Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. febrúar 2022 10:41 Flugvélin fannst með kafbáti í Þingvallavatni í gærkvöldi. vísir/vilhelm Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. „Það er ljóst að það er tímafrekt og ákaflega flókið verkefni fram undan,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Flugvélin fannst klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi rétt eftir að flestir viðbragðsaðilar höfðu lokið störfum og frestað leitinni til morguns. Séraðgerðasveit ákvað að halda aðeins áfram að leita með kafbátnum og fundu vélina síðan á 50 metra dýpi í sunnanverðum hluta Þingvallavatns. Oddur segir veðurskilyrði afar slæm til aðgerða á svæðinu. „Þau eru alls ekki góð og alveg ljóst að menn byrja ekki á öðru í dag en undirbúningi.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rannsóknin verði ekki unnin í fjölmiðlum Leit hófst af flugvélinni um hádegisbil á fimmtudag en um borð í henni voru flugmaður auk þriggja ferðamanna í skipulögðu útsýnisflugi. Ekki liggur fyrir hvað fór þar úrskeiðis og vill Oddur ekkert segja um möguleg tildrög slyssins að svo stöddu. „Við gefum ekkert upp annað en að rannsóknin er bara í gangi og hún verður ekki unnin í fjölmiðlum.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur alfarið tekið við málinu af Landhelgisgæslunni eftir að vélin fannst. Allir viðbragðsaðilar sem komið hafa að málinu funda í hádeginu um næstu skref og hvernig hægt verði að sækja vélina. „Lögreglumenn, starfsmenn gæslunnar og þeir sem að þessu koma byrjuðu að fara yfir gögnin í gær og eru að vinna úr þeim og leggja þau fyrir okkur í hádeginu. Þá verða ákvarðanir um næstu skref tekin,“ segir Oddur. Þau verða kynnt eftir fundinn. „Það er full ástæða til að þakka öllum sem að þessu komu; björgunarsveitarmönnum, sjálfboðaliðum á flugvélum og öllum sem lögðu hönd á plóginn. Það var hópur af fólki sem lagði björgunarliðum til húsnæði og það var bara einstakt að verða vitni að svona samheldni í samfélaginu,“ segir Oddur. Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Það er ljóst að það er tímafrekt og ákaflega flókið verkefni fram undan,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Flugvélin fannst klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi rétt eftir að flestir viðbragðsaðilar höfðu lokið störfum og frestað leitinni til morguns. Séraðgerðasveit ákvað að halda aðeins áfram að leita með kafbátnum og fundu vélina síðan á 50 metra dýpi í sunnanverðum hluta Þingvallavatns. Oddur segir veðurskilyrði afar slæm til aðgerða á svæðinu. „Þau eru alls ekki góð og alveg ljóst að menn byrja ekki á öðru í dag en undirbúningi.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rannsóknin verði ekki unnin í fjölmiðlum Leit hófst af flugvélinni um hádegisbil á fimmtudag en um borð í henni voru flugmaður auk þriggja ferðamanna í skipulögðu útsýnisflugi. Ekki liggur fyrir hvað fór þar úrskeiðis og vill Oddur ekkert segja um möguleg tildrög slyssins að svo stöddu. „Við gefum ekkert upp annað en að rannsóknin er bara í gangi og hún verður ekki unnin í fjölmiðlum.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur alfarið tekið við málinu af Landhelgisgæslunni eftir að vélin fannst. Allir viðbragðsaðilar sem komið hafa að málinu funda í hádeginu um næstu skref og hvernig hægt verði að sækja vélina. „Lögreglumenn, starfsmenn gæslunnar og þeir sem að þessu koma byrjuðu að fara yfir gögnin í gær og eru að vinna úr þeim og leggja þau fyrir okkur í hádeginu. Þá verða ákvarðanir um næstu skref tekin,“ segir Oddur. Þau verða kynnt eftir fundinn. „Það er full ástæða til að þakka öllum sem að þessu komu; björgunarsveitarmönnum, sjálfboðaliðum á flugvélum og öllum sem lögðu hönd á plóginn. Það var hópur af fólki sem lagði björgunarliðum til húsnæði og það var bara einstakt að verða vitni að svona samheldni í samfélaginu,“ segir Oddur.
Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira