Sif vill sumarfrí fyrir knattspyrnufólk Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2022 11:30 Sif Atladóttir á ferðinni í leik gegn Japan í nóvember. Hún lék með Kristianstad í Svíþjóð í áratug en spilar með Selfossi á komandi tímabili. Getty/Angelo Blankespoor Landsliðskonan Sif Atladóttir er nýflutt til landsins á ný frá Svíþjóð og mun spila með Selfossi í úrvalsdeildinni í fótbolta. Samhliða því starfar hún sem verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, eftir að hafa áður starfað fyrir leikmannasamtök í Svíþjóð. Sif segir að ýmislegt brenni á sér nú þegar hún sé að byrja að starfa í þágu leikmanna á Íslandi. Hún er sjálf tveggja barna móðir og segir mikilvægt að knattspyrnufólk fái tíma til að kúpla sig út í nokkra daga á sumrin, og njóta samvista með fjölskyldunni. „Það er ýmislegt sem ég væri til í að taka með frá Svíþjóð. Eitt af því er sumarfrí fyrir leikmenn. Nú veit ég að það verður frí á deildinni vegna EM hjá okkur [í júlí], en strákarnir fá ekki frí. Það er búin að vera rosalega mikil vitundarvakning í Svíþjóð með andlega heilsu, og þreytu, og þar er sumarfríið ofboðslega mikilvægt. Að geta „refreshað“ og fengið þessa fimm daga í frí til að fara í sumarbústað eða skjótast til Tenerife, til að fá þetta andlega og líkamlega frí sem maður þarf. Það er eitthvað sem að ég held að við hérna séum ekki alveg komin inn á ennþá, því við ætlum að nýta góða tímann á sumrin til að spila fótbolta. En það er enginn sem segir að það sé ekki hægt að taka tvær helgar í frí og gefa leikmönnum smá andrými til að jafna sig, og keyra svo upp aftur,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif Atla um starf sitt fyrir leikmannasamtökin „Við gleymum oft hvað hvíldin er mikilvæg, ekki bara líkamlega heldur andlega. Deildin er frekar ung hjá okkur, en karlamegin er aldurinn frekar jafn og leikmenn margir komnir með fjölskyldur,“ segir Sif. Hætta á að missa leikmenn fyrr úr íþróttinni „Ég man bara að þegar ég var að spila hér í kringum tvítugt að maður var ekkert að pæla í að maður þyrfti að fá helgarfrí eða að maður gæti ekki farið í sumarbústað eða eitthvað. En ég held að hugsunarhátturinn í dag sé allt öðruvísi. Leikmenn hugsa betur um sig og við þurfum að gefa traust. Leikmenn myndu fagna smáfríi til að geta verið með fjölskyldunni eða farið til Tenerife, og þurfa ekki að hafa þessar áhyggjur. Við vitum það út frá rannsóknum að líkaminn hættir ekkert að vinna í þér þó að þú fáir helgarfrí eða fimm daga frí, eða tveggja vikna frí eins og við fengum úti,“ segir Sif og bendir á að álagið sé síst minna á leikmönnum sem spili á Íslandi en þeim sem spili erlendis í atvinnumennsku: „Við megum ekki gleyma að íslenskir leikmenn eru í fullu námi eða vinnu með fótboltanum. Við horfum á okkur sem atvinnumenn en erum samt í fullri atvinnumennsku á öðrum stöðum líka. Þá ertu kannski í 150-200% vinnu, færð ekkert sumarfrí, og þá muntu einhvers staðar lenda á veggnum. Þú getur líka bara orðið þreyttur og ekki nennt þessu, og þá erum við kannski farin að missa leikmenn mikið fyrr úr íþróttinni en við ættum að gera,“ segir Sif. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Vinnumarkaður Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Sif segir að ýmislegt brenni á sér nú þegar hún sé að byrja að starfa í þágu leikmanna á Íslandi. Hún er sjálf tveggja barna móðir og segir mikilvægt að knattspyrnufólk fái tíma til að kúpla sig út í nokkra daga á sumrin, og njóta samvista með fjölskyldunni. „Það er ýmislegt sem ég væri til í að taka með frá Svíþjóð. Eitt af því er sumarfrí fyrir leikmenn. Nú veit ég að það verður frí á deildinni vegna EM hjá okkur [í júlí], en strákarnir fá ekki frí. Það er búin að vera rosalega mikil vitundarvakning í Svíþjóð með andlega heilsu, og þreytu, og þar er sumarfríið ofboðslega mikilvægt. Að geta „refreshað“ og fengið þessa fimm daga í frí til að fara í sumarbústað eða skjótast til Tenerife, til að fá þetta andlega og líkamlega frí sem maður þarf. Það er eitthvað sem að ég held að við hérna séum ekki alveg komin inn á ennþá, því við ætlum að nýta góða tímann á sumrin til að spila fótbolta. En það er enginn sem segir að það sé ekki hægt að taka tvær helgar í frí og gefa leikmönnum smá andrými til að jafna sig, og keyra svo upp aftur,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif Atla um starf sitt fyrir leikmannasamtökin „Við gleymum oft hvað hvíldin er mikilvæg, ekki bara líkamlega heldur andlega. Deildin er frekar ung hjá okkur, en karlamegin er aldurinn frekar jafn og leikmenn margir komnir með fjölskyldur,“ segir Sif. Hætta á að missa leikmenn fyrr úr íþróttinni „Ég man bara að þegar ég var að spila hér í kringum tvítugt að maður var ekkert að pæla í að maður þyrfti að fá helgarfrí eða að maður gæti ekki farið í sumarbústað eða eitthvað. En ég held að hugsunarhátturinn í dag sé allt öðruvísi. Leikmenn hugsa betur um sig og við þurfum að gefa traust. Leikmenn myndu fagna smáfríi til að geta verið með fjölskyldunni eða farið til Tenerife, og þurfa ekki að hafa þessar áhyggjur. Við vitum það út frá rannsóknum að líkaminn hættir ekkert að vinna í þér þó að þú fáir helgarfrí eða fimm daga frí, eða tveggja vikna frí eins og við fengum úti,“ segir Sif og bendir á að álagið sé síst minna á leikmönnum sem spili á Íslandi en þeim sem spili erlendis í atvinnumennsku: „Við megum ekki gleyma að íslenskir leikmenn eru í fullu námi eða vinnu með fótboltanum. Við horfum á okkur sem atvinnumenn en erum samt í fullri atvinnumennsku á öðrum stöðum líka. Þá ertu kannski í 150-200% vinnu, færð ekkert sumarfrí, og þá muntu einhvers staðar lenda á veggnum. Þú getur líka bara orðið þreyttur og ekki nennt þessu, og þá erum við kannski farin að missa leikmenn mikið fyrr úr íþróttinni en við ættum að gera,“ segir Sif.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Vinnumarkaður Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira