Garðabær; blandað búsetuform vaxandi miðbær og sveit í borg Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 10:31 Í Garðabæ er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ. Bjóða áfram blandað búsetuform og öflugar tengingar við hverfi og náttúru. Hér má t.d. horfa til Álftaness sem varðveitir sveit í borg og Urriðaholts sem þarf að tengja betur með öruggum stígum. Garðatorg Miðbær Garðabæjar er orðinn mjög eftirsóknarverður fyrir fólk og fyrirtæki. Nú er komið að því að horfa á miðbæinn í heild sinni og skapar aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju og afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Mannvænt skipulag og val um búsetuform Skipulagsmál og mannvirki eru fyrir fólk og eiga því að taka mið af þörfum okkar, umhverfis- og náttúruvernd. Með nýjum hverfum eflum við blandað búsetuform, fjölbreytt hverfi þar sem fólk vill lifa, leika og starfa. Sum hverfi einkennast af þéttleika og nálægð við almenningssamgöngur, önnur eru lágreistari og dreifðari í snertingu við náttúruna. Þetta einkennir bæinn okkar og skapar valfrelsi. Leita þarf leiða til þess að ungt fólk geti keypt sína fyrstu íbúð í Garðabæ og eldra fólk geti búið heima með stuðningi ef það óskar þess. Hvert hverfi í Garðabæ hefur sinn sjarma og sérstöðu. Álftanes er að mínu mati dásamleg sveit í borg og Urriðaholtið er að verða eitt mest spennandi hverfi höfuðborgarsvæðisins. Öll hverfi eiga að búa yfir góðum útisvæðum og skilvirkum tengingum. Samgöngur eiga að vera nútímalegar, svo og ljósastýringar og lýsing. Hafnafjarðarvegur á að fara í stokk og götur bæjarins að þróast í takti við samgönguvenjur og mannlíf. Í Garðabæ á að vera þægilegt að hjóla eða ganga milli svæða og njóta náttúru. Sigríður Hulda bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar. Hún gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Nánari upplýsingar á sigridurhuldajons.is og facebook síðunni Sigríður Hulda 1. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ. Bjóða áfram blandað búsetuform og öflugar tengingar við hverfi og náttúru. Hér má t.d. horfa til Álftaness sem varðveitir sveit í borg og Urriðaholts sem þarf að tengja betur með öruggum stígum. Garðatorg Miðbær Garðabæjar er orðinn mjög eftirsóknarverður fyrir fólk og fyrirtæki. Nú er komið að því að horfa á miðbæinn í heild sinni og skapar aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju og afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Mannvænt skipulag og val um búsetuform Skipulagsmál og mannvirki eru fyrir fólk og eiga því að taka mið af þörfum okkar, umhverfis- og náttúruvernd. Með nýjum hverfum eflum við blandað búsetuform, fjölbreytt hverfi þar sem fólk vill lifa, leika og starfa. Sum hverfi einkennast af þéttleika og nálægð við almenningssamgöngur, önnur eru lágreistari og dreifðari í snertingu við náttúruna. Þetta einkennir bæinn okkar og skapar valfrelsi. Leita þarf leiða til þess að ungt fólk geti keypt sína fyrstu íbúð í Garðabæ og eldra fólk geti búið heima með stuðningi ef það óskar þess. Hvert hverfi í Garðabæ hefur sinn sjarma og sérstöðu. Álftanes er að mínu mati dásamleg sveit í borg og Urriðaholtið er að verða eitt mest spennandi hverfi höfuðborgarsvæðisins. Öll hverfi eiga að búa yfir góðum útisvæðum og skilvirkum tengingum. Samgöngur eiga að vera nútímalegar, svo og ljósastýringar og lýsing. Hafnafjarðarvegur á að fara í stokk og götur bæjarins að þróast í takti við samgönguvenjur og mannlíf. Í Garðabæ á að vera þægilegt að hjóla eða ganga milli svæða og njóta náttúru. Sigríður Hulda bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar. Hún gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Nánari upplýsingar á sigridurhuldajons.is og facebook síðunni Sigríður Hulda 1. sæti.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun