Þurfa tuttugu lasagnediska á dag Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2022 17:01 Íþróttafólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking þarf að fá nóg að borða og til þess er séð í ólympíuþorpinu. Getty/Wang Zhao Íþróttafólkið á Vetrarólympíuleikunum í Peking er ekki bara það besta í heimi í sínum íþróttagreinum. Margt af því getur tekið mun betur til matar síns en meðalmaðurinn. Reuters fjallar um matarþörf keppenda á leikunum og bendir á að rannsóknir sýni að meðalskíðagöngumaður þurfi orku sem samsvari 20 diskum af lasagne á dag, til að ráða sem best við erfiða keppni í fimbulkulda. „Ég fæ mér eitthvað að borða á 15-20 mínútna fresti,“ segir kanadíski skíðagöngumaðurinn Remi Drolet. „Bara til að vera viss um að vöðvarnir séu eins fullir af glýkógeni og mögulegt er. Tíminn er fljótur að hverfa því maður er alltaf að borða,“ sagði Drolet. Flest íþróttafólk á Vetrarólympíuleikum þarf að borða meiri mat en gengur og gerist, og þar á meðal er þýski skíðakappinn Christian Schwaiger sem er afar svekktur yfir veitingunum sem boðið er upp á fyrir keppendur á æfingum og í keppni. „Þetta er engin veitingaþjónusta. Það eru engar heitar máltíðir, bara flögur, hnetur og súkkulaði en ekkert annað. Þarna er pottur brotinn í aðbúnaði fyrir íþróttafólk sem þarf hámarksárangur,“ sagði Schwaiger. Það kennir ýmissa grasa í veitingabásunum á Vetrarólympíuleikunum.Getty/Wang Zhao Sum lið, til að mynda það bandaríska, sýna fyrirhyggju og hafa keppendur nesti með sér þegar þess gæti gerst þörf. Sturla Snær Snorrason og aðrir sem lent hafa í einangrun fá sendan mat á sín herbergi en sumir hafa kvartað yfir að fá ekki nóg. „Hann er mjög stór strákur en er ekki að fá frábæran mat,“ sagði Jukka Jalonen, þjálfari finnska hokkíliðsins um Marko Anttila, leikmann liðsins. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Reuters fjallar um matarþörf keppenda á leikunum og bendir á að rannsóknir sýni að meðalskíðagöngumaður þurfi orku sem samsvari 20 diskum af lasagne á dag, til að ráða sem best við erfiða keppni í fimbulkulda. „Ég fæ mér eitthvað að borða á 15-20 mínútna fresti,“ segir kanadíski skíðagöngumaðurinn Remi Drolet. „Bara til að vera viss um að vöðvarnir séu eins fullir af glýkógeni og mögulegt er. Tíminn er fljótur að hverfa því maður er alltaf að borða,“ sagði Drolet. Flest íþróttafólk á Vetrarólympíuleikum þarf að borða meiri mat en gengur og gerist, og þar á meðal er þýski skíðakappinn Christian Schwaiger sem er afar svekktur yfir veitingunum sem boðið er upp á fyrir keppendur á æfingum og í keppni. „Þetta er engin veitingaþjónusta. Það eru engar heitar máltíðir, bara flögur, hnetur og súkkulaði en ekkert annað. Þarna er pottur brotinn í aðbúnaði fyrir íþróttafólk sem þarf hámarksárangur,“ sagði Schwaiger. Það kennir ýmissa grasa í veitingabásunum á Vetrarólympíuleikunum.Getty/Wang Zhao Sum lið, til að mynda það bandaríska, sýna fyrirhyggju og hafa keppendur nesti með sér þegar þess gæti gerst þörf. Sturla Snær Snorrason og aðrir sem lent hafa í einangrun fá sendan mat á sín herbergi en sumir hafa kvartað yfir að fá ekki nóg. „Hann er mjög stór strákur en er ekki að fá frábæran mat,“ sagði Jukka Jalonen, þjálfari finnska hokkíliðsins um Marko Anttila, leikmann liðsins.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira