Látum verkin tala Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 2. febrúar 2022 07:30 Því er stundum haldið fram með réttu, að meirihluti Íslendinga eru jafnaðarmenn í hjarta. Vilja frelsi til athafna og jafnan rétt allra til náms, starfa og lífsgæða. Og rétta hjálparhönd til þeirra sem eiga á brattann að sækja. En þessi meirihluti landsmanna virðist hins vegar eiga með stundum erfitt að finna sér skjól, samhljóm í stjórnmálaflokkum, sem halda þessum gildum á lofti. Kosningaúrslit síðari ári, bæði á sveitarstjórnarstigi og í alþingiskosningum endurspegla þetta. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt undir högg að sækja. Nú þarf að sækja fram. Ég var virkur í pólitík á árum áður. Var og er jafnaðarmaður, Hafnarfjarðarkrati. Hætti afskiptum af stjórnmálum, sáttur í hjarta og sneri mér að öðru – varð fulltrúi þjóðarinnar sem sendiherra Íslands í útlöndum. Það var þakklátt verkefni og skemmtilegt. Verk að vinna En heima er best. Það skynja langflestir Íslendingar, ekki síst þegar í harðbakkann slær. Það var mín reynsla, þegar ég var sendiherra Íslands á Indlandi og nærliggjandi löndum og Covid plágan byrjaði að geysa. Og ég og mitt samstarfsfólk reyndum að hjálpa fólki heim á leið. Og nú er ég alkominn heim í hýra Hafnarfjörðinn og langar að leggja gott til samfélagsins. Finnst það skylda mín að leggja mitt að mörkum. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram til forystu í Samfylkingunni í Hafnarfirði og freista þess að gera jafnaðarmenn að ráðandi afli í hafnfirskum stjórnmálum í komandi bæjarstjórnarkosningum í maí. Jafnaðarmenn voru um áratugaskeið akkerið í hafnfirskum stjórnmálaum og stóru umbæturnar og sigrarnir til hagsbóta fyrir bæjarbúa urðu þá til. Prófkjör í Samfylkingunni 12.febrúar næstkomandi leggur línur í því sambandi og ég óska eftir stuðningi í oddvitasæti, í 1.sætið. Jafnaðarmenn til forystu Eðlilega er ég spurður: Hvað viltu gera til að bæta bæjarhag? Mitt svar er einfalt: Allt sem nauðsynlegt er. Það er víða verk að vinna og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins síðustu átta ár hefur Hafnarfjörður dregist aftur úr. Fólksfjölgun er engin, húsnæðisframboð lélegt, þjónustu leikskóla og grunnskóla þarf að bæta- bæði gagnvart nemendum og ekki síður starfsfólki. Fólk fær seint eða ekki svör frá bæjaryfirvöldum við umleitunum sínum. Það þarf að gera svo margt og víða. Það væri auðvelt að setja fram langan loforðalista; og lofa öllum allt. Ég mun ekki gera það, en ég vísa til minna fyrri starfa í pólitík, m.a. sem fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Og það verklag sem ég viðhafði og mun gera áfram. Ég vil standa við þau fyrirheit, sem ég gef. Ég vil láta verkin tala. Fái ég góðan stuðning til forystu í forvali Samfylkingarinnar 12.febrúar munu jafnaðarmenn leggja fram skýra valkosti og verkefnaskrá um endurbætur og uppbyggingu í Hafnarfirði í aðdraganda kosninganna í maí. Og við þau fyrirheit verður staðið verði Samfylkingin kölluð til verka í kosningunum. Áfram Hafnarfjörður með jafnaðarmönnum! Látum verkin tala! Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Guðmundur Árni Stefánsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram með réttu, að meirihluti Íslendinga eru jafnaðarmenn í hjarta. Vilja frelsi til athafna og jafnan rétt allra til náms, starfa og lífsgæða. Og rétta hjálparhönd til þeirra sem eiga á brattann að sækja. En þessi meirihluti landsmanna virðist hins vegar eiga með stundum erfitt að finna sér skjól, samhljóm í stjórnmálaflokkum, sem halda þessum gildum á lofti. Kosningaúrslit síðari ári, bæði á sveitarstjórnarstigi og í alþingiskosningum endurspegla þetta. Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt undir högg að sækja. Nú þarf að sækja fram. Ég var virkur í pólitík á árum áður. Var og er jafnaðarmaður, Hafnarfjarðarkrati. Hætti afskiptum af stjórnmálum, sáttur í hjarta og sneri mér að öðru – varð fulltrúi þjóðarinnar sem sendiherra Íslands í útlöndum. Það var þakklátt verkefni og skemmtilegt. Verk að vinna En heima er best. Það skynja langflestir Íslendingar, ekki síst þegar í harðbakkann slær. Það var mín reynsla, þegar ég var sendiherra Íslands á Indlandi og nærliggjandi löndum og Covid plágan byrjaði að geysa. Og ég og mitt samstarfsfólk reyndum að hjálpa fólki heim á leið. Og nú er ég alkominn heim í hýra Hafnarfjörðinn og langar að leggja gott til samfélagsins. Finnst það skylda mín að leggja mitt að mörkum. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram til forystu í Samfylkingunni í Hafnarfirði og freista þess að gera jafnaðarmenn að ráðandi afli í hafnfirskum stjórnmálum í komandi bæjarstjórnarkosningum í maí. Jafnaðarmenn voru um áratugaskeið akkerið í hafnfirskum stjórnmálaum og stóru umbæturnar og sigrarnir til hagsbóta fyrir bæjarbúa urðu þá til. Prófkjör í Samfylkingunni 12.febrúar næstkomandi leggur línur í því sambandi og ég óska eftir stuðningi í oddvitasæti, í 1.sætið. Jafnaðarmenn til forystu Eðlilega er ég spurður: Hvað viltu gera til að bæta bæjarhag? Mitt svar er einfalt: Allt sem nauðsynlegt er. Það er víða verk að vinna og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins síðustu átta ár hefur Hafnarfjörður dregist aftur úr. Fólksfjölgun er engin, húsnæðisframboð lélegt, þjónustu leikskóla og grunnskóla þarf að bæta- bæði gagnvart nemendum og ekki síður starfsfólki. Fólk fær seint eða ekki svör frá bæjaryfirvöldum við umleitunum sínum. Það þarf að gera svo margt og víða. Það væri auðvelt að setja fram langan loforðalista; og lofa öllum allt. Ég mun ekki gera það, en ég vísa til minna fyrri starfa í pólitík, m.a. sem fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Og það verklag sem ég viðhafði og mun gera áfram. Ég vil standa við þau fyrirheit, sem ég gef. Ég vil láta verkin tala. Fái ég góðan stuðning til forystu í forvali Samfylkingarinnar 12.febrúar munu jafnaðarmenn leggja fram skýra valkosti og verkefnaskrá um endurbætur og uppbyggingu í Hafnarfirði í aðdraganda kosninganna í maí. Og við þau fyrirheit verður staðið verði Samfylkingin kölluð til verka í kosningunum. Áfram Hafnarfjörður með jafnaðarmönnum! Látum verkin tala! Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar