Innlent

Ás­mundur vill verða sveitar­stjóri Rang­ár­þings ytra

Atli Ísleifsson skrifar
Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson hefur verið þingmaður Suðurkjördæmis frá árinu 2013.
Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson hefur verið þingmaður Suðurkjördæmis frá árinu 2013. Vísir/Vilhelm

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Þetta segir Ásmundur í samtali við Morgunblaðið í dag. „Tækifærið er spennandi og ég gaf mínu fólki fyrir austan loforð um að bjóða mig fram sem sveitarstjóraefni. Frestur rennur út um miðjan febrúar og að óbreyttu fer ég í framboð,“ segir Ásmundur.

Hann flutti nýverið lögleimili sitt að Árbæjarhjáleigu í Holtum eftir að hafa um árabil búið á Suðurnesjum.

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Rangárvallasýslu og undirfélög munu ákveða útfærslu á framboðasmálum, en Ingvar Pétur Guðbjörnsson, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur þegar tilkynnt að hann vilijileiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra.

Ásmundur hefur þegar tilkynnt þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvað sé í vændum, en hann mun hætta á þingi, nái hann kjöri. Ásmundur hefur átt sæti á þingi frá árinu 2013.  

Ágúst Sigurðsson, sem hefur gegnt stöðu sveitastjóra í Rangárþingi ytra síðustu átta árin, tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki gefa kost á sér til frekari starfa að loknum kosningum í vor.


Tengdar fréttir

Ágúst hættir sem sveitarstjóri

Ágúst Sigurðsson, sveitastjóri í Rangárþingi ytra, ætlar ekki að gefa kost á sér til frekari starfa að loknum kosningunum í vor. Hann mun þá hafa gengt starfi sveitastjóra í átta ár en Sjálfstæðisflokkurinn er með meirihluta í sveitarstjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×