Þvertekur fyrir að nokkuð hafi gerst milli bréfasendinganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 12:42 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áttu í bréfaskriftum í desember og janúar, sem Katrín svaraði fyrir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að afstaða hennar í máli Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar hafi breyst milli tveggja bréfa sem hún sendi forstjóranum Kára Stefánssyni. Þá telur hún ekki óeðlilegt að hún hafi tjáð sig um úrskurð Persónunefndar með þeim hætti sem hún gerði. Katrín sat fyrir svörum um bréfaskipti sín og Kára í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Kári birti fyrsta bréfið í desember, þar sem hann óskaði eftir því að ríkisstjórnin lýsti vanþóknun sinni á úrskurði Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að persónuverndarlög hefðu ekki verið uppfyllt þegar erfðagreining aðstoðaði stjórnvöld vegna Covid. Katrín sagðist í svarbréfi vona að ákvörðun Persónuverndar myndi ekki spilla því góða samstarfi sem stjórnvöld og Erfðagreining hefðu átt. Kári svaraði og var ósáttur - sagði að án stuðnings ríkisstjórnarinnar gæti Erfðagreining ekki haldið áfram greiningu sýna og raðgreiningu. Katrín sagði svo í öðru svarbréfi sínu að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. „Hann kallar eftir minni skoðun“ Bæði Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingmanni Pírata og Sigmari Guðmundssyni þingmanni Viðreisnar þóttu svör Katrínar til marks um ákveðna stefnubreytingu af hennar hálfu - en því hafnaði hún. „Þannig að það hefur ekkert gerst á milli bréfanna. Það sem gerist er að hann kallar eftir minni skoðun sem stjórnmálamanns á þessum úrskurði. Og þá kem ég kannski að hinu sem þingmaður spyr um, því ég get ekki fallist á að nokkur stefnuyfirlýsing hafi átt sér stað þegar nánast er verið að endurtaka efnisatriði í síðara bréfinu frá fyrra bréfinu. En það er kallað eftir minni afstöðu. Og já, úrskurðurinn kom mér á óvart. Hefur það áhrif á störf Persónuverndar? Nei,“ sagði katrín. Með því að segja úrskurð Persónuverndar hafa komið sér á óvart hafi hún ekki verið að reyna að hafa áhrif á sjálfstæð stjórnvöld. „Ástæða þess að ég lýsi því að þetta hafi komið mér á óvart er að rannsóknin er unnin við þessar afar sérstöku aðstæður þar sem við erum stödd í raun og veru í ákveðnu neyðarástandi í samfélaginu að afla gagna um veiru sem hefur síðan tekið í raun og veru allt samfélagið úr sambandi og skiptir gríðarlegu máli um að við værum að afla sem mestra upplýsinga um sem hraðast.“ Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Persónuvernd Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Katrín sat fyrir svörum um bréfaskipti sín og Kára í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Kári birti fyrsta bréfið í desember, þar sem hann óskaði eftir því að ríkisstjórnin lýsti vanþóknun sinni á úrskurði Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að persónuverndarlög hefðu ekki verið uppfyllt þegar erfðagreining aðstoðaði stjórnvöld vegna Covid. Katrín sagðist í svarbréfi vona að ákvörðun Persónuverndar myndi ekki spilla því góða samstarfi sem stjórnvöld og Erfðagreining hefðu átt. Kári svaraði og var ósáttur - sagði að án stuðnings ríkisstjórnarinnar gæti Erfðagreining ekki haldið áfram greiningu sýna og raðgreiningu. Katrín sagði svo í öðru svarbréfi sínu að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. „Hann kallar eftir minni skoðun“ Bæði Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingmanni Pírata og Sigmari Guðmundssyni þingmanni Viðreisnar þóttu svör Katrínar til marks um ákveðna stefnubreytingu af hennar hálfu - en því hafnaði hún. „Þannig að það hefur ekkert gerst á milli bréfanna. Það sem gerist er að hann kallar eftir minni skoðun sem stjórnmálamanns á þessum úrskurði. Og þá kem ég kannski að hinu sem þingmaður spyr um, því ég get ekki fallist á að nokkur stefnuyfirlýsing hafi átt sér stað þegar nánast er verið að endurtaka efnisatriði í síðara bréfinu frá fyrra bréfinu. En það er kallað eftir minni afstöðu. Og já, úrskurðurinn kom mér á óvart. Hefur það áhrif á störf Persónuverndar? Nei,“ sagði katrín. Með því að segja úrskurð Persónuverndar hafa komið sér á óvart hafi hún ekki verið að reyna að hafa áhrif á sjálfstæð stjórnvöld. „Ástæða þess að ég lýsi því að þetta hafi komið mér á óvart er að rannsóknin er unnin við þessar afar sérstöku aðstæður þar sem við erum stödd í raun og veru í ákveðnu neyðarástandi í samfélaginu að afla gagna um veiru sem hefur síðan tekið í raun og veru allt samfélagið úr sambandi og skiptir gríðarlegu máli um að við værum að afla sem mestra upplýsinga um sem hraðast.“
Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Persónuvernd Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira