héldust vextir í sögulegu lágmarki langt fram á síðasta ár. Verðbólga hefur síðan aukist og Seðlabankinn brugðist við með vaxtahækkunum sem ekki sér fyrir endann á. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Vextir lækkuðu hratt frá febrúar 2020 fram í maí 2021 þegar Seðlabankinn hóf aftur að hækka meginvexti sína vegna aukinnar verðbólgu. Verðbólga mældist 5,7 prósent í síðasta mánuði og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vextir kunni að hækka enn frekar gefi verðbólgan ekki eftir. Ásgeir Jónsson segir ríkisfjármálin og kjarasamninga í haust ráða mestu um þróun verðbólgu innanlands næstu misserin. Gera ætti kjarasamninga sem stuðluðu að verðstöðugleika.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt.“ Verðbólgan sé aðallega drifin áfram af hækkun húsnæðisverðs og hækkun olíu- og hrávöruverðs í útlöndum. Vonir standi til að þessar hækkanir fari að ná hámarki sínu og ganga hægt til baka. Seðlabankinn gerir þó ekki ráð fyrir að verðbólgan verði komin nálægt 2,5 prósenta markmiði bankans fyrr en í ársbyrjun 2025. „Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Með aðgerðum Seðlabankans hafi tekist að verja gengi krónunnar og aukinn kaupmátt heimilanna í faraldrinum. Nú þurfi heimilin hins vegar að draga úr neyslu sinni. „Það var markmið okkar að hvetja áfram einkaneyslu á þeim tíma þegar hagkerfið lá niðri. Núna þurfum við að fara að takmarka einkaneyslu og hægja á heimilunum,“ segir seðlabankastjóri. Laun hafi hækkað meira en verðbólga undanfarið ár. Hugmyndir um að bæta heimilunum hækkun vaxta með framlögum úr ríkissjóði dragi ekki úr verðbólgu. „Það vinnur gegn okkur og vinnur gegn því sem við erum að gera. Sérstaklega í ljósi þess sem ég sagði áðan. Heimilin hafa aldrei staðið sterkara en einmitt núna. Hvað varðar laun og kaupmátt, hvað varðar eigiðfé. Við erum líka í uppsveiflu núna þar sem störfum er að fjölga. Þannig að það er ansi mikið að vinna með heimilunum þótt verðbólga sé aðeins að hækka,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05 Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05
Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18