Varar við orkuskorti og hvetur landsmenn til að spara rafmagn Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2022 21:00 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Arnar Halldórsson Landsnet varaði við því í nýrri greiningu í dag að raforkuskortur yrði viðvarandi vandamál á Íslandi næstu árin ef ekki yrði brugðist skjótt við. Forstjórinn hvetur landsmenn til að spara rafmagn. Margir hrukku í kút fyrir jól þegar tilkynnt var að loðnuverksmiðjur landsins fengju ekki raforku, þær þyrftu að brenna olíu. Í síðustu viku bárust svo fréttir af því að til að kynda hús á Vestfjörðum og á Seyðisfirði í vetur þyrfti að brenna milljónum lítra af olíu. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Landsnet varaði við því í nýrri greiningu í dag að staðan í raforkumálum ætti eftir að versna. „Við sjáum það að þróunin hefur haldið áfram. Það þrengir ennþá meira að og að á næstu árum eru líkur á því að það þurfi að skerða aftur, - í jafnvel betri vatnsárum heldur en núna er,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Frá sundlauginni á Þingeyri.Stöð 2/Skjáskot Á Þingeyri stefndi í að loka þyrfti sundlauginni, sem rekin var á ótryggri afgangsorku, en bæjarráð Ísafjarðar brást við í vikunni með því að kaupa dýrari forgangsorku. „Fyrir þá sem nota varastöðvar, og litlar tryggingar, að þá þurfa þeir annaðhvort að sætta sig við skerðingar eða keyra olíustöðvarnar. En síðan bara til lengri tíma litið þá er þetta bara vaxandi áhætta í kerfinu,“ segir Guðmundur. En hvaða aðgerðir eru skilvirkastar til að bæta úr? Forstjóri Landsnets segir í grundvallaratriðum bara þrennt í stöðunni: „Að virkja meira; að nýta virkjanirnar betur, sem fyrir eru, með því að byggja upp innviðina; eða þá bara fara vel með orkuna og spara hana,“ svarar hann. Frá Blönduvirkjun.Einar Árnason Gagnvart Landsneti snýr þetta að öflugri háspennulínum. „Í okkar tilviki er langbrýnasta verkefnið að tengja saman landshlutana. Og opna fyrir þessar virkjanir, sem eru ekki að fullnýtast, inn á heildarmarkaðinn í landinu. Þar erum við að tala um að styrkja byggðalínuna,“ segir forstjóri Landsnets. Hann nefnir sérstaklega betri tengingar frá Blönduvirkjun, bæði til Akureyrar en einnig til suðurs til Hvalfjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Loftslagsmál Landsvirkjun Ísafjarðarbær Áliðnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19 Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Margir hrukku í kút fyrir jól þegar tilkynnt var að loðnuverksmiðjur landsins fengju ekki raforku, þær þyrftu að brenna olíu. Í síðustu viku bárust svo fréttir af því að til að kynda hús á Vestfjörðum og á Seyðisfirði í vetur þyrfti að brenna milljónum lítra af olíu. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Landsnet varaði við því í nýrri greiningu í dag að staðan í raforkumálum ætti eftir að versna. „Við sjáum það að þróunin hefur haldið áfram. Það þrengir ennþá meira að og að á næstu árum eru líkur á því að það þurfi að skerða aftur, - í jafnvel betri vatnsárum heldur en núna er,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Frá sundlauginni á Þingeyri.Stöð 2/Skjáskot Á Þingeyri stefndi í að loka þyrfti sundlauginni, sem rekin var á ótryggri afgangsorku, en bæjarráð Ísafjarðar brást við í vikunni með því að kaupa dýrari forgangsorku. „Fyrir þá sem nota varastöðvar, og litlar tryggingar, að þá þurfa þeir annaðhvort að sætta sig við skerðingar eða keyra olíustöðvarnar. En síðan bara til lengri tíma litið þá er þetta bara vaxandi áhætta í kerfinu,“ segir Guðmundur. En hvaða aðgerðir eru skilvirkastar til að bæta úr? Forstjóri Landsnets segir í grundvallaratriðum bara þrennt í stöðunni: „Að virkja meira; að nýta virkjanirnar betur, sem fyrir eru, með því að byggja upp innviðina; eða þá bara fara vel með orkuna og spara hana,“ svarar hann. Frá Blönduvirkjun.Einar Árnason Gagnvart Landsneti snýr þetta að öflugri háspennulínum. „Í okkar tilviki er langbrýnasta verkefnið að tengja saman landshlutana. Og opna fyrir þessar virkjanir, sem eru ekki að fullnýtast, inn á heildarmarkaðinn í landinu. Þar erum við að tala um að styrkja byggðalínuna,“ segir forstjóri Landsnets. Hann nefnir sérstaklega betri tengingar frá Blönduvirkjun, bæði til Akureyrar en einnig til suðurs til Hvalfjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Loftslagsmál Landsvirkjun Ísafjarðarbær Áliðnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19 Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19
Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10
Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16
Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28
Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent