Kaupmáttur eða fleiri krónur? Þuríður Harpa Sigurðarsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 11:30 Það var mér talsvert gleðiefni þegar fjárlög vegna 2022 voru birt síðastliðið haust, að nú skyldi örorkulífeyrir leiðréttur sérstaklega vegna meiri verðbólgu á liðnu ári, en gert var ráð fyrir. Það urðu því ákveðin vonbrigði þegar við reiknuðum út að þegar verðbólga ársins 2021 var dregin frá, náði raunhækkunin vart einu prósentustigi. Undanfarin misseri höfum við lagt ríka áherslu á að stjórnvöld setji tímasetta áætlun um að leiðrétta þann mikla mun sem orðin er á örorkulífeyri og lægstu launum í landinu. Upphæðir örorkulífeyris eru ákvarðaðar í fjárlögum, og árum saman hefur ríkið beitt skapandi lögskýringum á þeirri grein laga um almannatryggingar sem skilgreina hvernig þær hækkanir eru tilkomnar. Afleiðingin er sú að örorkulífeyrir hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Þá erum við ekki að rökræða hvort fatlað fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði, eigi að lifa á lægstu launum eða enn lægri fjárhæðum, allt sitt líf. Vissulega er hægt að finna nokkra einstaklinga sem fá hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga og stjórnmálamönnum er tamt að horfa til, þegar þessar upphæðir eru til umræðu. Til þess að falla í þann flokk, þarf viðkomandi að hafa fengið örorkumat fyrir 24 ára aldur, búa einn, og eiga fleiri en eitt barn undir 18 ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru þeir sem fá greiddan örorkulífeyri, og falla undir þær skilgreiningar að fá mat undir 24 ára, og búa einir, færri en 10. Fingur beggja handa duga því til að hafa tölu á þeim. Allir hinir, hafa þurft að sætta sig við að framfærsla þeirra hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Frá árinu 2013 hefur kaupmáttur örorkulífeyris hækkað um 21%, á meðan kaupmáttur ráðstöfunartekna launafólks með lágmarkslaun, hefur hækkað um 35% á sama tíma. Svo öllu sé haldið til haga erum við hér að bera saman lágmarkslaun við örorkulífeyri þess sem fékk mat 40 ára og býr með öðrum. Sem er staða um 70% þeirra sem hafa framfæri sitt af örorkulífeyri. Þessi gliðnun sem þrátt fyrir góðan vilja Alþingis síðasta haust, tókst ekki að stöðva, sýnir okkur svo ekki verði um villst, hve brýnt það er að ráðast í heildar endurskoðun almannatryggingakerfisins. Kerfis sem hefur verið plástrað svo oft og mikið, að enginn veit lengur hvar sárin liggja. Kerfi sem er orðið svo flókið að örlítil breyting á tekjum viðkomandi til hækkunar, getur í raun lækkað ráðstöfunartekjur þegar upp er staðið. Kaupmáttur, þó hækkað hafi, fær þessu seint breytt. Fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi nýlega, að nú ætti að setja kraft í þessa endurskoðun. Við fögnum því heilshugar, og getum ekki annað en borið þá von í brjósti að þeirri vinnu ljúki fljótt. Við óbreytt ástand verður ekki lifað því kaupmátturinn einn og sér greiðir ekki fyrir mat, það er aðeins hægt með krónum. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mér talsvert gleðiefni þegar fjárlög vegna 2022 voru birt síðastliðið haust, að nú skyldi örorkulífeyrir leiðréttur sérstaklega vegna meiri verðbólgu á liðnu ári, en gert var ráð fyrir. Það urðu því ákveðin vonbrigði þegar við reiknuðum út að þegar verðbólga ársins 2021 var dregin frá, náði raunhækkunin vart einu prósentustigi. Undanfarin misseri höfum við lagt ríka áherslu á að stjórnvöld setji tímasetta áætlun um að leiðrétta þann mikla mun sem orðin er á örorkulífeyri og lægstu launum í landinu. Upphæðir örorkulífeyris eru ákvarðaðar í fjárlögum, og árum saman hefur ríkið beitt skapandi lögskýringum á þeirri grein laga um almannatryggingar sem skilgreina hvernig þær hækkanir eru tilkomnar. Afleiðingin er sú að örorkulífeyrir hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Þá erum við ekki að rökræða hvort fatlað fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði, eigi að lifa á lægstu launum eða enn lægri fjárhæðum, allt sitt líf. Vissulega er hægt að finna nokkra einstaklinga sem fá hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga og stjórnmálamönnum er tamt að horfa til, þegar þessar upphæðir eru til umræðu. Til þess að falla í þann flokk, þarf viðkomandi að hafa fengið örorkumat fyrir 24 ára aldur, búa einn, og eiga fleiri en eitt barn undir 18 ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru þeir sem fá greiddan örorkulífeyri, og falla undir þær skilgreiningar að fá mat undir 24 ára, og búa einir, færri en 10. Fingur beggja handa duga því til að hafa tölu á þeim. Allir hinir, hafa þurft að sætta sig við að framfærsla þeirra hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Frá árinu 2013 hefur kaupmáttur örorkulífeyris hækkað um 21%, á meðan kaupmáttur ráðstöfunartekna launafólks með lágmarkslaun, hefur hækkað um 35% á sama tíma. Svo öllu sé haldið til haga erum við hér að bera saman lágmarkslaun við örorkulífeyri þess sem fékk mat 40 ára og býr með öðrum. Sem er staða um 70% þeirra sem hafa framfæri sitt af örorkulífeyri. Þessi gliðnun sem þrátt fyrir góðan vilja Alþingis síðasta haust, tókst ekki að stöðva, sýnir okkur svo ekki verði um villst, hve brýnt það er að ráðast í heildar endurskoðun almannatryggingakerfisins. Kerfis sem hefur verið plástrað svo oft og mikið, að enginn veit lengur hvar sárin liggja. Kerfi sem er orðið svo flókið að örlítil breyting á tekjum viðkomandi til hækkunar, getur í raun lækkað ráðstöfunartekjur þegar upp er staðið. Kaupmáttur, þó hækkað hafi, fær þessu seint breytt. Fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi nýlega, að nú ætti að setja kraft í þessa endurskoðun. Við fögnum því heilshugar, og getum ekki annað en borið þá von í brjósti að þeirri vinnu ljúki fljótt. Við óbreytt ástand verður ekki lifað því kaupmátturinn einn og sér greiðir ekki fyrir mat, það er aðeins hægt með krónum. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun