Vann Ólympíugull þremur árum eftir að hafa greinst með krabbamein Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 09:31 Max Parrot fagnar sigrinum í brekkufimi á snjóbretti. getty/Clive Rose Kanadamaðurinn Max Parrot var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í brekkufimi á snjóbretti á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Parrot en ekki eru nema þrjú ár síðan hann greindist með krabbamein. Eftir þrjár umferðir í lyfjameðferð greindi hann frá því að hann væri laus við krabbameinið í júlí 2019. 10 months after winning a silver medal at PyeongChang 2018, Max Parrot was diagnosed with Hodgkin's lymphoma.He went through multiple rounds of chemotherapy, but in July 2019 he announced he had beaten cancer. Today he's the Olympic champion in the #Snowboard Slopestyle! pic.twitter.com/wRCGZDUuYH— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 Við tók löng og ströng endurhæfing hjá Parrot og hann uppskar loks laun erfiðisins þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í brekkufimi í dag. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Kanada á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Parrot fékk 90.96 stig í annarri umferð sem dugði honum til sigurs. Su Yiming, sautján ára Kínverji, varð annar og landi Parrots, Mark McMorris, þriðji. „Mér líður stórkostlega. Svo margt hefur gerst á síðustu fjórum árum. Síðast þegar ég var á Vetrarólympíuleikum í Peyongchang [2018] endaði ég í 2. sæti og síðan þurfti ég að glíma við krabbamein. Það var martröð og það er svo erfitt að lýsa því sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Parrot. „Þú hefur ekkert þol, engan kraft og enga vöðva. Að vera kominn aftur, á pall á Ólympíuleikunum en með gullmedalíu um hálsinn, er frábært.“ Parrot var tíundi í undankeppninni en sýndi allar sínar bestu hliðar í úrslitunum. Ólympíumeistarinn Red Gerard var efstur eftir fyrstu umferðina en frábær önnur umferð Parrots kom honum í bílstjórasætið. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Parrot en ekki eru nema þrjú ár síðan hann greindist með krabbamein. Eftir þrjár umferðir í lyfjameðferð greindi hann frá því að hann væri laus við krabbameinið í júlí 2019. 10 months after winning a silver medal at PyeongChang 2018, Max Parrot was diagnosed with Hodgkin's lymphoma.He went through multiple rounds of chemotherapy, but in July 2019 he announced he had beaten cancer. Today he's the Olympic champion in the #Snowboard Slopestyle! pic.twitter.com/wRCGZDUuYH— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 Við tók löng og ströng endurhæfing hjá Parrot og hann uppskar loks laun erfiðisins þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í brekkufimi í dag. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Kanada á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Parrot fékk 90.96 stig í annarri umferð sem dugði honum til sigurs. Su Yiming, sautján ára Kínverji, varð annar og landi Parrots, Mark McMorris, þriðji. „Mér líður stórkostlega. Svo margt hefur gerst á síðustu fjórum árum. Síðast þegar ég var á Vetrarólympíuleikum í Peyongchang [2018] endaði ég í 2. sæti og síðan þurfti ég að glíma við krabbamein. Það var martröð og það er svo erfitt að lýsa því sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Parrot. „Þú hefur ekkert þol, engan kraft og enga vöðva. Að vera kominn aftur, á pall á Ólympíuleikunum en með gullmedalíu um hálsinn, er frábært.“ Parrot var tíundi í undankeppninni en sýndi allar sínar bestu hliðar í úrslitunum. Ólympíumeistarinn Red Gerard var efstur eftir fyrstu umferðina en frábær önnur umferð Parrots kom honum í bílstjórasætið.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti