Lokasóknin um Beckham: „Hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 12:16 Odell Beckham Jr. hefur verið frábær fyrir Los Angeles Rams. Kevin C. Cox/Getty Images Útherjinn og ofurstjarnan Odell Beckham Jr. er loks að sýna hvað í sér býr í NFL-deildinni. Farið var yfir frammistöðu Beckham að undanförnu í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Mörg spurðu sig af hverju að fá þennan (Odell) Beckham (Jr.), hann er bara vandræðagemsi og er þetta ekki einu púsli of mikið en Los Angeles Rams vissu alveg hvað þeir voru að gera,“ hóf þáttastjórnandinn Henry Birgir Gunnarsson á að segja. „Þeir misstu Robert Woods sama dag eða næsta dag eftir að hann kom, það má ekki gleyma því. Það var náttúrulega ótrúlegt lán í óláni að fá Beckham inn þegar Woods meiðist því hann var búinn að vera frábær,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson og hélt áfram. Klippa: Lokasóknin um Beckham og Rams „Ég vil bara benda á með Beckham að hann er með þennan prímadonnu stimpil á sér en það sem hjálpar (Cooper) Kupp líka er að Beckham er að sýna sig núna sem alvöru liðsmaður. Hann er að taka þátt í þessu verkefni af líf og sál, hann er að spila fyrir liðsfélagana líka. Hann er ekki bara að spila fyrir sjálfan sig, hann kemur vel fram í viðtölum – gerði það bæði fyrir og eftir leik, talar fallega um alla, talar fallega um þetta ævintýri sem er í gangi.“ „Loksins er hann að fá að blómstra, hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi. Hann er að fara í SuperBowl, þetta er svo góður vitnisburður um hvernig standið er á liðinu og hvernig standið er á stjörnunum þegar þú færð svona vitnisburð frá Beckham,“ sagði Eiríkur Stefán að endingu. Hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Rams á San Francisco 49ers í undanúrslitum NFL-deildarinnar, viðtal við Beckham sjálfan að leik loknum og umræðu Lokasóknarinnar um þennan stórskemmtilega leikmann. Leikurinn um Ofurskálina fer fram aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Ofurskálin Lokasóknin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
„Mörg spurðu sig af hverju að fá þennan (Odell) Beckham (Jr.), hann er bara vandræðagemsi og er þetta ekki einu púsli of mikið en Los Angeles Rams vissu alveg hvað þeir voru að gera,“ hóf þáttastjórnandinn Henry Birgir Gunnarsson á að segja. „Þeir misstu Robert Woods sama dag eða næsta dag eftir að hann kom, það má ekki gleyma því. Það var náttúrulega ótrúlegt lán í óláni að fá Beckham inn þegar Woods meiðist því hann var búinn að vera frábær,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson og hélt áfram. Klippa: Lokasóknin um Beckham og Rams „Ég vil bara benda á með Beckham að hann er með þennan prímadonnu stimpil á sér en það sem hjálpar (Cooper) Kupp líka er að Beckham er að sýna sig núna sem alvöru liðsmaður. Hann er að taka þátt í þessu verkefni af líf og sál, hann er að spila fyrir liðsfélagana líka. Hann er ekki bara að spila fyrir sjálfan sig, hann kemur vel fram í viðtölum – gerði það bæði fyrir og eftir leik, talar fallega um alla, talar fallega um þetta ævintýri sem er í gangi.“ „Loksins er hann að fá að blómstra, hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi. Hann er að fara í SuperBowl, þetta er svo góður vitnisburður um hvernig standið er á liðinu og hvernig standið er á stjörnunum þegar þú færð svona vitnisburð frá Beckham,“ sagði Eiríkur Stefán að endingu. Hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Rams á San Francisco 49ers í undanúrslitum NFL-deildarinnar, viðtal við Beckham sjálfan að leik loknum og umræðu Lokasóknarinnar um þennan stórskemmtilega leikmann. Leikurinn um Ofurskálina fer fram aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Ofurskálin Lokasóknin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum