Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska varnarmálaráðuneytinu. Aðgerðirnir snúa meðal annars að því að viðbúnaður þeirra dönsku herfylkja, sem eru á skrá og heyra undir viðbúnaði hjá NATO, verði aukinn.
Þá er opnað á að herinn sendi tvær F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms þyki þörf á. Slíkt hafi áður verið gert þegar rússneski flugherinn hefur flogið vélum sínum nærri dönsku loftrými.
Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að Rússar ætli sér að ráðast inn í Úkraínu, þó að Rússar hafni því að slíkt standi til. Vesturveldin hafa á síðustu vikum hafnað kröfum Rússa í deilunni, meðal annars um að Úkraína verði aldrei veitt aðild að NATO.