Ellefu sagt upp og boðið að færa sig í vaktavinnu Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2022 11:25 Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Ellefu fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir mánaðarmót. Þá var þrettán vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu eftir lok vetrarvertíðar í apríl. Fastráðnum starfsmönnunum hefur öllum verið boðið að færa sig yfir í vaktavinnu. Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Vísi. „Við höfum í staðinn fyrir að vera í þessari hefðbundnu botnfisksfrystingu á undanförnum árum fært okkur meira í saltfisksvinnslu sem er sveiflukenndari og í grunnin þarf ekki jafn mikið af fastráðnu fólki. Svo hefur það gerst á sama tíma með kaupum okkar á Huginn að það er meiri vinna á vöktum,“ segir Sigurgeir. Í grunninn sé um að ræða skipulagsbreytingar þar sem fyrirtækið fækki þeim starfsmönnum sem eru í fastráðningarsambandi og saltfiskvinnslunni og fjölgar þeim sem eru á uppsjávarsviðinu og á vöktum. Þurft að fjölga vöktum „Undanfarið höfum verið að gera út tvö skip og sækja til dæmis makríl austur í Smugu og þá myndast alltaf tveir til þrír dagar á milli þegar skipin fara að sækja síldina eða makrílinn,“ segir Sigurgeir. „Nú þegar Huginn kemur inn þá myndast ekki þessi hvíldartími svo í staðinn fyrir að vera með tvo hópa sem skiptast á að taka tólf tíma vaktir þá þurfum við í raun þrjá hópa svo fólk á vöktum geti hvílst á milli. Í raun og veru er þetta ekki mikil breyting meðal starfsfólksins en auðvitað er það þannig að margir þeirra sem eru í fastráðningarsambandi hafa viljað vera á vöktum.“ Óvissa fram undan Greint er frá breytingunum í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, starfsmannastjóri fyrirtækisins, að fiskvinnslan hafi verið yfirmönnuð um hríð. Við blasi frekari óvissa og verkefnaskortur á allra næstu misserum sem bregðast verði við. „Ólíklegt er að humar verður veiddur í sumar og grálúðuveiðar dragast saman. Makrílvertíð hefst ekki fyrr en í júlí og lítið verður við að vera frá því vetrarvertíð og loðnuvertíð lýkur þar til kemur að makrílnum. Ömurlegt er að þurfa að segja upp dugnaðarfólki sem stendur sig vel en vinnandi hendur þurfa trygg verkefni. Þar við bætist að við verðum greinilega vör við að fólk kýs í vaxandi mæli að ráða sig tímabundið á vertíð í vinnslu uppsjávarfisks eða botnfisks frekar en að sækjast eftir fastráðningu. Þess vegna fækkum við fastráðnum en gerum ráð fyrir að ráða eftir atvikum tímabundið í störf til viðbótar þeim fastráðnum á vertíðum,“ er haft eftir Lilju Björgu. Fastráðnir starfsmenn í botnfiskvinnslu og uppsjávarvinnslu fyrirtækisins verða 35 til 40 eftir breytingarnar. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Vísi. „Við höfum í staðinn fyrir að vera í þessari hefðbundnu botnfisksfrystingu á undanförnum árum fært okkur meira í saltfisksvinnslu sem er sveiflukenndari og í grunnin þarf ekki jafn mikið af fastráðnu fólki. Svo hefur það gerst á sama tíma með kaupum okkar á Huginn að það er meiri vinna á vöktum,“ segir Sigurgeir. Í grunninn sé um að ræða skipulagsbreytingar þar sem fyrirtækið fækki þeim starfsmönnum sem eru í fastráðningarsambandi og saltfiskvinnslunni og fjölgar þeim sem eru á uppsjávarsviðinu og á vöktum. Þurft að fjölga vöktum „Undanfarið höfum verið að gera út tvö skip og sækja til dæmis makríl austur í Smugu og þá myndast alltaf tveir til þrír dagar á milli þegar skipin fara að sækja síldina eða makrílinn,“ segir Sigurgeir. „Nú þegar Huginn kemur inn þá myndast ekki þessi hvíldartími svo í staðinn fyrir að vera með tvo hópa sem skiptast á að taka tólf tíma vaktir þá þurfum við í raun þrjá hópa svo fólk á vöktum geti hvílst á milli. Í raun og veru er þetta ekki mikil breyting meðal starfsfólksins en auðvitað er það þannig að margir þeirra sem eru í fastráðningarsambandi hafa viljað vera á vöktum.“ Óvissa fram undan Greint er frá breytingunum í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, starfsmannastjóri fyrirtækisins, að fiskvinnslan hafi verið yfirmönnuð um hríð. Við blasi frekari óvissa og verkefnaskortur á allra næstu misserum sem bregðast verði við. „Ólíklegt er að humar verður veiddur í sumar og grálúðuveiðar dragast saman. Makrílvertíð hefst ekki fyrr en í júlí og lítið verður við að vera frá því vetrarvertíð og loðnuvertíð lýkur þar til kemur að makrílnum. Ömurlegt er að þurfa að segja upp dugnaðarfólki sem stendur sig vel en vinnandi hendur þurfa trygg verkefni. Þar við bætist að við verðum greinilega vör við að fólk kýs í vaxandi mæli að ráða sig tímabundið á vertíð í vinnslu uppsjávarfisks eða botnfisks frekar en að sækjast eftir fastráðningu. Þess vegna fækkum við fastráðnum en gerum ráð fyrir að ráða eftir atvikum tímabundið í störf til viðbótar þeim fastráðnum á vertíðum,“ er haft eftir Lilju Björgu. Fastráðnir starfsmenn í botnfiskvinnslu og uppsjávarvinnslu fyrirtækisins verða 35 til 40 eftir breytingarnar.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent