Stjórnvöld þurfi að grípa hratt inn í ástandið Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 31. janúar 2022 20:51 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Vilhelm. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórnvöld verði að grípa hratt inn í vegna ástandsins á húsnæðismarkaði hér á landi. Staðan er á húsnæðismarkaðinum er þung. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Húsnæðisliðurinn vegur einna þyngst en á sama tíma og greiðslubyrði lána hefur hækkað um allt að 14 prósent hefur meðalíbúðaverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað verulega. Ragnar Þór segir að stjórnvöld þurfi að bregðast við þessu ástandi og nefnir hann dæmi af leigumarkaðinum máli sínu til stuðnings. „Við höfum verið í sambandi við fjölskyldur sem hafa verið að leigja til dæmis íbúðir á 280 þúsund á mánuði fyrir svona 24 mánuðum síðan. Núna er leigan farin að fara yfir 310 þúsund á mánuði og þetta er að gerast á skömmum tíma. Þetta ástand á bara eftir að versna,“ sagði Ragnar Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Orð Ragnars eru þau sömu og koma fram í umsögn VR um nýtt frumvarp Flokks fólksins þar sem lagt er til að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr vísitölu neysluverðs. Er markmið frumvarpsins að sporna gegn áhrifum verðbólgunnar á heimili landsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að verðbólgustaðan væri áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að það væri tekjulægra fólk sem fyndi fyrst fyrir áhrifum verðbólgunnar. Ragnar Þór segir að ef ekkert verði gert nú muni staðan hafa mikil áhrif á kjaraviðræður í haust. „Hjá fólki sem hefur lítið á milli handanna eða lítið afgangs þá skipta þrjátíu þúsund krónur hækkun gríðarlega máli. Til að setja það í samhengi þá þurfum við í verkalýðshreyfingunni að semja um ríflega fimmtíu þúsund króna launahækkun bara til að standa undir þessum kostnaði,“ sagði Ragnar. „Ef það verður ekki gripið inn í, ef stjórnvöld ætla bara að sitja á hliðarlínunni og gera ekki neitt að þá endar þetta bara á borðinu hjá okkur, aðilum vinnumarkaðarins, þegar kjarasamningar losna núna í haust. Það er í rauninni alveg ótrúlegt að horfa upp á aðgerðarleysið vegna þess að við erum búin að benda á þetta mánuðum saman frá því í haust,“ sagði Ragnar ennfremur. Kjaramál Húsnæðismál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Þung staða á húsnæðismarkaði: „Þurfum að huga meira að framboðshliðinni“ Svört staða er uppi á húsnæðismarkaði nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og framboð á íbúðum sjaldan verið minna. Fjármálaráðherra segir þetta áhyggjuefni, ekki síst með tilliti til tekjulægri einstaklinga. 31. janúar 2022 19:44 Íbúðamarkaður með krónískan háþrýsting Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl. 31. janúar 2022 08:00 Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08 Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35 Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Staðan er á húsnæðismarkaðinum er þung. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Húsnæðisliðurinn vegur einna þyngst en á sama tíma og greiðslubyrði lána hefur hækkað um allt að 14 prósent hefur meðalíbúðaverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað verulega. Ragnar Þór segir að stjórnvöld þurfi að bregðast við þessu ástandi og nefnir hann dæmi af leigumarkaðinum máli sínu til stuðnings. „Við höfum verið í sambandi við fjölskyldur sem hafa verið að leigja til dæmis íbúðir á 280 þúsund á mánuði fyrir svona 24 mánuðum síðan. Núna er leigan farin að fara yfir 310 þúsund á mánuði og þetta er að gerast á skömmum tíma. Þetta ástand á bara eftir að versna,“ sagði Ragnar Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Orð Ragnars eru þau sömu og koma fram í umsögn VR um nýtt frumvarp Flokks fólksins þar sem lagt er til að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr vísitölu neysluverðs. Er markmið frumvarpsins að sporna gegn áhrifum verðbólgunnar á heimili landsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að verðbólgustaðan væri áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að það væri tekjulægra fólk sem fyndi fyrst fyrir áhrifum verðbólgunnar. Ragnar Þór segir að ef ekkert verði gert nú muni staðan hafa mikil áhrif á kjaraviðræður í haust. „Hjá fólki sem hefur lítið á milli handanna eða lítið afgangs þá skipta þrjátíu þúsund krónur hækkun gríðarlega máli. Til að setja það í samhengi þá þurfum við í verkalýðshreyfingunni að semja um ríflega fimmtíu þúsund króna launahækkun bara til að standa undir þessum kostnaði,“ sagði Ragnar. „Ef það verður ekki gripið inn í, ef stjórnvöld ætla bara að sitja á hliðarlínunni og gera ekki neitt að þá endar þetta bara á borðinu hjá okkur, aðilum vinnumarkaðarins, þegar kjarasamningar losna núna í haust. Það er í rauninni alveg ótrúlegt að horfa upp á aðgerðarleysið vegna þess að við erum búin að benda á þetta mánuðum saman frá því í haust,“ sagði Ragnar ennfremur.
Kjaramál Húsnæðismál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Þung staða á húsnæðismarkaði: „Þurfum að huga meira að framboðshliðinni“ Svört staða er uppi á húsnæðismarkaði nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og framboð á íbúðum sjaldan verið minna. Fjármálaráðherra segir þetta áhyggjuefni, ekki síst með tilliti til tekjulægri einstaklinga. 31. janúar 2022 19:44 Íbúðamarkaður með krónískan háþrýsting Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl. 31. janúar 2022 08:00 Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08 Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35 Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Þung staða á húsnæðismarkaði: „Þurfum að huga meira að framboðshliðinni“ Svört staða er uppi á húsnæðismarkaði nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og framboð á íbúðum sjaldan verið minna. Fjármálaráðherra segir þetta áhyggjuefni, ekki síst með tilliti til tekjulægri einstaklinga. 31. janúar 2022 19:44
Íbúðamarkaður með krónískan háþrýsting Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl. 31. janúar 2022 08:00
Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08
Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35
Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00