Framhaldsskólanemar kalla á hjálp Kristín Thoroddsen skrifar 31. janúar 2022 10:01 Framhaldsskólanemar hafa í gegnum heimsfaraldurinn sýnt ótrúlega þolinmæði og þurft að fórna flestu því sem við fengum að upplifa og njóta á sínum tíma. Framhaldsskólaárin eru þau ár sem móta einstaklinginn hvað mest og stuðla að þroska nemandans til að takast á við framtíðina. Undanfarið og í raun allt frá því heimsfaraldurinn tók yfir líf okkar höfum við rætt um og ritað hversu mikilvægt er að huga að andlegri heilsu þessa aldurshóps. Framhaldsskólanemar hafa kallað á hjálp, þeir hafa bent á mikilvægi þess að félagslíf sé í boði, böll, klúbbastarf og matsalir verði opnir. Ég skil því mæta vel vonbrigði þeirra þegar í ljós kom að engin breyting var á skólahaldi þessa hóps. Það var sannarlega ástæða til að standa vörð um heilsu þeirra sem og okkar allra þegar veiran var sem verst og fólk veiktist illa. Við erum með allt aðra stöðu í dag, stöðu sem hefði líklega ekki valdið neyðarástandi ein og sér. Veiran var banvæn en áframhaldandi harðar aðgerðir eru að mínu mati alvarlegri en sjúkdómurinn sjálfur fyrir unga fólkið okkar. Áskorun til ríkisstjórnarinnar! Það unga fólk sem nú situr bak við grímur sínar í skólastofum framhaldsskóla landsins er næsta kynslóð okkar. Það hefði því að mínu mati átt að vera forgangsatriði að aflétta takmörkunum sem þetta unga fólk býr við þegar farið var í fyrsta áfanga afléttingar í síðustu viku. Aðrar afléttingar háværra hópa hafa átt sér stað fyrir minna tilefni. Hlutverk framhaldsskóla er ekki aðeins það að tryggja góða menntun til framtíðar heldur einnig að styðja við félagslega getu og þroska einstaklingsins innan þess samfélags sem framhaldsskóli er. Í aðalnámskrá framhaldsskóla er fjallað um skyldur en þar segir að ekki sé síður mikilvægt að skólinn styðji við félagslegt heilbrigði nemenda með því að hvetja til virkrar þátttöku í félagslífi. Ég skora því á ríkisstjórnina að hlusta á raddir unga fólksins, standa með þeim og gera þær breytingar sem þarf á sóttvarnarlögum svo þau sitji ekki uppi með eftirköst heimsfaraldursins lengra inn í framtíðina en nauðsyn krefur. Leyfum þeim að fella grímuna og njóta lífsins, án hafta. Það er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kristín Thoroddsen Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Framhaldsskólanemar hafa í gegnum heimsfaraldurinn sýnt ótrúlega þolinmæði og þurft að fórna flestu því sem við fengum að upplifa og njóta á sínum tíma. Framhaldsskólaárin eru þau ár sem móta einstaklinginn hvað mest og stuðla að þroska nemandans til að takast á við framtíðina. Undanfarið og í raun allt frá því heimsfaraldurinn tók yfir líf okkar höfum við rætt um og ritað hversu mikilvægt er að huga að andlegri heilsu þessa aldurshóps. Framhaldsskólanemar hafa kallað á hjálp, þeir hafa bent á mikilvægi þess að félagslíf sé í boði, böll, klúbbastarf og matsalir verði opnir. Ég skil því mæta vel vonbrigði þeirra þegar í ljós kom að engin breyting var á skólahaldi þessa hóps. Það var sannarlega ástæða til að standa vörð um heilsu þeirra sem og okkar allra þegar veiran var sem verst og fólk veiktist illa. Við erum með allt aðra stöðu í dag, stöðu sem hefði líklega ekki valdið neyðarástandi ein og sér. Veiran var banvæn en áframhaldandi harðar aðgerðir eru að mínu mati alvarlegri en sjúkdómurinn sjálfur fyrir unga fólkið okkar. Áskorun til ríkisstjórnarinnar! Það unga fólk sem nú situr bak við grímur sínar í skólastofum framhaldsskóla landsins er næsta kynslóð okkar. Það hefði því að mínu mati átt að vera forgangsatriði að aflétta takmörkunum sem þetta unga fólk býr við þegar farið var í fyrsta áfanga afléttingar í síðustu viku. Aðrar afléttingar háværra hópa hafa átt sér stað fyrir minna tilefni. Hlutverk framhaldsskóla er ekki aðeins það að tryggja góða menntun til framtíðar heldur einnig að styðja við félagslega getu og þroska einstaklingsins innan þess samfélags sem framhaldsskóli er. Í aðalnámskrá framhaldsskóla er fjallað um skyldur en þar segir að ekki sé síður mikilvægt að skólinn styðji við félagslegt heilbrigði nemenda með því að hvetja til virkrar þátttöku í félagslífi. Ég skora því á ríkisstjórnina að hlusta á raddir unga fólksins, standa með þeim og gera þær breytingar sem þarf á sóttvarnarlögum svo þau sitji ekki uppi með eftirköst heimsfaraldursins lengra inn í framtíðina en nauðsyn krefur. Leyfum þeim að fella grímuna og njóta lífsins, án hafta. Það er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar