Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri hjá YGG

Atli Ísleifsson skrifar
Björgvin Stefán Pétursson.
Björgvin Stefán Pétursson. YGG

Björgvin Stefán Pétursson lögfræðingur hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu Yggdrasil Carbon ehf.

Í tilkynningu segir að Björgvin Stefán sé með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann búi nú ásamt fjölskyldu sinni á Egilsstöðum, þar sem YGG er með starfsstöð.

Haft er eftir Hilmari Gunnlaugssyni, stjórnarformanni YGG, að innkoma Björgvins sem framkvæmdastjóra hafi verið félaginu mikil lyftistöng og að félagið líti björtum augum til framtíðar „með trú á okkar öfluga teymi og það mikilvæga verkefni að vinna með landeigendum að kolefnisverkefnum sem bæta búsetuskilyrði um allt land, auka lífsgæði okkar allra og afkomenda okkar og eru þjóðhagslega hagkvæm.“ 

Um félagið segir að YGG leggi áherslu á langtímaverkefni sem skili raunverulegum og mælanlegum árangri, þar sem unnið sé samkvæmt viðurkenndum stöðlum við framleiðslu vottaðra kolefniseininga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×