Lokasóknin um Beckham: „Hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 12:16 Odell Beckham Jr. hefur verið frábær fyrir Los Angeles Rams. Kevin C. Cox/Getty Images Útherjinn og ofurstjarnan Odell Beckham Jr. er loks að sýna hvað í sér býr í NFL-deildinni. Farið var yfir frammistöðu Beckham að undanförnu í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Mörg spurðu sig af hverju að fá þennan (Odell) Beckham (Jr.), hann er bara vandræðagemsi og er þetta ekki einu púsli of mikið en Los Angeles Rams vissu alveg hvað þeir voru að gera,“ hóf þáttastjórnandinn Henry Birgir Gunnarsson á að segja. „Þeir misstu Robert Woods sama dag eða næsta dag eftir að hann kom, það má ekki gleyma því. Það var náttúrulega ótrúlegt lán í óláni að fá Beckham inn þegar Woods meiðist því hann var búinn að vera frábær,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson og hélt áfram. Klippa: Lokasóknin um Beckham og Rams „Ég vil bara benda á með Beckham að hann er með þennan prímadonnu stimpil á sér en það sem hjálpar (Cooper) Kupp líka er að Beckham er að sýna sig núna sem alvöru liðsmaður. Hann er að taka þátt í þessu verkefni af líf og sál, hann er að spila fyrir liðsfélagana líka. Hann er ekki bara að spila fyrir sjálfan sig, hann kemur vel fram í viðtölum – gerði það bæði fyrir og eftir leik, talar fallega um alla, talar fallega um þetta ævintýri sem er í gangi.“ „Loksins er hann að fá að blómstra, hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi. Hann er að fara í SuperBowl, þetta er svo góður vitnisburður um hvernig standið er á liðinu og hvernig standið er á stjörnunum þegar þú færð svona vitnisburð frá Beckham,“ sagði Eiríkur Stefán að endingu. Hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Rams á San Francisco 49ers í undanúrslitum NFL-deildarinnar, viðtal við Beckham sjálfan að leik loknum og umræðu Lokasóknarinnar um þennan stórskemmtilega leikmann. Leikurinn um Ofurskálina fer fram aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Ofurskálin Lokasóknin Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
„Mörg spurðu sig af hverju að fá þennan (Odell) Beckham (Jr.), hann er bara vandræðagemsi og er þetta ekki einu púsli of mikið en Los Angeles Rams vissu alveg hvað þeir voru að gera,“ hóf þáttastjórnandinn Henry Birgir Gunnarsson á að segja. „Þeir misstu Robert Woods sama dag eða næsta dag eftir að hann kom, það má ekki gleyma því. Það var náttúrulega ótrúlegt lán í óláni að fá Beckham inn þegar Woods meiðist því hann var búinn að vera frábær,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson og hélt áfram. Klippa: Lokasóknin um Beckham og Rams „Ég vil bara benda á með Beckham að hann er með þennan prímadonnu stimpil á sér en það sem hjálpar (Cooper) Kupp líka er að Beckham er að sýna sig núna sem alvöru liðsmaður. Hann er að taka þátt í þessu verkefni af líf og sál, hann er að spila fyrir liðsfélagana líka. Hann er ekki bara að spila fyrir sjálfan sig, hann kemur vel fram í viðtölum – gerði það bæði fyrir og eftir leik, talar fallega um alla, talar fallega um þetta ævintýri sem er í gangi.“ „Loksins er hann að fá að blómstra, hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi. Hann er að fara í SuperBowl, þetta er svo góður vitnisburður um hvernig standið er á liðinu og hvernig standið er á stjörnunum þegar þú færð svona vitnisburð frá Beckham,“ sagði Eiríkur Stefán að endingu. Hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Rams á San Francisco 49ers í undanúrslitum NFL-deildarinnar, viðtal við Beckham sjálfan að leik loknum og umræðu Lokasóknarinnar um þennan stórskemmtilega leikmann. Leikurinn um Ofurskálina fer fram aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Ofurskálin Lokasóknin Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira