Svona gæti Miklubrautarsvæðið litið út innan fárra ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 09:49 Útfærsla á nýrri Snorrabraut frá Yrki, DLD og Hnit verkfræðistofu sést til vinstri og til hægri er útfærsla á heildarútfærslu Miklubrautarsvæðisins. Íbúum í Hlíðahverfi mun fjölga um allt að þrjú þúsund á næstu árum, samkvæmt tillögu sem nú hefur verið valin fyrir uppbyggingu við Miklabraut. Stokkur á svæðinu gæti verið kominn í gagnið eftir þrjú ár. Fimm tillögur voru til skoðunar og nú hefur ein verið valin, tillaga Yrkis, DLD og Hnits verkfræðistofu, og þá á bara að keyra þetta allt saman í gang, þannig að það má jafnvel reikna með því að eftir fimm ár verði þetta svæði, sem svo margir aka um á hverjum degi, alveg gjörbreytt. Hér fyrir ofan sést fyrirhuguð heildarmynd af svæðinu með Klambratún umkringt núverandi byggð á hægri hönd. Skiptingin er útfærð nánar á skýringarmyndinni fyrir neðan en rauðu byggingarnar eru ný íbúðarhús, þær fjólubláu eru nýtt þjónustuhúsnæði og þær bláu fyrir miðju verða kjarnastöð borgarlínu. „Tillagan gerir ráð fyrir hundrað þúsund fermetrum af íbúðarhúsnæði sem er þá um það bil þúsund íbúðir sem þýðir þá að á þessu svæði munu bætast við tvö til þrjú þúsund íbúar á næstu árum. Og teljið þið að svæðið valdi því alveg? Já við teljum það, staðan á skólunum er þannig,“ segir Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Snorrabraut í nýrri mynd. Herdísartorg. Tillagan gerir einnig ráð fyrir gjörbreyttri Snorrabraut sem verslunargötu, og við hana verður Herdísartorg - borgartorg með kjarnastöð borgarlínu. Og hér fyrir neðan sést svo útfærslan á því sem sumum finnst aðalatriðið; fyrsta áfanga stokksins sem tengir umferð um Miklubraut við Gömlu Hringbraut. „Umferðin hérna ofan á er þá fyrst og fremst fyrir borgarlínu, gangandi og hjólandi eða mögulega einhverja hverfisumferð,“ segir Pawel. Stefnt er á að verkefnið verði orðin að veruleika samhliða nýjum Landspítala 2026. „Verkefnið kostar um það bil 21 milljarð samkvæmt seinustu áætlun þannig að þetta eru umtalsverðir fjármunir en þá losnar gríðarmikið byggingarland sem er þá gríðarlegur kostur fyrir borgina og samfélagið.“ Klippa: Miklabraut í stokk - kynningarmyndband Skipulag Reykjavík Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fimm tillögur voru til skoðunar og nú hefur ein verið valin, tillaga Yrkis, DLD og Hnits verkfræðistofu, og þá á bara að keyra þetta allt saman í gang, þannig að það má jafnvel reikna með því að eftir fimm ár verði þetta svæði, sem svo margir aka um á hverjum degi, alveg gjörbreytt. Hér fyrir ofan sést fyrirhuguð heildarmynd af svæðinu með Klambratún umkringt núverandi byggð á hægri hönd. Skiptingin er útfærð nánar á skýringarmyndinni fyrir neðan en rauðu byggingarnar eru ný íbúðarhús, þær fjólubláu eru nýtt þjónustuhúsnæði og þær bláu fyrir miðju verða kjarnastöð borgarlínu. „Tillagan gerir ráð fyrir hundrað þúsund fermetrum af íbúðarhúsnæði sem er þá um það bil þúsund íbúðir sem þýðir þá að á þessu svæði munu bætast við tvö til þrjú þúsund íbúar á næstu árum. Og teljið þið að svæðið valdi því alveg? Já við teljum það, staðan á skólunum er þannig,“ segir Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Snorrabraut í nýrri mynd. Herdísartorg. Tillagan gerir einnig ráð fyrir gjörbreyttri Snorrabraut sem verslunargötu, og við hana verður Herdísartorg - borgartorg með kjarnastöð borgarlínu. Og hér fyrir neðan sést svo útfærslan á því sem sumum finnst aðalatriðið; fyrsta áfanga stokksins sem tengir umferð um Miklubraut við Gömlu Hringbraut. „Umferðin hérna ofan á er þá fyrst og fremst fyrir borgarlínu, gangandi og hjólandi eða mögulega einhverja hverfisumferð,“ segir Pawel. Stefnt er á að verkefnið verði orðin að veruleika samhliða nýjum Landspítala 2026. „Verkefnið kostar um það bil 21 milljarð samkvæmt seinustu áætlun þannig að þetta eru umtalsverðir fjármunir en þá losnar gríðarmikið byggingarland sem er þá gríðarlegur kostur fyrir borgina og samfélagið.“ Klippa: Miklabraut í stokk - kynningarmyndband
Skipulag Reykjavík Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira