Hver er umboðsmaður íslenska hestsins? Ólafur R. Rafnsson skrifar 2. febrúar 2022 09:01 Þann 8. apríl 2003 gerðu landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra samkomulag um átaksverkefni til kynningar og markaðssetningar á íslenska hestinum árin 2003 - 2007. Markmið þessa verkefnis var að efla jákvæða ímynd hrossaræktar og hestamennsku með áherslu á hlutverk Íslands sem upprunalands íslenska hestsins og forystuhlutverk þess í kynbótum, ræktun og fagmennsku á sviði hestamennsku. Jafnframt að auka sölu á íslenska hestinum og hestatengdri vöru og þjónustu innanlands og utan. Einnig var unnið að því að efla almennan áhuga á hestamennsku m.a. með fræðslu og kynningum í grunnskólum og framhaldsskólum. Til þessa verkefnis var fenginn Jónas R. Jónsson sem forstöðumaður verkefnisins en Jónas hafði reynslu af fjölmiðlastörfum og alþjóðaviðskiptum. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson sagði m.a. að Jónas hafi unnið að mörgum góðum verkefnum, ekki síst varðandi atvinnuleyfi tamningamanna í Bandaríkjunum sem var mikill áfangi fyrir íslenska hestamenn. Þar á meðal má nefna lausn hinnar miklu deilu um skattamál við Þjóðverja sem umboðsmaður hafi komið verulega að. Árið 2008 skipaði þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Skilaði nefndin skýrslu um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis í árslok 2009. Íslandsstofa hefur verið með markaðsverkefni um íslenska hestinn sem var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda. Nú stendur yfir stefnumótunarvinna. Þjóðverjar eru stærsti hópur kaupenda íslenska hestsins undanfarin ár. Fjallað var ítarlega um blóðmerar á Íslandi í fréttaþættinum Plusminus á einni vinsælustu sjónvarpsstöð Þýskalands, Das Erste sem er með um 2.8 milljónir áhorfenda. Þá hafa alþjóðleg dýraverndunarsamtök sett Ísland á lista yfir lönd sem stunda dýraníð og er ekkert útlit fyrir að þau muni hætta herferð gegn blóðmerahaldi á Íslandi á næstunni. Lítil sem engin umfjöllun hefur verið í íslenskum fjölmiðum um þennan fréttaþátt í Þýskalandi, ein grein í Fréttablaðinu það er allt og sumt. Frásagnir af ömurlegri aðstöðu, þvingunaraðferðum og verulegum áhrifum á hryssur á meðan og eftir blóðtöku eru því miður staðan. Sýnt hefur verið fram á að verulega er gengið á blóðmagn í þessum hryssum, langt umfram alþjóðleg viðmið. Það er mjög mikil andstaða við þennan búskap um heim allan og líklegt er að Evrópusambandið muni banna viðskipti með efnið sem unnið er úr blóðinu og þá mun það sama líklega gilda um Ísland. Orðspor landsins og þeirra sem hafa unnið ötullega að því að markaðssetja íslenska hestinn og uppruna hans hér á landi hefur orðið fyrir skaða sem ekki fyrirséður. Hér eru miklum hagsmunum fórnað, meðan enn er heimilt að stunda blóðtöku úr fylfullum hryssum. Á Íslandi eru Dýraverndunarsamtök Íslands, félagasamtök sem íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar leita mikið til vegna umræðu um blóðmerahald. Hafa samtökin sent frá sér umsögn um frumvarp við bann á blóðtöku án þess að taka afgerandi afstöðu gegn henni. Þeir sem eru í forsvari fyrir þessi samtök, aðallega formaður, hafa beitt sér mikið á ýmsum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki umboð til þess þar sem óreiða er á stjórnarháttum samtakanna. Ekki hefur verið haldinn aðalfundur í þessu félagi frá 2018 þannig að umboð þeirra sem nú telja sig vera í forsvari fyrir félagið rann út 2020. Mikil ólga er innan raða félagsmanna og aðila sem berjast fyrir dýravelferð á orðræðu núverandi forsvarsaðila og að mínu mati ótækt þegar svo mikilvægt málefni um velferð hestsins er annars vegar. Spurningunni er því ósvarað hver er umboðsmaður íslenska hestsins eða kannski má umorða hana. Hvar er umboðsmaður íslenska hestsins? Höfundur er hestamaður og ráðgjafi við innleiðingu og úttekt á gæðastjórnunarkerfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Þann 8. apríl 2003 gerðu landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra samkomulag um átaksverkefni til kynningar og markaðssetningar á íslenska hestinum árin 2003 - 2007. Markmið þessa verkefnis var að efla jákvæða ímynd hrossaræktar og hestamennsku með áherslu á hlutverk Íslands sem upprunalands íslenska hestsins og forystuhlutverk þess í kynbótum, ræktun og fagmennsku á sviði hestamennsku. Jafnframt að auka sölu á íslenska hestinum og hestatengdri vöru og þjónustu innanlands og utan. Einnig var unnið að því að efla almennan áhuga á hestamennsku m.a. með fræðslu og kynningum í grunnskólum og framhaldsskólum. Til þessa verkefnis var fenginn Jónas R. Jónsson sem forstöðumaður verkefnisins en Jónas hafði reynslu af fjölmiðlastörfum og alþjóðaviðskiptum. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson sagði m.a. að Jónas hafi unnið að mörgum góðum verkefnum, ekki síst varðandi atvinnuleyfi tamningamanna í Bandaríkjunum sem var mikill áfangi fyrir íslenska hestamenn. Þar á meðal má nefna lausn hinnar miklu deilu um skattamál við Þjóðverja sem umboðsmaður hafi komið verulega að. Árið 2008 skipaði þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Skilaði nefndin skýrslu um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis í árslok 2009. Íslandsstofa hefur verið með markaðsverkefni um íslenska hestinn sem var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda. Nú stendur yfir stefnumótunarvinna. Þjóðverjar eru stærsti hópur kaupenda íslenska hestsins undanfarin ár. Fjallað var ítarlega um blóðmerar á Íslandi í fréttaþættinum Plusminus á einni vinsælustu sjónvarpsstöð Þýskalands, Das Erste sem er með um 2.8 milljónir áhorfenda. Þá hafa alþjóðleg dýraverndunarsamtök sett Ísland á lista yfir lönd sem stunda dýraníð og er ekkert útlit fyrir að þau muni hætta herferð gegn blóðmerahaldi á Íslandi á næstunni. Lítil sem engin umfjöllun hefur verið í íslenskum fjölmiðum um þennan fréttaþátt í Þýskalandi, ein grein í Fréttablaðinu það er allt og sumt. Frásagnir af ömurlegri aðstöðu, þvingunaraðferðum og verulegum áhrifum á hryssur á meðan og eftir blóðtöku eru því miður staðan. Sýnt hefur verið fram á að verulega er gengið á blóðmagn í þessum hryssum, langt umfram alþjóðleg viðmið. Það er mjög mikil andstaða við þennan búskap um heim allan og líklegt er að Evrópusambandið muni banna viðskipti með efnið sem unnið er úr blóðinu og þá mun það sama líklega gilda um Ísland. Orðspor landsins og þeirra sem hafa unnið ötullega að því að markaðssetja íslenska hestinn og uppruna hans hér á landi hefur orðið fyrir skaða sem ekki fyrirséður. Hér eru miklum hagsmunum fórnað, meðan enn er heimilt að stunda blóðtöku úr fylfullum hryssum. Á Íslandi eru Dýraverndunarsamtök Íslands, félagasamtök sem íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar leita mikið til vegna umræðu um blóðmerahald. Hafa samtökin sent frá sér umsögn um frumvarp við bann á blóðtöku án þess að taka afgerandi afstöðu gegn henni. Þeir sem eru í forsvari fyrir þessi samtök, aðallega formaður, hafa beitt sér mikið á ýmsum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki umboð til þess þar sem óreiða er á stjórnarháttum samtakanna. Ekki hefur verið haldinn aðalfundur í þessu félagi frá 2018 þannig að umboð þeirra sem nú telja sig vera í forsvari fyrir félagið rann út 2020. Mikil ólga er innan raða félagsmanna og aðila sem berjast fyrir dýravelferð á orðræðu núverandi forsvarsaðila og að mínu mati ótækt þegar svo mikilvægt málefni um velferð hestsins er annars vegar. Spurningunni er því ósvarað hver er umboðsmaður íslenska hestsins eða kannski má umorða hana. Hvar er umboðsmaður íslenska hestsins? Höfundur er hestamaður og ráðgjafi við innleiðingu og úttekt á gæðastjórnunarkerfum.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun