Ekki sammála um hvað Klopp hefði gert Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 31. janúar 2022 19:40 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra, eru miklir aðdáendur Liverpool og var knattspyrnustjóri félagsins dreginn inn í umræður um hversu stór og hröð skref ætti að stíga í að aflétta samkomutakmörkunum. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, eru ekki á einu máli um hvernig Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska knattspyrnufélagsins Liverpool, myndi bregðast við breyttum aðstæðum í kórónuveirufaldrinum, væri hann við stjórnvölinn. Katrín og Þorgerður Katrín mættust í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þær tókust á um hvort stíga ætti hraðari skref til afléttingar samkomutakmarkana hér á landi en ráð er er gert fyrir. Vildi Þorgerður Katrín meina að tilefni væri til að feta í fótspor Dana og aflétta ætti öllum samkomutakmörkunum við fyrsta tækifæri. Var hún spurð að því hvort að hún myndi aflétta öllu réði hún ferðinni? „Já, ég myndi gera það. Ég myndi fara svipaða leið og Danir. Danir eru að fara að aflétta öllu á morgun. Á afmælisdegi Katrínar, 1. febrúar. Ég hefði bara breytt um leikskipulag,“ sagði Þorgerður Katrín og dró fyrrnefndan Klopp inn í umræðuna. „Allar staðreyndir sýna fram á það að við getum gert það og ég hefði líka, talandi um eitthvað sem við Katrín eigum sameiginlegt. Jürgen Klopp hefði brugðist öðruvísi við, hann hefði aflétt hraðar, sagði Þorgerður Katrín en hún og Katrín eru forfallnir aðdáendur Liverpool og þar með Þjóðverjans snjalla. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á sér marga aðdáendur.EPA-EFE/Chris Brunskill Sjálf var Katrín hins vegar efins um að Klopp myndi stíga þau skref sem Þorgerður minntist á. „Ég veit það ekki sko. Ég held að Klopp hefði gert nákvæmlega það sem við gerðum í síðustu viku sem er náttúrulega mikilvægasta breytingin kannski af þeim öllum sem er breytt fyrirkomulag sóttkvíar og smitgátar, sagði Katrín sem vildi jafnframt meina að með því væru stjórnvöld að færa samfélagið frá því að tempra fjölgun smita yfir í að opna það.“ Sagði hún jafnframt mikilvægt að stíga varfærin skref í samráði við sérfræðinga og það sem vísindin segja. „Ég get alveg fullvissað okkur öll um það að við erum að reyna að gera þetta í sem bestu samráði við vísindamenn og sérfræðinga og mögulegt er, þannig að við getum hreinlega klárað þetta,“ sagði Katrín. Þorgerður Katrín greip þá orðið á lofti og sagðist ekki efast um að hlustað væri á vísindin í Danmörku. „Vísindin einmitt segja okkur það að við getum tekið stærri skref núna og ég efast ekki um það að Danir eru einmitt að byggja allt sitt á vísindum. Við eigum að taka mun stærri skref heldur en verið er að gera núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira
Katrín og Þorgerður Katrín mættust í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þær tókust á um hvort stíga ætti hraðari skref til afléttingar samkomutakmarkana hér á landi en ráð er er gert fyrir. Vildi Þorgerður Katrín meina að tilefni væri til að feta í fótspor Dana og aflétta ætti öllum samkomutakmörkunum við fyrsta tækifæri. Var hún spurð að því hvort að hún myndi aflétta öllu réði hún ferðinni? „Já, ég myndi gera það. Ég myndi fara svipaða leið og Danir. Danir eru að fara að aflétta öllu á morgun. Á afmælisdegi Katrínar, 1. febrúar. Ég hefði bara breytt um leikskipulag,“ sagði Þorgerður Katrín og dró fyrrnefndan Klopp inn í umræðuna. „Allar staðreyndir sýna fram á það að við getum gert það og ég hefði líka, talandi um eitthvað sem við Katrín eigum sameiginlegt. Jürgen Klopp hefði brugðist öðruvísi við, hann hefði aflétt hraðar, sagði Þorgerður Katrín en hún og Katrín eru forfallnir aðdáendur Liverpool og þar með Þjóðverjans snjalla. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á sér marga aðdáendur.EPA-EFE/Chris Brunskill Sjálf var Katrín hins vegar efins um að Klopp myndi stíga þau skref sem Þorgerður minntist á. „Ég veit það ekki sko. Ég held að Klopp hefði gert nákvæmlega það sem við gerðum í síðustu viku sem er náttúrulega mikilvægasta breytingin kannski af þeim öllum sem er breytt fyrirkomulag sóttkvíar og smitgátar, sagði Katrín sem vildi jafnframt meina að með því væru stjórnvöld að færa samfélagið frá því að tempra fjölgun smita yfir í að opna það.“ Sagði hún jafnframt mikilvægt að stíga varfærin skref í samráði við sérfræðinga og það sem vísindin segja. „Ég get alveg fullvissað okkur öll um það að við erum að reyna að gera þetta í sem bestu samráði við vísindamenn og sérfræðinga og mögulegt er, þannig að við getum hreinlega klárað þetta,“ sagði Katrín. Þorgerður Katrín greip þá orðið á lofti og sagðist ekki efast um að hlustað væri á vísindin í Danmörku. „Vísindin einmitt segja okkur það að við getum tekið stærri skref núna og ég efast ekki um það að Danir eru einmitt að byggja allt sitt á vísindum. Við eigum að taka mun stærri skref heldur en verið er að gera núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Sjá meira