Sport

Sá sigursælasti í sögunni vekur athygli fyrir fótboltatækni sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Nadal með bikarinn sem hann vann í Ástralíu um helgina.
Rafael Nadal með bikarinn sem hann vann í Ástralíu um helgina. AP/Hamish Blair

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal skrifaði nafn sitt á spjöld sögunnar um helgina þegar hann vann sitt 21. risamót á ferlinum.

Nadal vann sig inn í úrslitaleikinn á Opna ástralska risamótinu og tókst að vinna þrátt fyrir að tapa fyrstu tveimur settunum á móti Rússanum Daniil Medvedev.

Nadal er sá fyrsti til að vinna svo mörg risamót en fyrir Opna ástralska mótið voru hann, Roger Federer og Novak Djokovic allir jafnir með tuttugu risatitla.

Federer og Djokovic voru ekki með á mótinu í Ástralíu en Djokovic var rekinn úr landi fyrir að mæta óbólusettur til Ástralíu.

Hinn 35 ára gamli Spánverji nýtti sér fjarveru hinna goðsagnanna og vann mótið í Ástralíu í fyrsta sinn síðan 2009.

Nadal er ekki bara góður með tennisspaðann heldur er líka greinilega með fótboltahæfileika eins og hann hefur margoft sýnt og það með tennisboltann en ekki fótboltann.

Hér fyrir neðan má sjá samantekt með fótboltasnilli Rafa Nadal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×