Feðgar spiluðu saman í efstu deild Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 17:00 Hlöðver Hlöðversson horfir hér glaðbeittur á Egil Kolka son sinn og fagnar stigi sem hann skoraði. Mynd/Sigga Þrúða KA vann Þrótt Fjarðabyggð 3-0 í efstu deild karla í blaki í gærkvöld en leikurinn var sérstaklega áhugaverður fyrir þær sakir að feðgar léku saman með liði heimamanna í Neskaupstað. Egill Kolka Hlöðversson var í byrjunarliði Þróttar og pabbi hans, Hlöðver Hlöðversson, kom svo inn á í leiknum. Hlöðver er raunar annar tveggja afa í liði Fjarðabyggðar, ásamt Þórarni Ómarssyni, og ljóst að lengi lifir í gömlum glæðum. Það voru engu að síður KA-menn sem höfðu sigur þrátt fyrir frekar jafnar fyrstu tvær hrinur. Gestirnir unnu hrinurnar þrjár sem spilaðar voru 25-21, 25-23 og 25-19. Stigahæstur KA manna var Miguel Mateo Castrillo með 15 stig og þeir Oscar Fernandez Celis og Alexander Arnar Þórisson voru báðir með 13. Hjá Þrótti var Miguel Angel Ramos Melero með 16 stig og bætti Andri Snær Sigurjónsson við 11 stigum. Afmælisbarnið stigahæst í spennuleik Kvennalið félaganna mættust einnig og þar var meiri spenna því eftir að KA vann fyrstu hrinu 25-16 vann Þróttur þá næstu 25-13. KA vann svo þriðju hrinu eftir mikla spennu, 25-23, og tryggði sér loks sigurinn með 25-13 sigri í fjórðu hrinu. Spánverjarnir og nöfnurnar Paula Del Olmo (KA) og Paula Miguel de Blaz ( Þrótti Fjarðabyggð) í baráttu við netið.mynd/Sigga Þrúða Stigahæst hjá KA, sem nú er á toppi deildarinnar, var Tea Andric með 26 stig og Paula del Olmo skoraði 13. Afmælisbarnið Heiða Elísabet Gunnarsdóttir var stigahæst Þróttar með 13 stig og bættu Ester Rún Jónsdóttir og Paula Miguel de Blaz við 11 stigum hvor. Blak KA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira
Egill Kolka Hlöðversson var í byrjunarliði Þróttar og pabbi hans, Hlöðver Hlöðversson, kom svo inn á í leiknum. Hlöðver er raunar annar tveggja afa í liði Fjarðabyggðar, ásamt Þórarni Ómarssyni, og ljóst að lengi lifir í gömlum glæðum. Það voru engu að síður KA-menn sem höfðu sigur þrátt fyrir frekar jafnar fyrstu tvær hrinur. Gestirnir unnu hrinurnar þrjár sem spilaðar voru 25-21, 25-23 og 25-19. Stigahæstur KA manna var Miguel Mateo Castrillo með 15 stig og þeir Oscar Fernandez Celis og Alexander Arnar Þórisson voru báðir með 13. Hjá Þrótti var Miguel Angel Ramos Melero með 16 stig og bætti Andri Snær Sigurjónsson við 11 stigum. Afmælisbarnið stigahæst í spennuleik Kvennalið félaganna mættust einnig og þar var meiri spenna því eftir að KA vann fyrstu hrinu 25-16 vann Þróttur þá næstu 25-13. KA vann svo þriðju hrinu eftir mikla spennu, 25-23, og tryggði sér loks sigurinn með 25-13 sigri í fjórðu hrinu. Spánverjarnir og nöfnurnar Paula Del Olmo (KA) og Paula Miguel de Blaz ( Þrótti Fjarðabyggð) í baráttu við netið.mynd/Sigga Þrúða Stigahæst hjá KA, sem nú er á toppi deildarinnar, var Tea Andric með 26 stig og Paula del Olmo skoraði 13. Afmælisbarnið Heiða Elísabet Gunnarsdóttir var stigahæst Þróttar með 13 stig og bættu Ester Rún Jónsdóttir og Paula Miguel de Blaz við 11 stigum hvor.
Blak KA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira