„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitthvað“ Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. febrúar 2022 20:11 Jakob Guðnason er björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi Stöð 2/Arnar Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst. Jakob Guðnason björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi segir 57 björgunarsveitar allstaðar að af landinu vera við leit að flugvél sem ekkert hefur spurst til síðan hún tók á loft frá Reykjavík klukkan 11 í gærmorgun. „Við höfum ekki upplifað svona mikinn fjölda á sama stað í einu, en svæðið er stórt sem við erum að leita á,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Jakob er heimamaður á svæðinu og hefur því reynslu af leit við Þingvallavatn. Hann segir landslagið þar og leitaraðstæður í gær og í dag hafa gert leitarfólki erfitt fyrir. „Í fyrsta lagi er svæðið gífurlega stórt. Þótt við höfum náð að fara yfir alveg ótrúlega mikið svæði, þá er svæðið erfitt yfirferðar í þessu færi sem er núna. Það er lítill snjór, ekki nóg fyrir sleða en það er nógu mikill snjór þannig að það er erfitt á fjórhjólum og þess háttar. Og svo er náttúrulega mikið af giljum og skorningum og mikið af fjöllum. Þetta er gífurlega erfitt en við ætlum að finna eitthvað.“ segir hann. Óþægileg tilfinning að finna ekkert Jakob segir meiri óvissu ríkja núna en í öðrum leitum sem hann hefur farið í þar sem ekkert hefur fundist hingað til. „Þetta er dálítið langur tími sem höfum ekki fundið neitt af því að við erum að leita að svolítið stórum hlut, þannig að þetta er svolítið skrýtið að því leytinu til,“ segir hann. Þó sé leitin sjálf eins og aðrar leitir. „Við vinnum eftir sama verklagi, það stækkar bara. Það vinna allir eins alveg sama hvaðan þeir koma á landinu, þannig að þetta er bara mjög svipað. „Við ætlum ekki að hætta fyrr en við finnum eitthvað og vonandi verður veðrið betra um helgina heldur en veðurfræðingar segja,“ segir Jakob að lokum. Aftakaveðri er spáð á morgun og fyrr í kvöld sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Landsbjargar, að útlit væri fyrir að skilyrði til leitar á morgun verði engin. Leit verði haldið áfram langt fram á kvöld og staðan síðan metin hvað varðar morgundaginn. Farið var yfir atburðarás síðustu tveggja daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Yfirferð og viðtal við Jakob Guðnason má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Jakob Guðnason björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi segir 57 björgunarsveitar allstaðar að af landinu vera við leit að flugvél sem ekkert hefur spurst til síðan hún tók á loft frá Reykjavík klukkan 11 í gærmorgun. „Við höfum ekki upplifað svona mikinn fjölda á sama stað í einu, en svæðið er stórt sem við erum að leita á,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Jakob er heimamaður á svæðinu og hefur því reynslu af leit við Þingvallavatn. Hann segir landslagið þar og leitaraðstæður í gær og í dag hafa gert leitarfólki erfitt fyrir. „Í fyrsta lagi er svæðið gífurlega stórt. Þótt við höfum náð að fara yfir alveg ótrúlega mikið svæði, þá er svæðið erfitt yfirferðar í þessu færi sem er núna. Það er lítill snjór, ekki nóg fyrir sleða en það er nógu mikill snjór þannig að það er erfitt á fjórhjólum og þess háttar. Og svo er náttúrulega mikið af giljum og skorningum og mikið af fjöllum. Þetta er gífurlega erfitt en við ætlum að finna eitthvað.“ segir hann. Óþægileg tilfinning að finna ekkert Jakob segir meiri óvissu ríkja núna en í öðrum leitum sem hann hefur farið í þar sem ekkert hefur fundist hingað til. „Þetta er dálítið langur tími sem höfum ekki fundið neitt af því að við erum að leita að svolítið stórum hlut, þannig að þetta er svolítið skrýtið að því leytinu til,“ segir hann. Þó sé leitin sjálf eins og aðrar leitir. „Við vinnum eftir sama verklagi, það stækkar bara. Það vinna allir eins alveg sama hvaðan þeir koma á landinu, þannig að þetta er bara mjög svipað. „Við ætlum ekki að hætta fyrr en við finnum eitthvað og vonandi verður veðrið betra um helgina heldur en veðurfræðingar segja,“ segir Jakob að lokum. Aftakaveðri er spáð á morgun og fyrr í kvöld sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Landsbjargar, að útlit væri fyrir að skilyrði til leitar á morgun verði engin. Leit verði haldið áfram langt fram á kvöld og staðan síðan metin hvað varðar morgundaginn. Farið var yfir atburðarás síðustu tveggja daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Yfirferð og viðtal við Jakob Guðnason má sjá í spilaranum hér að neðan:
Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira