Súperstjarnan barðist við tárin eftir algjört klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2022 12:30 Starfsmarður bandaríska liðsins reynir að hughreysta Mikaelu Shiffrin eftir að hún hafði klúðrað annarri greininni í röð á Vetrarólympíuleikunum í Peking. AP/Robert F. Bukaty Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin ætlaði sér að vinna fjölmörg gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Peking en hún hefur nú klúðrað algjörlega fyrstu tveimur greinum sínum. Shiffrin féll í fyrri ferðinni í stórsviginu á mánudaginn og í morgun keyrði hún út úr brautinni í sviginu strax í upphafi ferðar sinnar. Shiffrin vann svigið á ÓL í Sochi 2014 og vann stórsvigið á ÓL í Pyeongchang 2018. Hún var þannig úr leik eftir ellefu sekúndur í fyrstu greininni og það tók hana aðeins fimm sekúndur að klúðra sviginu í morgun. A stunner in Beijing.Mikaela Shiffrin skis out of her second-consecutive race.Shiffrin sits disbelieving on the slope after being disqualified from the women's slalom. pic.twitter.com/Mqato4DQhm— The Athletic (@TheAthletic) February 9, 2022 Mikaela Shiffrin barðist líka við tárin í sjónvarpsviðtali NBC eftir enn eitt klúðrið. Hún sagðist hafa runnið til og ekki náð að bjarga sér. „Þetta fær mig til að efast um síðustu fimmtán ár. Allt sem ég hélt að ég viss um mína eigin skíðamennsku, um svigið og um keppnishugarfar mitt,“ sagði Mikaela Shiffrin. „Mér líður eins og ég hafi brugðist öllum. Það var ekkert í spilunum að ég myndi ætla mér of mikið og keyra út úr brautinni á fimmta hliði. Ég hef treyst skíðamennsku minni allan minn feril og það er það eina sem ég get treyst á. Pressan er mikil en mér fannst það ekki vera stærsta vandamál mitt í dag,“ sagði Shiffrin. Það voru samt ekki allir ánægðir með það að hún var ekkert að drífa sig í burtu eftir klúðrið sitt heldur hékk í fýlu við grindverkið sem truflaði örugglega skíðakonurnar sem komu á eftir henni. I feel terrible for Mikaela Shiffrin's disastrous Olympics, but she's sulking on the slope as other athletes have to ski with her as a distraction on the side.At some point she needs to get up - this is just weird. pic.twitter.com/LsdFh6oYay— Josh Jordan (@NumbersMuncher) February 9, 2022 Shiffrin hefur unnið 48 heimsbikarmót í svigi, meira en nokkur annar skíðamaður í einni grein, karla eða kona. Það héldu flestir að þarna væri hennar besti möguleiki á að vinna gull og því algjört klúður að ferð hennar var búin eftir aðeins fimm sekúndum. Shiffrin var andlit leikanna í Bandaríkjunum og það mátti sjá ófáar auglýsingar með henni í aðdraganda þeirra. Þetta er farið að minna svolítið á Simone Biles á Ólympíuleikunum í Tókyó síðasta sumar. A tearful Mikaela Shiffrin questioned whether she could pick herself up and return to competition at the Winter #Olympics after skiing out of the slalom and failing to finish for the second race in a row https://t.co/Xh5IuRxV9E #alpineskiing pic.twitter.com/xeYlCLrOuw— Reuters (@Reuters) February 9, 2022 Bandaríkjamenn bundu gríðarlegar vonir til Biles að hún myndi raða inn gullverðlaunum á leikunum og alveg eins er gullpressan gríðarleg á Shiffrin. Það var ekki af ástæðulausu. Báðar höfðu þær unnið gull á Ólympíuleikunum og auk þess verið yfirburðarmanneskjur á heimsmeistaramótum. Þegar pressan á tímum samfélagsmiðla er orðin svona svakalega virðist hún bera þessar tvær frábæru íþróttakonur ofurliði. Hún á eftir þrjár greinar á leikunum ef hún heldur sig við að keppa á þeim. Sú næsta er risastórsvig á föstudaginn en það er grein sem hún hefur aldrei keppt í á Ólympíuleikum en hún vann hana á HM 2019. Í framhaldinu er síðan keppni í bruni og tvíkeppni. If you don t feel something for Shiffrin here, I cannot relate to you. pic.twitter.com/9QnAxAknIv— Maria Martin (@Ria_Martin) February 9, 2022 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Sjá meira
Shiffrin féll í fyrri ferðinni í stórsviginu á mánudaginn og í morgun keyrði hún út úr brautinni í sviginu strax í upphafi ferðar sinnar. Shiffrin vann svigið á ÓL í Sochi 2014 og vann stórsvigið á ÓL í Pyeongchang 2018. Hún var þannig úr leik eftir ellefu sekúndur í fyrstu greininni og það tók hana aðeins fimm sekúndur að klúðra sviginu í morgun. A stunner in Beijing.Mikaela Shiffrin skis out of her second-consecutive race.Shiffrin sits disbelieving on the slope after being disqualified from the women's slalom. pic.twitter.com/Mqato4DQhm— The Athletic (@TheAthletic) February 9, 2022 Mikaela Shiffrin barðist líka við tárin í sjónvarpsviðtali NBC eftir enn eitt klúðrið. Hún sagðist hafa runnið til og ekki náð að bjarga sér. „Þetta fær mig til að efast um síðustu fimmtán ár. Allt sem ég hélt að ég viss um mína eigin skíðamennsku, um svigið og um keppnishugarfar mitt,“ sagði Mikaela Shiffrin. „Mér líður eins og ég hafi brugðist öllum. Það var ekkert í spilunum að ég myndi ætla mér of mikið og keyra út úr brautinni á fimmta hliði. Ég hef treyst skíðamennsku minni allan minn feril og það er það eina sem ég get treyst á. Pressan er mikil en mér fannst það ekki vera stærsta vandamál mitt í dag,“ sagði Shiffrin. Það voru samt ekki allir ánægðir með það að hún var ekkert að drífa sig í burtu eftir klúðrið sitt heldur hékk í fýlu við grindverkið sem truflaði örugglega skíðakonurnar sem komu á eftir henni. I feel terrible for Mikaela Shiffrin's disastrous Olympics, but she's sulking on the slope as other athletes have to ski with her as a distraction on the side.At some point she needs to get up - this is just weird. pic.twitter.com/LsdFh6oYay— Josh Jordan (@NumbersMuncher) February 9, 2022 Shiffrin hefur unnið 48 heimsbikarmót í svigi, meira en nokkur annar skíðamaður í einni grein, karla eða kona. Það héldu flestir að þarna væri hennar besti möguleiki á að vinna gull og því algjört klúður að ferð hennar var búin eftir aðeins fimm sekúndum. Shiffrin var andlit leikanna í Bandaríkjunum og það mátti sjá ófáar auglýsingar með henni í aðdraganda þeirra. Þetta er farið að minna svolítið á Simone Biles á Ólympíuleikunum í Tókyó síðasta sumar. A tearful Mikaela Shiffrin questioned whether she could pick herself up and return to competition at the Winter #Olympics after skiing out of the slalom and failing to finish for the second race in a row https://t.co/Xh5IuRxV9E #alpineskiing pic.twitter.com/xeYlCLrOuw— Reuters (@Reuters) February 9, 2022 Bandaríkjamenn bundu gríðarlegar vonir til Biles að hún myndi raða inn gullverðlaunum á leikunum og alveg eins er gullpressan gríðarleg á Shiffrin. Það var ekki af ástæðulausu. Báðar höfðu þær unnið gull á Ólympíuleikunum og auk þess verið yfirburðarmanneskjur á heimsmeistaramótum. Þegar pressan á tímum samfélagsmiðla er orðin svona svakalega virðist hún bera þessar tvær frábæru íþróttakonur ofurliði. Hún á eftir þrjár greinar á leikunum ef hún heldur sig við að keppa á þeim. Sú næsta er risastórsvig á föstudaginn en það er grein sem hún hefur aldrei keppt í á Ólympíuleikum en hún vann hana á HM 2019. Í framhaldinu er síðan keppni í bruni og tvíkeppni. If you don t feel something for Shiffrin here, I cannot relate to you. pic.twitter.com/9QnAxAknIv— Maria Martin (@Ria_Martin) February 9, 2022
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Sjá meira