Fjallað um Play erlendis: „Nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 08:01 Good Morning America ræddi við Birgi Jónsson, forstjóra Play. Vísir/Vilhelm „Þetta eru nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um: Breeze, Aha, Avelo, Play. Þau bjóða upp á verð sem láta þig líklega staldra við.“ Svona hefst innslag bandaríska morgunsjónvarpsþáttarins Good Morning America (GMA) um lággjaldaflugfélög sem þátturinn segir bjóða upp á einstaklega lágt verð. Þar var meðal annars fjallað um íslenska flugfélagið Play, og fjallað um verðlagningu félagsins á millilandaflugi. Í innslaginu var rætt við Birgi Jónsson, forstjóra Play, um félagið. „Þetta er eins og með allt í lífinu. Þú gengur inn á veitingastað og borgar fyrir það sem þú fékkst þér og það sem þú vildi fá. Það er eins með flugfélög. Ef þú ferðast eingöngu með handfarangur, eða eina tösku, þá borgarðu minna,“ sagði Birgir, sem ræddi við þáttinní gegnum fjarfundabúnað. Þá er í innslaginu fjallað um hvernig félögin halda kostnaði í lágmarki, en þar er sérstaklega litið til vals félaganna á lendingarstöðum. Líkt og greint var frá í síðustu viku hefur Play boðað lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu. Það gerði félagið eftir að hafa náð hagstæðum samningum við Stewart-flugvöll, lítinn flugvöll í nágrenni New York-borgar. Þá ræddi GMA við sérfræðing í lággjaldaflugi, sem segir lággjaldaflugfélög á borð við Play vera ástæðu þess að við lifum nú á „gullöld ódýrra flugferða.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan, en í lok þess eru áhorfendur minntir á að auglýst verð lággjaldaflugfélaga gildir oftast um flug með eingöngu handfarangri, þar sem farþegar geta ekki valið sér sæti. „Þannig að: Munið það þegar þið gerið verðsamanburð við stærri flugfélögin,“ sagði þulurinn. Fréttir af flugi Play Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Svona hefst innslag bandaríska morgunsjónvarpsþáttarins Good Morning America (GMA) um lággjaldaflugfélög sem þátturinn segir bjóða upp á einstaklega lágt verð. Þar var meðal annars fjallað um íslenska flugfélagið Play, og fjallað um verðlagningu félagsins á millilandaflugi. Í innslaginu var rætt við Birgi Jónsson, forstjóra Play, um félagið. „Þetta er eins og með allt í lífinu. Þú gengur inn á veitingastað og borgar fyrir það sem þú fékkst þér og það sem þú vildi fá. Það er eins með flugfélög. Ef þú ferðast eingöngu með handfarangur, eða eina tösku, þá borgarðu minna,“ sagði Birgir, sem ræddi við þáttinní gegnum fjarfundabúnað. Þá er í innslaginu fjallað um hvernig félögin halda kostnaði í lágmarki, en þar er sérstaklega litið til vals félaganna á lendingarstöðum. Líkt og greint var frá í síðustu viku hefur Play boðað lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu. Það gerði félagið eftir að hafa náð hagstæðum samningum við Stewart-flugvöll, lítinn flugvöll í nágrenni New York-borgar. Þá ræddi GMA við sérfræðing í lággjaldaflugi, sem segir lággjaldaflugfélög á borð við Play vera ástæðu þess að við lifum nú á „gullöld ódýrra flugferða.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan, en í lok þess eru áhorfendur minntir á að auglýst verð lággjaldaflugfélaga gildir oftast um flug með eingöngu handfarangri, þar sem farþegar geta ekki valið sér sæti. „Þannig að: Munið það þegar þið gerið verðsamanburð við stærri flugfélögin,“ sagði þulurinn.
Fréttir af flugi Play Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira