Brady, sem er 44 ára, lék 22 tímabil í NFL-deildinni og vann Ofurskálina sjö sinnum. Hann er að flestra mati besti leikmaður í sögu NFL.
OFFICIAL: Tom Brady has confirmed that he is retiring from the NFL after 22 seasons.
— SPORTbible (@sportbible) February 1, 2022
7X Super Bowl champion
5X Super Bowl MVP
3X NFL MVP
15X Pro Bowl
6X All Pro
A phenomenal career. pic.twitter.com/EhkfKiQY6G
New England Patriots valdi Brady númer 199 í nýliðavalinu 2000. Hann lék með liðinu til 2019 og vann Ofurskálina sex sinnum á þeim tíma.
Brady gekk í raðir Tampa Bay Buccaneers 2020 og strax á fyrsta tímabili sínu með liðinu vann það Ofurskálina í fyrsta sinn í nítján ár.
Brady komst alls tíu sinnum í Ofurskálina og var fimm sinnum valinn besti leikmaður hennar, síðast í fyrra, þá 43 ára. Þá var Brady þrisvar sinnum valinn besti leikmaður NFL.

NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.