„Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu“ Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2022 14:32 Jóhann Páll segir óboðlegt með öllu að láta eins og forseti Alþingis, sem er einmitt Birgir Ármannsson sem sést í bakgrunni þessarar myndar, hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, segir færslu á ríkisendurskoðanda yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri, stangast á við þrískiptingu ríkisvaldsins og geti ekki talist heimil. Þetta kom fram í ræðu Jóhanns Páls á þingi nú fyrir skömmu. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að honum hafi hreinlega runnið í skap við að flytja ræðuna. Nýlega hafi þingmönnum verið tilkynnt að forseti Alþingis hefði fallist á beiðni menningarráðherra um að ríkisendurskoðandi yrði fluttur yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri. En um er að ræða þau Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Skúla Eggert Þórðarson. Þetta mun vera gert á grundvelli 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en samkvæmt ákvæðinu „getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því“. Ríkisendurskoðun ekki hluti af framkvæmdavaldinu Jóhann Páll segir að ef greinargerðin frá því að starfsmannalög voru sett þá komi þar skýrt fram að ákvæðið snúist um heimildir ráðherra, að „heimilt sé að flytja mann úr einu embætti í annað þótt embættin heyri undir tvo ráðherra“. Jóhann Páll segir að það skipti máli, að um tvo ráðherra sé að ræða. „Því við skulum hafa það alveg á hreinu að ríkisendurskoðun er ekki hluti af framkvæmdavaldinu og ríkisendurskoðandi heyrir ekki undir neinn ráðherra – þetta er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis rétt eins og umboðsmaður Alþingis.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en Jóhann Páll sakar hana um að hafa haft þrískiptingu ríkisvaldsins að engu með skipan Skúla Eggerts.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn fullyrðir að með þessum gjörningi sé verið að misbeita 36. gr. starfsmannalaga. „Það myndi engum detta það í hug að ráðherra gæti til dæmis teygt sig yfir á svið dómsvaldsins og flutt dómara yfir í ráðuneytið sitt, en lögin gera heldur ekki ráð fyrir að ráðherra teygi sig yfir á svið löggjafarvaldsins og eftirlitsstofnana þess og sæki sér þangað embættismann,“ segir Jóhann Páll. Stórhættulegt fordæmi Þingmaðurinn bendir á að skaðlegt að beita lögunum með þeim hætti. „Og óboðlegt að láta eins og forseti Alþingis hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda, að forseti „fallist á“ flutning hans yfir til ráðuneytis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í sínum störfum, hann er trúnaðarmaður Alþingis, kosinn af Alþingi og honum verður ekki vikið úr starfi nema með samþykki Alþingis.“ Jóhann Páll telur einsýnt að hér sé sett hættulegt fordæmi og hann mótmælir því: Þetta stríði gegn þrískiptingu ríkisvalds, þetta sé virðingarleysi gagnvart Alþingi og stjórnskipulegri stöðu þeirra eftirlitsstofnana sem starfa á vegum þess. „Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu.“ Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Jóhanns Páls á þingi nú fyrir skömmu. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að honum hafi hreinlega runnið í skap við að flytja ræðuna. Nýlega hafi þingmönnum verið tilkynnt að forseti Alþingis hefði fallist á beiðni menningarráðherra um að ríkisendurskoðandi yrði fluttur yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri. En um er að ræða þau Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Skúla Eggert Þórðarson. Þetta mun vera gert á grundvelli 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en samkvæmt ákvæðinu „getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því“. Ríkisendurskoðun ekki hluti af framkvæmdavaldinu Jóhann Páll segir að ef greinargerðin frá því að starfsmannalög voru sett þá komi þar skýrt fram að ákvæðið snúist um heimildir ráðherra, að „heimilt sé að flytja mann úr einu embætti í annað þótt embættin heyri undir tvo ráðherra“. Jóhann Páll segir að það skipti máli, að um tvo ráðherra sé að ræða. „Því við skulum hafa það alveg á hreinu að ríkisendurskoðun er ekki hluti af framkvæmdavaldinu og ríkisendurskoðandi heyrir ekki undir neinn ráðherra – þetta er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis rétt eins og umboðsmaður Alþingis.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en Jóhann Páll sakar hana um að hafa haft þrískiptingu ríkisvaldsins að engu með skipan Skúla Eggerts.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn fullyrðir að með þessum gjörningi sé verið að misbeita 36. gr. starfsmannalaga. „Það myndi engum detta það í hug að ráðherra gæti til dæmis teygt sig yfir á svið dómsvaldsins og flutt dómara yfir í ráðuneytið sitt, en lögin gera heldur ekki ráð fyrir að ráðherra teygi sig yfir á svið löggjafarvaldsins og eftirlitsstofnana þess og sæki sér þangað embættismann,“ segir Jóhann Páll. Stórhættulegt fordæmi Þingmaðurinn bendir á að skaðlegt að beita lögunum með þeim hætti. „Og óboðlegt að láta eins og forseti Alþingis hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda, að forseti „fallist á“ flutning hans yfir til ráðuneytis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í sínum störfum, hann er trúnaðarmaður Alþingis, kosinn af Alþingi og honum verður ekki vikið úr starfi nema með samþykki Alþingis.“ Jóhann Páll telur einsýnt að hér sé sett hættulegt fordæmi og hann mótmælir því: Þetta stríði gegn þrískiptingu ríkisvalds, þetta sé virðingarleysi gagnvart Alþingi og stjórnskipulegri stöðu þeirra eftirlitsstofnana sem starfa á vegum þess. „Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu.“
Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Sjá meira
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29