Það tók framherjann Dušan Vlahović aðeins þrettán mínútur að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Eftir að fá sendingu frá Paulo Dybala þá lyfti Vlahović snyrtilega yfir markvörð Verona og kom Juventus yfir.
Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 Juventus í vil er liðin gengu til búningsherbergja.
Eftir rúman klukkutíma leik átti Álvaro Morata frábæra stungu sendingu inn fyrir vörn Verona á Denis Zakaria sem gat ekki annað en skorað. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur.
Both Denis Zakaria and Dusan Vlahovi score on their official debut with Juventus. Both started, both scored. #Juventus
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 6, 2022
5m plus add-ons for Zakaria
75m plus add-ons for Vlahovi
Transfers impact in Serie A. pic.twitter.com/hR3rmp5jga
Sigurinn lyftir Juventus upp í 4. sæti deildarinnar með 45 stig, átta stigum minna en topplið Inter.