Íbúðamarkaður með krónískan háþrýsting Halldór Kári Sigurðarson skrifar 31. janúar 2022 08:00 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl. Framboðsskorturinn heldur áfram að aukast en það voru aðeins 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar sem er 20% minna en í byrjun desember skv. mánaðarskýrslu HMS. Þá seldust 44% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og því ljóst að ekkert lát er á eftirspurnarþrýstingnum á markaðnum. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Kapphlaup kaupenda um íbúðir, lágvaxtaumhverfi og ásókn lánastofnana í áhættulítil útlán í heimsfaraldrinum hefur allt ýtt undir aukin útlán. Frá því að veiran kom til landsins hafa hrein ný útlán til heimilanna verið um 23 ma.kr. í meðalmánuðinum en það er 44% meira en að meðaltali frá 2016. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Sé litið á þróun skulda heimilanna má sjá að þær hafa farið úr 75% af landsframleiðslu í byrjun árs 2020 upp í 85% á síðari hluta 2021. Skuldahlutfallið er hins vegar enn þá með lægra móti í sögulegu samhengi. Þá er einnig áhugavert að sjá að óverðtryggð lán eru orðin nánast jafn stór hluti af skuldum heimilanna og verðtryggð lán. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Framboðsskortur og gott aðgengi að lánsfé á lágum vöxtum hefur líkt og fyrr segir skapað mikinn verðhækkanaþrýsting á íbúðamarkaðnum. Húsnæðisliðurinn hefur því skapað verðbólguþrýsting sem hefur leitt til vaxtahækkana. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 17. nóvember sl. og þá hækkað peningastefnunefnd meginvexti bankans úr 1,5% upp í 2% en þá stóð verðbólgan aðeins í 4,5%. Nú er verbólgan hins vegar komin upp í 5,7% og því verður áhugavert að sjá hvað peningastefnunefnd tekur til bragðs núna 9. febrúar þegar næsta vaxtaákvörðun verður tekin. Greiningardeild Húsaskjóls telur að meginvextir bankans verði hækkaðir upp í 2,75%. Verði það að veruleika er ljóst að það mun draga úr getu kaupenda á húsnæðismarkaði til að auka skuldsetningu sína og kæla markaðinn. Þrátt fyrir að vaxtahækkanir séu framundan telur undirritaður að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka um 0,8-1,3% á mánuði næstu mánuði einfaldlega vegna þess hve mikill framboðsskorturinn er. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Neytendur Halldór Kári Sigurðarson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í desember 2021 sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 18,4% á einu ári. Þetta er 4% meiri hækkun á árinu en Greiningardeild Húsaskjóls spáði í apríl sl. Framboðsskorturinn heldur áfram að aukast en það voru aðeins 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar sem er 20% minna en í byrjun desember skv. mánaðarskýrslu HMS. Þá seldust 44% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og því ljóst að ekkert lát er á eftirspurnarþrýstingnum á markaðnum. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Kapphlaup kaupenda um íbúðir, lágvaxtaumhverfi og ásókn lánastofnana í áhættulítil útlán í heimsfaraldrinum hefur allt ýtt undir aukin útlán. Frá því að veiran kom til landsins hafa hrein ný útlán til heimilanna verið um 23 ma.kr. í meðalmánuðinum en það er 44% meira en að meðaltali frá 2016. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Sé litið á þróun skulda heimilanna má sjá að þær hafa farið úr 75% af landsframleiðslu í byrjun árs 2020 upp í 85% á síðari hluta 2021. Skuldahlutfallið er hins vegar enn þá með lægra móti í sögulegu samhengi. Þá er einnig áhugavert að sjá að óverðtryggð lán eru orðin nánast jafn stór hluti af skuldum heimilanna og verðtryggð lán. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Framboðsskortur og gott aðgengi að lánsfé á lágum vöxtum hefur líkt og fyrr segir skapað mikinn verðhækkanaþrýsting á íbúðamarkaðnum. Húsnæðisliðurinn hefur því skapað verðbólguþrýsting sem hefur leitt til vaxtahækkana. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 17. nóvember sl. og þá hækkað peningastefnunefnd meginvexti bankans úr 1,5% upp í 2% en þá stóð verðbólgan aðeins í 4,5%. Nú er verbólgan hins vegar komin upp í 5,7% og því verður áhugavert að sjá hvað peningastefnunefnd tekur til bragðs núna 9. febrúar þegar næsta vaxtaákvörðun verður tekin. Greiningardeild Húsaskjóls telur að meginvextir bankans verði hækkaðir upp í 2,75%. Verði það að veruleika er ljóst að það mun draga úr getu kaupenda á húsnæðismarkaði til að auka skuldsetningu sína og kæla markaðinn. Þrátt fyrir að vaxtahækkanir séu framundan telur undirritaður að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka um 0,8-1,3% á mánuði næstu mánuði einfaldlega vegna þess hve mikill framboðsskorturinn er. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun