Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kópavogi Atli Ísleifsson skrifar 2. febrúar 2022 07:06 Ólafur Þór Gunnarsson var þingmaður Suðvesturkjördæmis, fyrir Vinstri græna, á árunum 2013 og svo 2017 til 2021. Alþingi Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða lista Vinstri grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór, en hann var þingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Vinstri græna á árunum 2013 og svo frá 2017 til 2021. Er haft eftir honum að í bæjarstjórn séu teknar mikilvægar ákvarðanir sem snerti daglegt líf fólks. „Þar nægir að nefna leiksskóla og grunnskóla, skipulag hverfa og umhverfismál, æskulýðs og íþróttamál, auk málefna aldraðra, öryrkja og önnur velferðarmál. Þegar kemur að þessum mikilvægu málum eru því ákvarðanir mun nær fólki og því skiptir það okkur öll máli hvernig sveitarfélögum er stjórnað.” Ólafur Þór hefur áður starfað á þessum vettvangi og kveðst tilbúinn að takast á við þá áskorun að nýju. „Ég tel að stóru málin í vor muni snúa að húsnæðismálum og húsnæðisöryggi, umhverfismálum og skólamálum. Auðvitað munu allir málaflokkar sem heyra undir sveitarfélögin verða í deiglunni en þarna tel ég að þunginn muni verða mestur. Kópavogur mun á næstu árum halda áfram að þróast úr því að vera stór bær á íslenskan mælikvarða í að líkjast meira lítilli borg. Eftir því sem bærinn stækkar og verður fjölmennari verður það meiri áskorun að láta lýðræðið virka og veita bæjarbúum meiri aðkomu að ákvörðunum sem þá varða. Þeirri þróun vil ég taka þátt í og eiga samtal við bæjarbúa um hvernig þeir geta það einnig sem virkir þátttakendur. Stærri og flóknari verkefni kalla á meiri samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Samstarf á sviði félagsþjónustu, húsnæðisúrræða og umhverfis og skipulagsmála þarf að vera enn meira en áður. Öll sveitarfélögin verða að taka þátt í úrlausn húsnæðisvandans, bæði með betri þjónustu hvað varðar félagslegt húsnæði og með niðurgreiðslu húsnæðiskostnaðar til þeirra er þurfa. Enginn ætti að þurfa að nota meira en þriðjung ráðstöfunartekna til að tryggja sér öruggt húsnæði. Kópavogur er samfélag sem ég hef metnað til að gera betra og vil taka þátt í því með bæjarbúum. Hér hef ég búið mest alla mína tíð, þekki bæinn vel og innviði hans. Ég tel mig geta lagt mikið af mörkum við að gera Kópavog enn betri,” er haft eftir Ólafi Þór. Kópavogur Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór, en hann var þingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Vinstri græna á árunum 2013 og svo frá 2017 til 2021. Er haft eftir honum að í bæjarstjórn séu teknar mikilvægar ákvarðanir sem snerti daglegt líf fólks. „Þar nægir að nefna leiksskóla og grunnskóla, skipulag hverfa og umhverfismál, æskulýðs og íþróttamál, auk málefna aldraðra, öryrkja og önnur velferðarmál. Þegar kemur að þessum mikilvægu málum eru því ákvarðanir mun nær fólki og því skiptir það okkur öll máli hvernig sveitarfélögum er stjórnað.” Ólafur Þór hefur áður starfað á þessum vettvangi og kveðst tilbúinn að takast á við þá áskorun að nýju. „Ég tel að stóru málin í vor muni snúa að húsnæðismálum og húsnæðisöryggi, umhverfismálum og skólamálum. Auðvitað munu allir málaflokkar sem heyra undir sveitarfélögin verða í deiglunni en þarna tel ég að þunginn muni verða mestur. Kópavogur mun á næstu árum halda áfram að þróast úr því að vera stór bær á íslenskan mælikvarða í að líkjast meira lítilli borg. Eftir því sem bærinn stækkar og verður fjölmennari verður það meiri áskorun að láta lýðræðið virka og veita bæjarbúum meiri aðkomu að ákvörðunum sem þá varða. Þeirri þróun vil ég taka þátt í og eiga samtal við bæjarbúa um hvernig þeir geta það einnig sem virkir þátttakendur. Stærri og flóknari verkefni kalla á meiri samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Samstarf á sviði félagsþjónustu, húsnæðisúrræða og umhverfis og skipulagsmála þarf að vera enn meira en áður. Öll sveitarfélögin verða að taka þátt í úrlausn húsnæðisvandans, bæði með betri þjónustu hvað varðar félagslegt húsnæði og með niðurgreiðslu húsnæðiskostnaðar til þeirra er þurfa. Enginn ætti að þurfa að nota meira en þriðjung ráðstöfunartekna til að tryggja sér öruggt húsnæði. Kópavogur er samfélag sem ég hef metnað til að gera betra og vil taka þátt í því með bæjarbúum. Hér hef ég búið mest alla mína tíð, þekki bæinn vel og innviði hans. Ég tel mig geta lagt mikið af mörkum við að gera Kópavog enn betri,” er haft eftir Ólafi Þór.
Kópavogur Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira