Af hverju svona fáir og hvar eru konurnar? Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2022 14:04 Þau virðast vera óárennileg húsakynni Ríkisútvarpsins við Efstaleiti, en fjölmargir velta því nú fyrir sér hvers vegna svo fáir sækja um stöðu fréttastjóra og dagskrárstjóra Rásar 2. vísir/vilhelm Hópur umsækjenda um frétta- og dagskrárstjórastöðu á Ríkisútvarpinu ohf. er þannig vaxinn og svo fámennur að vakið hefur nokkra furðu. „Hvað skyldi valda því að einungis ein kona sækir um þegar tvær eftirsóknarverðar stjórnunarstöður eru í boði hjá RÚV ohf....?“ spyr Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra á Facebooksíðu sinni. En hún sótti einmitt sjálf um stöðu útvarpsstjóra þegar svo Stefán Eiríksson var ráðinn. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að aðeins fjórir sækist eftir fréttastjórastöðunni sem auglýst var laus eftir að Rakel Þorbergsdóttir fór frá borði. Allt eru það karlar: Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri sækir um, það gerir Þórir Guðmundsson einnig en hann er fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þór Jónsson sviðsstjóri og fyrrverandi ritstjóri Tímans sækir einnig um sem og Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Samhliða var auglýst starf dagskrárstjóra en Baldvin Þór Bergsson söðlaði um og er nú ritstjóri Kastljóss Ríkissjónvarpsins. Þar sækja um þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur, Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2 og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Til marks um kreppu á fjölmiðlamarkaði Eins og Kolbrún bendir á er aðeins ein kona meðal umsækjenda meðal þessara níu umskækjenda. Þá vekur furðu hversu fáir sækja um. Ýmsar kenningar um hvað valdi því eru settar fram á Facebook-vegg Kolbrúnar. Þórhildur Þorkelsdóttir fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins segir þetta glatað. „Ekki síst vegna þess að það eru nánast bara karlar í stjórnunarstöðum á RÚV.“ Egill Helgason segir það einnig spurningu hvernig á því standi að umsóknirnar eru svona fáar? „Ég held að það sé ansi mikið til marks um þá kreppu sem ríkir á fjölmiðlamarkaði. Það þykir einfaldlega ekki eftirsóknarvert að starfa þar.“ Þórhildur bætir því við að þetta sé ef til vill til marks um til marks um aðdráttaraflið sem RÚV hefur sem vinnustaður? Miðað við fólksflótta þaðan undanfarna mánuði.“ Alma Jenny Guðmundsdóttir, sem áður starfaði í starfsmannahaldi og fjármáladeild RÚV í 12 ár segist ekki muna eftir því að hafa séð svo fáa umsækjendur. Hún telur að þar kunni að hafa áhrif að fréttamenn RÚV hafi sótt alvarlegum atlögum peningamanna og ekki verið varðir. Að umsóknarferlið sé leikrit Heiða B. Heiðars, sem var auglýsingastjóri Stundarinnar segir það ekki eftirsóknarvert fyrir konur að starfa við fjölmiðlun. „Af því að konur í þessum geira fá yfir sig holskeflu af ógeði um störf sín,“ segir Heiða og heldur áfram: „Konur í fjölmiðlum þurfa að þola hótanir, ógeðsleg nafnaköll og í verstu tilfellunum verða þær fyrir umsátri af höndum karla sem telja sig hafa eitthvað upp á þær að klaga.“ Atli Þór Fanndal, sem starfar sem framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International telur annað og meira kunni að ráða því hversu fáir sæki um: „Fólk hefur nú kannski ekki mikla trú á að ráðningaferlið sé annað en leikrit. Það er vinna að sækja um.“ Þá er eftir sá möguleiki að einhverjir umsækjendur vilji ekki að nöfn sín birtist en það þurfti heljarinnar tak til að svæla út nöfn um umsækjendur útvarpsstjóra á sínum tíma. Hvað sem veldur er þetta mikill munur frá því sem var þegar Baldvin Þór Bergsson hreppti stöðu dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
„Hvað skyldi valda því að einungis ein kona sækir um þegar tvær eftirsóknarverðar stjórnunarstöður eru í boði hjá RÚV ohf....?“ spyr Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra á Facebooksíðu sinni. En hún sótti einmitt sjálf um stöðu útvarpsstjóra þegar svo Stefán Eiríksson var ráðinn. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að aðeins fjórir sækist eftir fréttastjórastöðunni sem auglýst var laus eftir að Rakel Þorbergsdóttir fór frá borði. Allt eru það karlar: Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri sækir um, það gerir Þórir Guðmundsson einnig en hann er fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þór Jónsson sviðsstjóri og fyrrverandi ritstjóri Tímans sækir einnig um sem og Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Samhliða var auglýst starf dagskrárstjóra en Baldvin Þór Bergsson söðlaði um og er nú ritstjóri Kastljóss Ríkissjónvarpsins. Þar sækja um þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur, Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2 og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Til marks um kreppu á fjölmiðlamarkaði Eins og Kolbrún bendir á er aðeins ein kona meðal umsækjenda meðal þessara níu umskækjenda. Þá vekur furðu hversu fáir sækja um. Ýmsar kenningar um hvað valdi því eru settar fram á Facebook-vegg Kolbrúnar. Þórhildur Þorkelsdóttir fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins segir þetta glatað. „Ekki síst vegna þess að það eru nánast bara karlar í stjórnunarstöðum á RÚV.“ Egill Helgason segir það einnig spurningu hvernig á því standi að umsóknirnar eru svona fáar? „Ég held að það sé ansi mikið til marks um þá kreppu sem ríkir á fjölmiðlamarkaði. Það þykir einfaldlega ekki eftirsóknarvert að starfa þar.“ Þórhildur bætir því við að þetta sé ef til vill til marks um til marks um aðdráttaraflið sem RÚV hefur sem vinnustaður? Miðað við fólksflótta þaðan undanfarna mánuði.“ Alma Jenny Guðmundsdóttir, sem áður starfaði í starfsmannahaldi og fjármáladeild RÚV í 12 ár segist ekki muna eftir því að hafa séð svo fáa umsækjendur. Hún telur að þar kunni að hafa áhrif að fréttamenn RÚV hafi sótt alvarlegum atlögum peningamanna og ekki verið varðir. Að umsóknarferlið sé leikrit Heiða B. Heiðars, sem var auglýsingastjóri Stundarinnar segir það ekki eftirsóknarvert fyrir konur að starfa við fjölmiðlun. „Af því að konur í þessum geira fá yfir sig holskeflu af ógeði um störf sín,“ segir Heiða og heldur áfram: „Konur í fjölmiðlum þurfa að þola hótanir, ógeðsleg nafnaköll og í verstu tilfellunum verða þær fyrir umsátri af höndum karla sem telja sig hafa eitthvað upp á þær að klaga.“ Atli Þór Fanndal, sem starfar sem framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International telur annað og meira kunni að ráða því hversu fáir sæki um: „Fólk hefur nú kannski ekki mikla trú á að ráðningaferlið sé annað en leikrit. Það er vinna að sækja um.“ Þá er eftir sá möguleiki að einhverjir umsækjendur vilji ekki að nöfn sín birtist en það þurfti heljarinnar tak til að svæla út nöfn um umsækjendur útvarpsstjóra á sínum tíma. Hvað sem veldur er þetta mikill munur frá því sem var þegar Baldvin Þór Bergsson hreppti stöðu dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira