Af hverju svona fáir og hvar eru konurnar? Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2022 14:04 Þau virðast vera óárennileg húsakynni Ríkisútvarpsins við Efstaleiti, en fjölmargir velta því nú fyrir sér hvers vegna svo fáir sækja um stöðu fréttastjóra og dagskrárstjóra Rásar 2. vísir/vilhelm Hópur umsækjenda um frétta- og dagskrárstjórastöðu á Ríkisútvarpinu ohf. er þannig vaxinn og svo fámennur að vakið hefur nokkra furðu. „Hvað skyldi valda því að einungis ein kona sækir um þegar tvær eftirsóknarverðar stjórnunarstöður eru í boði hjá RÚV ohf....?“ spyr Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra á Facebooksíðu sinni. En hún sótti einmitt sjálf um stöðu útvarpsstjóra þegar svo Stefán Eiríksson var ráðinn. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að aðeins fjórir sækist eftir fréttastjórastöðunni sem auglýst var laus eftir að Rakel Þorbergsdóttir fór frá borði. Allt eru það karlar: Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri sækir um, það gerir Þórir Guðmundsson einnig en hann er fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þór Jónsson sviðsstjóri og fyrrverandi ritstjóri Tímans sækir einnig um sem og Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Samhliða var auglýst starf dagskrárstjóra en Baldvin Þór Bergsson söðlaði um og er nú ritstjóri Kastljóss Ríkissjónvarpsins. Þar sækja um þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur, Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2 og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Til marks um kreppu á fjölmiðlamarkaði Eins og Kolbrún bendir á er aðeins ein kona meðal umsækjenda meðal þessara níu umskækjenda. Þá vekur furðu hversu fáir sækja um. Ýmsar kenningar um hvað valdi því eru settar fram á Facebook-vegg Kolbrúnar. Þórhildur Þorkelsdóttir fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins segir þetta glatað. „Ekki síst vegna þess að það eru nánast bara karlar í stjórnunarstöðum á RÚV.“ Egill Helgason segir það einnig spurningu hvernig á því standi að umsóknirnar eru svona fáar? „Ég held að það sé ansi mikið til marks um þá kreppu sem ríkir á fjölmiðlamarkaði. Það þykir einfaldlega ekki eftirsóknarvert að starfa þar.“ Þórhildur bætir því við að þetta sé ef til vill til marks um til marks um aðdráttaraflið sem RÚV hefur sem vinnustaður? Miðað við fólksflótta þaðan undanfarna mánuði.“ Alma Jenny Guðmundsdóttir, sem áður starfaði í starfsmannahaldi og fjármáladeild RÚV í 12 ár segist ekki muna eftir því að hafa séð svo fáa umsækjendur. Hún telur að þar kunni að hafa áhrif að fréttamenn RÚV hafi sótt alvarlegum atlögum peningamanna og ekki verið varðir. Að umsóknarferlið sé leikrit Heiða B. Heiðars, sem var auglýsingastjóri Stundarinnar segir það ekki eftirsóknarvert fyrir konur að starfa við fjölmiðlun. „Af því að konur í þessum geira fá yfir sig holskeflu af ógeði um störf sín,“ segir Heiða og heldur áfram: „Konur í fjölmiðlum þurfa að þola hótanir, ógeðsleg nafnaköll og í verstu tilfellunum verða þær fyrir umsátri af höndum karla sem telja sig hafa eitthvað upp á þær að klaga.“ Atli Þór Fanndal, sem starfar sem framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International telur annað og meira kunni að ráða því hversu fáir sæki um: „Fólk hefur nú kannski ekki mikla trú á að ráðningaferlið sé annað en leikrit. Það er vinna að sækja um.“ Þá er eftir sá möguleiki að einhverjir umsækjendur vilji ekki að nöfn sín birtist en það þurfti heljarinnar tak til að svæla út nöfn um umsækjendur útvarpsstjóra á sínum tíma. Hvað sem veldur er þetta mikill munur frá því sem var þegar Baldvin Þór Bergsson hreppti stöðu dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
„Hvað skyldi valda því að einungis ein kona sækir um þegar tvær eftirsóknarverðar stjórnunarstöður eru í boði hjá RÚV ohf....?“ spyr Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra á Facebooksíðu sinni. En hún sótti einmitt sjálf um stöðu útvarpsstjóra þegar svo Stefán Eiríksson var ráðinn. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að aðeins fjórir sækist eftir fréttastjórastöðunni sem auglýst var laus eftir að Rakel Þorbergsdóttir fór frá borði. Allt eru það karlar: Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri sækir um, það gerir Þórir Guðmundsson einnig en hann er fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þór Jónsson sviðsstjóri og fyrrverandi ritstjóri Tímans sækir einnig um sem og Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Samhliða var auglýst starf dagskrárstjóra en Baldvin Þór Bergsson söðlaði um og er nú ritstjóri Kastljóss Ríkissjónvarpsins. Þar sækja um þau Ágúst Héðinsson, verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur, Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2 og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. Til marks um kreppu á fjölmiðlamarkaði Eins og Kolbrún bendir á er aðeins ein kona meðal umsækjenda meðal þessara níu umskækjenda. Þá vekur furðu hversu fáir sækja um. Ýmsar kenningar um hvað valdi því eru settar fram á Facebook-vegg Kolbrúnar. Þórhildur Þorkelsdóttir fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins segir þetta glatað. „Ekki síst vegna þess að það eru nánast bara karlar í stjórnunarstöðum á RÚV.“ Egill Helgason segir það einnig spurningu hvernig á því standi að umsóknirnar eru svona fáar? „Ég held að það sé ansi mikið til marks um þá kreppu sem ríkir á fjölmiðlamarkaði. Það þykir einfaldlega ekki eftirsóknarvert að starfa þar.“ Þórhildur bætir því við að þetta sé ef til vill til marks um til marks um aðdráttaraflið sem RÚV hefur sem vinnustaður? Miðað við fólksflótta þaðan undanfarna mánuði.“ Alma Jenny Guðmundsdóttir, sem áður starfaði í starfsmannahaldi og fjármáladeild RÚV í 12 ár segist ekki muna eftir því að hafa séð svo fáa umsækjendur. Hún telur að þar kunni að hafa áhrif að fréttamenn RÚV hafi sótt alvarlegum atlögum peningamanna og ekki verið varðir. Að umsóknarferlið sé leikrit Heiða B. Heiðars, sem var auglýsingastjóri Stundarinnar segir það ekki eftirsóknarvert fyrir konur að starfa við fjölmiðlun. „Af því að konur í þessum geira fá yfir sig holskeflu af ógeði um störf sín,“ segir Heiða og heldur áfram: „Konur í fjölmiðlum þurfa að þola hótanir, ógeðsleg nafnaköll og í verstu tilfellunum verða þær fyrir umsátri af höndum karla sem telja sig hafa eitthvað upp á þær að klaga.“ Atli Þór Fanndal, sem starfar sem framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International telur annað og meira kunni að ráða því hversu fáir sæki um: „Fólk hefur nú kannski ekki mikla trú á að ráðningaferlið sé annað en leikrit. Það er vinna að sækja um.“ Þá er eftir sá möguleiki að einhverjir umsækjendur vilji ekki að nöfn sín birtist en það þurfti heljarinnar tak til að svæla út nöfn um umsækjendur útvarpsstjóra á sínum tíma. Hvað sem veldur er þetta mikill munur frá því sem var þegar Baldvin Þór Bergsson hreppti stöðu dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent