Vakandi fólk, virkt lýðræði Arnar Þór Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 09:00 Að ytri ásýnd stendur lýðræðið óhaggað: Við erum með löggjafarþing, ríkisstjórn og dómstóla, stjórnarskrárfestu, lög sem verja eignarrétt, mannréttindasáttmála, fjölmiðla sem státa sig af mikilvægu lýðræðislegu hlutverki og sennilega eitt hæsta hlutfall lögfræðinga miðað við höfðatölu. Þessar stoðir hafa þó ekki reynst jafn traustar og vonast var til. Á tveimur árum hefur orðið ískyggileg umbreyting á stjórnarfarinu og þrengt hefur verið að ferðafrelsi, fundafrelsi, tjáningarfrelsi, yfirráðum yfir eigin líkama o.fl. Eins og hendi væri veifað hafa völd og áhrif verið afhent sérfræðingum, sem tala máli „vísindanna“ og virðast gegna einhvers konar presthlutverki gagnvart þeim sem segjast „trúa á vísindin“. Kennivaldið er slíkt að kjörnir fulltrúar telja sér vænlegast að hlýða og fylgja fyrirmælum sérfræðinganna. Góð ráðgjöf? Eftir því sem liðið hefur á tímabil þessara nýju stjórnarhátta hefur komið æ betur í ljós að hinir nýju og ólýðræðislega útvöldu „leiðtogar“ okkar hafa ekki haft eins skýra sýn út úr þokunni og þeir vildu vera láta. Bóluefnin dugðu ekki til að stöðva útbreiðslu kórónaveirunnar (C19). Bólusettir smitast af C19 og smita aðra. Bólusettir eru lagðir inn á sjúkrahús og í minnihluta tilvika deyja bólusettir. Bóluefni þessi tryggja m.ö.o. ekki ónæmi og virðast hafa aukaverkanir langt umfram þekkt, eldri bóluefni. Í útvarpsþættinum Sprengisandi 19. desember sl. vék Tómas Guðbjartsson læknir sér undan því að svara spurningu minni um hvort bóluefnin gegn C19 væru örugg og árangursrík. Ef einhver læknir treystir sér til að lýsa því opinberlega yfir er hér með kallað eftir því. Ráðgjöf sóttvarnalæknis virðist í veigamiklum atriðum hafa vikið frá grunnviðmiði læknisfræðinnar um einstaklingsmiðaða meðferð. Bólusetning barna er t.d. ekki ráðlögð í Svíþjóð. Ein sprauta reyndist ekki duga eins og ætlað var. Nú undirbúa menn víða fjórðu sprautuna. Þegar tví- og þríbólusett fólk sem sannanlega hefur smitast af tví- og þrísprautuðum krefst þess að óbólusettir verði sviptir borgaralegum réttindum, þá er tímabært að skerpa á rökhugsun. Eru slíkar réttindaskerðingar réttlætanlegar þegar um er að ræða efni sem gera ekki annað en að draga úr einkennum? Svar mitt er nei. Slík viðbrögð eru langt umfram meðalhóf. Þrátt fyrir upplýsingar um háan meðalaldur látinna og lágt dánarhlutfall þeirra sem hafa greinst með C19 hérlendis (minna en 0,1%) hafa fjölmiðlar haldið uppi linnulausum hræðsluáróðri. Samkvæmt frétt Daily Telegraph 29. janúar sl. mun fjöldi andláta í Bretlandi vegna truflunar á læknismeðferð hafa fjórfaldast í fyrstu umferð lokana (e. lockdown) þar í landi. Þótt enn skorti gögn um slíkt hérlendis liggur fyrir ofbeldi gegn börnum hefur aukist sl. 2 ár, sem og geðraskanir, vímuefnaneysla o.fl. Ráðgjöf sérfræðinganna hefur samkvæmt framansögðu reynst alvarlega gölluð og hefur mögulega valdið tjóni umfram þann ávinning sem henni var ætlað að skila. Frammi fyrir þessu er brýnt að staldra við og viðurkenna að þetta stjórnarfar er í grunninn ólýðræðislegt, brýtur gegn stjórnskipun Íslands og yfirstígur mörk alls meðalhófs. Kjósendur hafa ekki samþykkt stjórnarhætti sem grundvallast á reglum sem settar eru án lýðræðislegrar umræðu og framkalla ábyrgðarlausa og vélræna stjórn landsmála. Ein alvarlegasta hliðarverkunin er þessi: Þegar stjórnað er með tilskipunum en ekki almennum lögum er auðveldara að mismuna fólki. Embættismönnum er þá falið að úthluta undanþágum og leyfum. Þar opinberast fljótt greinarmunur á valdhöfum sjálfum og vinum þeirra annars vegar og almenningi hins vegar. Varhugaverð þróun Í framkvæmd hefur Alþingi verið gert áhrifalaust. Nýtt stjórnarfar hefur í reynd verið innleitt þegjandi og hljóðalaust, án þess að fjölmiðlar, fræðimenn, lögfræðingar eða aðrir hafi veitt viðeigandi viðnám. Í stað þingræðis búum við nú við sérfræðingaræði. Í stað laga er stjórnað með fyrirmælum. Eldri viðmið um temprað ríkisvald hafa vikið fyrir kennivaldi sem ekkert virðist mega tempra. Sóttvarnalög hafa verið notuð til yfirtrompa stjórnarskrá. Rörsýn á eitt svið hefur leyst heildarsýn af hólmi. Stjórnmálin hafa verið aftengd jafnvægisstillingar-hlutverki sínu. Áherslan hefur færst frá almennum réttindum yfir á sérréttindi. Stjórnskipunarhefðum hefur verið ýtt til hliðar með vísan til neyðarástands sem nú er ekki sjáanlegt. Ný valdastétt er að stíga fram, sem virðist líta svo á að hlutverk þeirra sé að drottna yfir almenningi, en ekki að þjóna almenningi. Ískyggilegast af öllu er þó kannski þetta: Sama mynstur má greina um víða veröld. Lýðræðisleg stjórnskipun veikist með hverjum deginum. Fjölmiðlar hafa ekki staðið undir væntingum. Dómstólar hafa varpað frá sér aðhaldshlutverki sínu með því ýmist að játa valdhöfum „svigrúm“ eða vakta ekki eigin tölvukerfi og láta tímafresti renna út án þess að leysa út brýnum álitaefnum, sbr. Lrd. í máli 805/2021. Vítahringur er orðinn til: Valdhafar ala á ótta - óttinn kallar á aðgerðir - aðgerðir skapa vinsældir sem hvetja valdhafa til að viðhalda óttanum. Þaggað er niður í mótmælum með því að úthluta styrkjum (gulrót) og hóta frelsisskerðingum (svipa). Ekki er gott að spá fyrir um afleiðingarnar í bráð og lengd. Helsta vonin er þó sú að fólk taki ábyrgð á lýðræðinu, kalli valdhafa til ábyrgðar, krefjist þess að fá að stjórna sér sjálft og standi gegn því að stjórnvöld seilist of langt í valdbeitingu. Alþingi, sem skipað er þjóðkjörnum fulltrúum, verður að stíga hér inn og gæta hagsmuna borgaranna með öllu því valdi og öllum þeim leiðum sem Alþingi eru færar. Þingmönnum ber skylda til að vera rödd borgaranna og nota þá rödd til að verja réttindi þeirra og frelsi. Áskorun Engin brýn nauðsyn krefst nú opinberra sóttvarnaráðstafana. Áframhaldandi og nýjar frelsisskerðandi aðgerðir stjórnvalda jafngilda nú lögleysu. Sjálfstæðisflokknum ber að rjúfa þetta ástand nú þegar. Að öðrum kosti er höggvið á lýðræðislegar rætur flokksins og trúverðugleika fórnað. Í ljósi alls framanritaðs og til að draga úr líkum á síðari endurtekningum hef ég lagt til að Sjálfstæðismenn standi fyrir kynningar-, funda- og fræðsluherferð um grundvallaratriði lýðræðislegs stjórnarfar og kalli almenning til virkari þátttöku í borgaralegu samfélagi. Geti ég orðið að liði í því sambandi skal ég með gleði ferðast hvert á land sem er. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Að ytri ásýnd stendur lýðræðið óhaggað: Við erum með löggjafarþing, ríkisstjórn og dómstóla, stjórnarskrárfestu, lög sem verja eignarrétt, mannréttindasáttmála, fjölmiðla sem státa sig af mikilvægu lýðræðislegu hlutverki og sennilega eitt hæsta hlutfall lögfræðinga miðað við höfðatölu. Þessar stoðir hafa þó ekki reynst jafn traustar og vonast var til. Á tveimur árum hefur orðið ískyggileg umbreyting á stjórnarfarinu og þrengt hefur verið að ferðafrelsi, fundafrelsi, tjáningarfrelsi, yfirráðum yfir eigin líkama o.fl. Eins og hendi væri veifað hafa völd og áhrif verið afhent sérfræðingum, sem tala máli „vísindanna“ og virðast gegna einhvers konar presthlutverki gagnvart þeim sem segjast „trúa á vísindin“. Kennivaldið er slíkt að kjörnir fulltrúar telja sér vænlegast að hlýða og fylgja fyrirmælum sérfræðinganna. Góð ráðgjöf? Eftir því sem liðið hefur á tímabil þessara nýju stjórnarhátta hefur komið æ betur í ljós að hinir nýju og ólýðræðislega útvöldu „leiðtogar“ okkar hafa ekki haft eins skýra sýn út úr þokunni og þeir vildu vera láta. Bóluefnin dugðu ekki til að stöðva útbreiðslu kórónaveirunnar (C19). Bólusettir smitast af C19 og smita aðra. Bólusettir eru lagðir inn á sjúkrahús og í minnihluta tilvika deyja bólusettir. Bóluefni þessi tryggja m.ö.o. ekki ónæmi og virðast hafa aukaverkanir langt umfram þekkt, eldri bóluefni. Í útvarpsþættinum Sprengisandi 19. desember sl. vék Tómas Guðbjartsson læknir sér undan því að svara spurningu minni um hvort bóluefnin gegn C19 væru örugg og árangursrík. Ef einhver læknir treystir sér til að lýsa því opinberlega yfir er hér með kallað eftir því. Ráðgjöf sóttvarnalæknis virðist í veigamiklum atriðum hafa vikið frá grunnviðmiði læknisfræðinnar um einstaklingsmiðaða meðferð. Bólusetning barna er t.d. ekki ráðlögð í Svíþjóð. Ein sprauta reyndist ekki duga eins og ætlað var. Nú undirbúa menn víða fjórðu sprautuna. Þegar tví- og þríbólusett fólk sem sannanlega hefur smitast af tví- og þrísprautuðum krefst þess að óbólusettir verði sviptir borgaralegum réttindum, þá er tímabært að skerpa á rökhugsun. Eru slíkar réttindaskerðingar réttlætanlegar þegar um er að ræða efni sem gera ekki annað en að draga úr einkennum? Svar mitt er nei. Slík viðbrögð eru langt umfram meðalhóf. Þrátt fyrir upplýsingar um háan meðalaldur látinna og lágt dánarhlutfall þeirra sem hafa greinst með C19 hérlendis (minna en 0,1%) hafa fjölmiðlar haldið uppi linnulausum hræðsluáróðri. Samkvæmt frétt Daily Telegraph 29. janúar sl. mun fjöldi andláta í Bretlandi vegna truflunar á læknismeðferð hafa fjórfaldast í fyrstu umferð lokana (e. lockdown) þar í landi. Þótt enn skorti gögn um slíkt hérlendis liggur fyrir ofbeldi gegn börnum hefur aukist sl. 2 ár, sem og geðraskanir, vímuefnaneysla o.fl. Ráðgjöf sérfræðinganna hefur samkvæmt framansögðu reynst alvarlega gölluð og hefur mögulega valdið tjóni umfram þann ávinning sem henni var ætlað að skila. Frammi fyrir þessu er brýnt að staldra við og viðurkenna að þetta stjórnarfar er í grunninn ólýðræðislegt, brýtur gegn stjórnskipun Íslands og yfirstígur mörk alls meðalhófs. Kjósendur hafa ekki samþykkt stjórnarhætti sem grundvallast á reglum sem settar eru án lýðræðislegrar umræðu og framkalla ábyrgðarlausa og vélræna stjórn landsmála. Ein alvarlegasta hliðarverkunin er þessi: Þegar stjórnað er með tilskipunum en ekki almennum lögum er auðveldara að mismuna fólki. Embættismönnum er þá falið að úthluta undanþágum og leyfum. Þar opinberast fljótt greinarmunur á valdhöfum sjálfum og vinum þeirra annars vegar og almenningi hins vegar. Varhugaverð þróun Í framkvæmd hefur Alþingi verið gert áhrifalaust. Nýtt stjórnarfar hefur í reynd verið innleitt þegjandi og hljóðalaust, án þess að fjölmiðlar, fræðimenn, lögfræðingar eða aðrir hafi veitt viðeigandi viðnám. Í stað þingræðis búum við nú við sérfræðingaræði. Í stað laga er stjórnað með fyrirmælum. Eldri viðmið um temprað ríkisvald hafa vikið fyrir kennivaldi sem ekkert virðist mega tempra. Sóttvarnalög hafa verið notuð til yfirtrompa stjórnarskrá. Rörsýn á eitt svið hefur leyst heildarsýn af hólmi. Stjórnmálin hafa verið aftengd jafnvægisstillingar-hlutverki sínu. Áherslan hefur færst frá almennum réttindum yfir á sérréttindi. Stjórnskipunarhefðum hefur verið ýtt til hliðar með vísan til neyðarástands sem nú er ekki sjáanlegt. Ný valdastétt er að stíga fram, sem virðist líta svo á að hlutverk þeirra sé að drottna yfir almenningi, en ekki að þjóna almenningi. Ískyggilegast af öllu er þó kannski þetta: Sama mynstur má greina um víða veröld. Lýðræðisleg stjórnskipun veikist með hverjum deginum. Fjölmiðlar hafa ekki staðið undir væntingum. Dómstólar hafa varpað frá sér aðhaldshlutverki sínu með því ýmist að játa valdhöfum „svigrúm“ eða vakta ekki eigin tölvukerfi og láta tímafresti renna út án þess að leysa út brýnum álitaefnum, sbr. Lrd. í máli 805/2021. Vítahringur er orðinn til: Valdhafar ala á ótta - óttinn kallar á aðgerðir - aðgerðir skapa vinsældir sem hvetja valdhafa til að viðhalda óttanum. Þaggað er niður í mótmælum með því að úthluta styrkjum (gulrót) og hóta frelsisskerðingum (svipa). Ekki er gott að spá fyrir um afleiðingarnar í bráð og lengd. Helsta vonin er þó sú að fólk taki ábyrgð á lýðræðinu, kalli valdhafa til ábyrgðar, krefjist þess að fá að stjórna sér sjálft og standi gegn því að stjórnvöld seilist of langt í valdbeitingu. Alþingi, sem skipað er þjóðkjörnum fulltrúum, verður að stíga hér inn og gæta hagsmuna borgaranna með öllu því valdi og öllum þeim leiðum sem Alþingi eru færar. Þingmönnum ber skylda til að vera rödd borgaranna og nota þá rödd til að verja réttindi þeirra og frelsi. Áskorun Engin brýn nauðsyn krefst nú opinberra sóttvarnaráðstafana. Áframhaldandi og nýjar frelsisskerðandi aðgerðir stjórnvalda jafngilda nú lögleysu. Sjálfstæðisflokknum ber að rjúfa þetta ástand nú þegar. Að öðrum kosti er höggvið á lýðræðislegar rætur flokksins og trúverðugleika fórnað. Í ljósi alls framanritaðs og til að draga úr líkum á síðari endurtekningum hef ég lagt til að Sjálfstæðismenn standi fyrir kynningar-, funda- og fræðsluherferð um grundvallaratriði lýðræðislegs stjórnarfar og kalli almenning til virkari þátttöku í borgaralegu samfélagi. Geti ég orðið að liði í því sambandi skal ég með gleði ferðast hvert á land sem er. Höfundur er lögmaður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun