Ekki sammála um hvað Klopp hefði gert Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 31. janúar 2022 19:40 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra, eru miklir aðdáendur Liverpool og var knattspyrnustjóri félagsins dreginn inn í umræður um hversu stór og hröð skref ætti að stíga í að aflétta samkomutakmörkunum. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, eru ekki á einu máli um hvernig Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska knattspyrnufélagsins Liverpool, myndi bregðast við breyttum aðstæðum í kórónuveirufaldrinum, væri hann við stjórnvölinn. Katrín og Þorgerður Katrín mættust í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þær tókust á um hvort stíga ætti hraðari skref til afléttingar samkomutakmarkana hér á landi en ráð er er gert fyrir. Vildi Þorgerður Katrín meina að tilefni væri til að feta í fótspor Dana og aflétta ætti öllum samkomutakmörkunum við fyrsta tækifæri. Var hún spurð að því hvort að hún myndi aflétta öllu réði hún ferðinni? „Já, ég myndi gera það. Ég myndi fara svipaða leið og Danir. Danir eru að fara að aflétta öllu á morgun. Á afmælisdegi Katrínar, 1. febrúar. Ég hefði bara breytt um leikskipulag,“ sagði Þorgerður Katrín og dró fyrrnefndan Klopp inn í umræðuna. „Allar staðreyndir sýna fram á það að við getum gert það og ég hefði líka, talandi um eitthvað sem við Katrín eigum sameiginlegt. Jürgen Klopp hefði brugðist öðruvísi við, hann hefði aflétt hraðar, sagði Þorgerður Katrín en hún og Katrín eru forfallnir aðdáendur Liverpool og þar með Þjóðverjans snjalla. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á sér marga aðdáendur.EPA-EFE/Chris Brunskill Sjálf var Katrín hins vegar efins um að Klopp myndi stíga þau skref sem Þorgerður minntist á. „Ég veit það ekki sko. Ég held að Klopp hefði gert nákvæmlega það sem við gerðum í síðustu viku sem er náttúrulega mikilvægasta breytingin kannski af þeim öllum sem er breytt fyrirkomulag sóttkvíar og smitgátar, sagði Katrín sem vildi jafnframt meina að með því væru stjórnvöld að færa samfélagið frá því að tempra fjölgun smita yfir í að opna það.“ Sagði hún jafnframt mikilvægt að stíga varfærin skref í samráði við sérfræðinga og það sem vísindin segja. „Ég get alveg fullvissað okkur öll um það að við erum að reyna að gera þetta í sem bestu samráði við vísindamenn og sérfræðinga og mögulegt er, þannig að við getum hreinlega klárað þetta,“ sagði Katrín. Þorgerður Katrín greip þá orðið á lofti og sagðist ekki efast um að hlustað væri á vísindin í Danmörku. „Vísindin einmitt segja okkur það að við getum tekið stærri skref núna og ég efast ekki um það að Danir eru einmitt að byggja allt sitt á vísindum. Við eigum að taka mun stærri skref heldur en verið er að gera núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Katrín og Þorgerður Katrín mættust í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þær tókust á um hvort stíga ætti hraðari skref til afléttingar samkomutakmarkana hér á landi en ráð er er gert fyrir. Vildi Þorgerður Katrín meina að tilefni væri til að feta í fótspor Dana og aflétta ætti öllum samkomutakmörkunum við fyrsta tækifæri. Var hún spurð að því hvort að hún myndi aflétta öllu réði hún ferðinni? „Já, ég myndi gera það. Ég myndi fara svipaða leið og Danir. Danir eru að fara að aflétta öllu á morgun. Á afmælisdegi Katrínar, 1. febrúar. Ég hefði bara breytt um leikskipulag,“ sagði Þorgerður Katrín og dró fyrrnefndan Klopp inn í umræðuna. „Allar staðreyndir sýna fram á það að við getum gert það og ég hefði líka, talandi um eitthvað sem við Katrín eigum sameiginlegt. Jürgen Klopp hefði brugðist öðruvísi við, hann hefði aflétt hraðar, sagði Þorgerður Katrín en hún og Katrín eru forfallnir aðdáendur Liverpool og þar með Þjóðverjans snjalla. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á sér marga aðdáendur.EPA-EFE/Chris Brunskill Sjálf var Katrín hins vegar efins um að Klopp myndi stíga þau skref sem Þorgerður minntist á. „Ég veit það ekki sko. Ég held að Klopp hefði gert nákvæmlega það sem við gerðum í síðustu viku sem er náttúrulega mikilvægasta breytingin kannski af þeim öllum sem er breytt fyrirkomulag sóttkvíar og smitgátar, sagði Katrín sem vildi jafnframt meina að með því væru stjórnvöld að færa samfélagið frá því að tempra fjölgun smita yfir í að opna það.“ Sagði hún jafnframt mikilvægt að stíga varfærin skref í samráði við sérfræðinga og það sem vísindin segja. „Ég get alveg fullvissað okkur öll um það að við erum að reyna að gera þetta í sem bestu samráði við vísindamenn og sérfræðinga og mögulegt er, þannig að við getum hreinlega klárað þetta,“ sagði Katrín. Þorgerður Katrín greip þá orðið á lofti og sagðist ekki efast um að hlustað væri á vísindin í Danmörku. „Vísindin einmitt segja okkur það að við getum tekið stærri skref núna og ég efast ekki um það að Danir eru einmitt að byggja allt sitt á vísindum. Við eigum að taka mun stærri skref heldur en verið er að gera núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira