Þvertekur fyrir að nokkuð hafi gerst milli bréfasendinganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 12:42 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áttu í bréfaskriftum í desember og janúar, sem Katrín svaraði fyrir á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að afstaða hennar í máli Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar hafi breyst milli tveggja bréfa sem hún sendi forstjóranum Kára Stefánssyni. Þá telur hún ekki óeðlilegt að hún hafi tjáð sig um úrskurð Persónunefndar með þeim hætti sem hún gerði. Katrín sat fyrir svörum um bréfaskipti sín og Kára í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Kári birti fyrsta bréfið í desember, þar sem hann óskaði eftir því að ríkisstjórnin lýsti vanþóknun sinni á úrskurði Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að persónuverndarlög hefðu ekki verið uppfyllt þegar erfðagreining aðstoðaði stjórnvöld vegna Covid. Katrín sagðist í svarbréfi vona að ákvörðun Persónuverndar myndi ekki spilla því góða samstarfi sem stjórnvöld og Erfðagreining hefðu átt. Kári svaraði og var ósáttur - sagði að án stuðnings ríkisstjórnarinnar gæti Erfðagreining ekki haldið áfram greiningu sýna og raðgreiningu. Katrín sagði svo í öðru svarbréfi sínu að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. „Hann kallar eftir minni skoðun“ Bæði Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingmanni Pírata og Sigmari Guðmundssyni þingmanni Viðreisnar þóttu svör Katrínar til marks um ákveðna stefnubreytingu af hennar hálfu - en því hafnaði hún. „Þannig að það hefur ekkert gerst á milli bréfanna. Það sem gerist er að hann kallar eftir minni skoðun sem stjórnmálamanns á þessum úrskurði. Og þá kem ég kannski að hinu sem þingmaður spyr um, því ég get ekki fallist á að nokkur stefnuyfirlýsing hafi átt sér stað þegar nánast er verið að endurtaka efnisatriði í síðara bréfinu frá fyrra bréfinu. En það er kallað eftir minni afstöðu. Og já, úrskurðurinn kom mér á óvart. Hefur það áhrif á störf Persónuverndar? Nei,“ sagði katrín. Með því að segja úrskurð Persónuverndar hafa komið sér á óvart hafi hún ekki verið að reyna að hafa áhrif á sjálfstæð stjórnvöld. „Ástæða þess að ég lýsi því að þetta hafi komið mér á óvart er að rannsóknin er unnin við þessar afar sérstöku aðstæður þar sem við erum stödd í raun og veru í ákveðnu neyðarástandi í samfélaginu að afla gagna um veiru sem hefur síðan tekið í raun og veru allt samfélagið úr sambandi og skiptir gríðarlegu máli um að við værum að afla sem mestra upplýsinga um sem hraðast.“ Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Persónuvernd Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Katrín sat fyrir svörum um bréfaskipti sín og Kára í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Kári birti fyrsta bréfið í desember, þar sem hann óskaði eftir því að ríkisstjórnin lýsti vanþóknun sinni á úrskurði Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að persónuverndarlög hefðu ekki verið uppfyllt þegar erfðagreining aðstoðaði stjórnvöld vegna Covid. Katrín sagðist í svarbréfi vona að ákvörðun Persónuverndar myndi ekki spilla því góða samstarfi sem stjórnvöld og Erfðagreining hefðu átt. Kári svaraði og var ósáttur - sagði að án stuðnings ríkisstjórnarinnar gæti Erfðagreining ekki haldið áfram greiningu sýna og raðgreiningu. Katrín sagði svo í öðru svarbréfi sínu að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. „Hann kallar eftir minni skoðun“ Bæði Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingmanni Pírata og Sigmari Guðmundssyni þingmanni Viðreisnar þóttu svör Katrínar til marks um ákveðna stefnubreytingu af hennar hálfu - en því hafnaði hún. „Þannig að það hefur ekkert gerst á milli bréfanna. Það sem gerist er að hann kallar eftir minni skoðun sem stjórnmálamanns á þessum úrskurði. Og þá kem ég kannski að hinu sem þingmaður spyr um, því ég get ekki fallist á að nokkur stefnuyfirlýsing hafi átt sér stað þegar nánast er verið að endurtaka efnisatriði í síðara bréfinu frá fyrra bréfinu. En það er kallað eftir minni afstöðu. Og já, úrskurðurinn kom mér á óvart. Hefur það áhrif á störf Persónuverndar? Nei,“ sagði katrín. Með því að segja úrskurð Persónuverndar hafa komið sér á óvart hafi hún ekki verið að reyna að hafa áhrif á sjálfstæð stjórnvöld. „Ástæða þess að ég lýsi því að þetta hafi komið mér á óvart er að rannsóknin er unnin við þessar afar sérstöku aðstæður þar sem við erum stödd í raun og veru í ákveðnu neyðarástandi í samfélaginu að afla gagna um veiru sem hefur síðan tekið í raun og veru allt samfélagið úr sambandi og skiptir gríðarlegu máli um að við værum að afla sem mestra upplýsinga um sem hraðast.“
Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Persónuvernd Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira